Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 19:08 Saga Kjartansdóttir er verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ segist vera undirbúin undir það ef Quang Le hafi samband við brotaþola. Vísir Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. Á fimmtudag réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir á Gríska húsinu á Laugavegi. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum, ásamt fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar. Lögreglumennirnir voru með fíkniefnaleitarhund meðferðis. Þrír voru handteknir í aðgerðunum grunaðir um vinnumansal. Þá voru tveir aðrir handteknir á nuddstofu í Reykjavík í síðustu viku, einnig grunaðir um mansal. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, fagnar því að lögreglan sé komin í átak hvað varðar mansalsmál. „Við, ASÍ og stéttarfélögin, sendum töluvert mikið af ábendingum til lögreglu. Við höfum alltaf gert það, í gegnum síðustu ár höfum við sent þónokkrar á ári. Þeim hefur farið fjölgandi eftir aðgerðirnar til mars. Þá höfum við verið að senda og fá fleiri ábendingar,“ segir Saga. Ábendingarnar eru af ýmsum toga. „Við erum líka að fá, sem er kannski verðmætast, innan úr fyrirtækjum frá starfsfólki sjálfu. Sem er í slæmum aðstæðum og veit ekki hvernig það á að losna. Ég held að það sé af því að fólk hefur séð að niðurstaðan sé ekki endilega sú að þú sért sendur úr landi eða missir réttinn til að dvelja og vinna á Íslandi. Heldur er hægt að fá einhverja aðstoð,“ segir Saga. Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar átti sér stað á þessu ári þegar átta manns voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi athafnamannsins Quang Le. Honum var nýlega sleppt úr haldi og óttast Saga að hann reyni að hafa samband við þolendurna. „Þannig að við upplýstum meinta þolendur um það rétt áður, þannig þau vissu af því. Við erum auðvitað búin að margendurtaka og ítreka að þeim ber ekki að borga honum neinar skuldir eða svoleiðis. Við erum tilbúin að vera með viðbrögð ef til þess kemur, ef hann er að reyna að hafa áhrif á þolendurna,“ segir Saga. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Á fimmtudag réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir á Gríska húsinu á Laugavegi. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum, ásamt fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar. Lögreglumennirnir voru með fíkniefnaleitarhund meðferðis. Þrír voru handteknir í aðgerðunum grunaðir um vinnumansal. Þá voru tveir aðrir handteknir á nuddstofu í Reykjavík í síðustu viku, einnig grunaðir um mansal. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, fagnar því að lögreglan sé komin í átak hvað varðar mansalsmál. „Við, ASÍ og stéttarfélögin, sendum töluvert mikið af ábendingum til lögreglu. Við höfum alltaf gert það, í gegnum síðustu ár höfum við sent þónokkrar á ári. Þeim hefur farið fjölgandi eftir aðgerðirnar til mars. Þá höfum við verið að senda og fá fleiri ábendingar,“ segir Saga. Ábendingarnar eru af ýmsum toga. „Við erum líka að fá, sem er kannski verðmætast, innan úr fyrirtækjum frá starfsfólki sjálfu. Sem er í slæmum aðstæðum og veit ekki hvernig það á að losna. Ég held að það sé af því að fólk hefur séð að niðurstaðan sé ekki endilega sú að þú sért sendur úr landi eða missir réttinn til að dvelja og vinna á Íslandi. Heldur er hægt að fá einhverja aðstoð,“ segir Saga. Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar átti sér stað á þessu ári þegar átta manns voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi athafnamannsins Quang Le. Honum var nýlega sleppt úr haldi og óttast Saga að hann reyni að hafa samband við þolendurna. „Þannig að við upplýstum meinta þolendur um það rétt áður, þannig þau vissu af því. Við erum auðvitað búin að margendurtaka og ítreka að þeim ber ekki að borga honum neinar skuldir eða svoleiðis. Við erum tilbúin að vera með viðbrögð ef til þess kemur, ef hann er að reyna að hafa áhrif á þolendurna,“ segir Saga.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira