Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 15:24 Arnarlax hefur fengið starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Þessar kvíar eru í Patreksfirði. Vísir/Einar Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Í tilkynningu á vef MAST segir að Arnarlax hafi sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og umsókn verið móttekin 21. maí 2019. Matvælaráðuneytið hafi birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps sé metið 30.000 tonn og áhættumat erfðablöndunar heimili 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Matvælastofnun hafi þegar úthlutað 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og því muni rekstrarleyfi Arnarlax ehf heimila 10.000 tonn af ófrjóum laxi. Starsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Í rekstrarleyfinu segir að það nái til svæðanna Drangsvíkur, Eyjahlíðar og Óshlíðar. Vísað til áhættumata í tillögu Umhverfisstofnunar Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið, sem hefur ekki verið birt en Vísir hefur undir höndum, segir að Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Vegagerðin hafi unnið áhættumöt fyrir öll svæðin þrjú, að beiðni innviðaráðuneytisins, snemma árs 2023. Í auglýsingu Umhverfisstofnunar um tillögu til starfsleyfis fyrir Arnarlax á svæðunum sé vísað til þessara áhættumata. Í tillögunni segir að eldisbúnaður skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis nýtingareitsins Drangsvíkur. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Eyjarhlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Óshlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 100 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Í rekstrarleyfinu er gengið lengra en mælt er fyrir um í tillögunni. Þar segir að jaðar sjókvíaeldisstöðvanna Drangsvíkur og Eyjahlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvarinnar Óshlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 200 metrar. Fór fram á að umsókninni yrði hafnað Í umsögn Samgöngustofu segir að niðurstöður áhættumatanna hafi verið þær að fiskeldi á svæðinu í Drangsvík hefði ekki teljandi áhrif á siglingaöryggi. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru hins vegar á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. Í ljósi niðurstöðu áhættumata siglingaöryggis og þeirrar hættu sem fiskeldi á svæðunum Eyjahlíð og Óshlíð hefðu í för með sér fyrir öryggi sjófarenda, sé það mat Samgöngustofu að óheimilt sé að veita leyfi fyrir fiskeldi á svæðunum. „Fer Samgöngustofa því fram á að umsókn Arnarlax um rekstrarleyfi á svæðunum verði hafnað.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að Arnarlax hafi sótt um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og umsókn verið móttekin 21. maí 2019. Matvælaráðuneytið hafi birt burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar fyrir fiskeldi á Íslandi. Burðarþolsmat Ísafjarðardjúps sé metið 30.000 tonn og áhættumat erfðablöndunar heimili 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Djúpinu. Matvælastofnun hafi þegar úthlutað 12.000 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og því muni rekstrarleyfi Arnarlax ehf heimila 10.000 tonn af ófrjóum laxi. Starsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Í rekstrarleyfinu segir að það nái til svæðanna Drangsvíkur, Eyjahlíðar og Óshlíðar. Vísað til áhættumata í tillögu Umhverfisstofnunar Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið, sem hefur ekki verið birt en Vísir hefur undir höndum, segir að Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Vegagerðin hafi unnið áhættumöt fyrir öll svæðin þrjú, að beiðni innviðaráðuneytisins, snemma árs 2023. Í auglýsingu Umhverfisstofnunar um tillögu til starfsleyfis fyrir Arnarlax á svæðunum sé vísað til þessara áhættumata. Í tillögunni segir að eldisbúnaður skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis nýtingareitsins Drangsvíkur. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Eyjarhlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Sjókvíaeldisstöð skuli vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Óshlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 100 metrar. Botnfestingar (ankeri og tóg) skuli vera á meira en 15 metra dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar. Í rekstrarleyfinu er gengið lengra en mælt er fyrir um í tillögunni. Þar segir að jaðar sjókvíaeldisstöðvanna Drangsvíkur og Eyjahlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 metrar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvarinnar Óshlíðar skuli ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 200 metrar. Fór fram á að umsókninni yrði hafnað Í umsögn Samgöngustofu segir að niðurstöður áhættumatanna hafi verið þær að fiskeldi á svæðinu í Drangsvík hefði ekki teljandi áhrif á siglingaöryggi. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru hins vegar á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. Í ljósi niðurstöðu áhættumata siglingaöryggis og þeirrar hættu sem fiskeldi á svæðunum Eyjahlíð og Óshlíð hefðu í för með sér fyrir öryggi sjófarenda, sé það mat Samgöngustofu að óheimilt sé að veita leyfi fyrir fiskeldi á svæðunum. „Fer Samgöngustofa því fram á að umsókn Arnarlax um rekstrarleyfi á svæðunum verði hafnað.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira