Tökum Viktor á þetta og enn lengra Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 17. júní 2024 10:30 Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. En hvort sem við kjósum núna eða næsta haust langar mig að smita ykkur að minni hugmynd að þingi, hvernig það ætti að starfa, flest er komið frá öðrum eins og Viktori Traustasyni, en ég vil taka þetta lengra. Stolnar og stílfærðar hugmyndir, sumar frá mér. 1. Kjósum fólk ekki flokka, hver þingmaður væri ábyrgur fyrir sínum störfum á þingi. Fólki er velkomið að vera í flokkum og samfloti, en allir þurfa að hafa sýn stefnumál og koma þeim á framfæri og kynna þau. Þá gæti það gerst þó Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta atkvæða en engin kysi Bjarna þá kæmist hann ekki á þing þó hann væri formaður. Varaþingmenn væri sá sem næst hefði komist inn á þing í kosningunum, en sé ekki skipaður af þingmönnum sjálfum. Þá væru engin „Týnd þingsæti“ ekkert flokkaofbeldi og allir fengu jafnt vægi, þeir eru kosnir af þjóðinni til að stafa á Alþingi. Það þyrfti að setja lög og takmarkanir svo öll þjóðin bjóði sig ekki fram í heild sinni. 2. Allir kosnir þingmenn starfa saman og geta lagt fram mál, það verður engin Ríkisstjórn né meirihluti, en auðvitað má og getur fólk bundist í samstarf um mál. 3. Ráðherrar þurfa að sækja um starfið og eru metnir að hæfni og valið úr þeim hæfustu, þingmenn gætu ráðið þá en það mætti líka vera nefnd sem sæi um það. Sama væri um forseta alþingis, þeir væru allavega tveir. Sami háttur væri hafður um Umboðsmann Alþingis og er núna, það virkar vel og engin þörf á að breyta því. Það þarf að stokka upp ráðuneytin og gera þau skýrari og skilmerkilegri. Forsætisráðherra væri líka ráðin og væri í forsvari út á við og sá sem stjórnaði, svona svipað eins og núna. 4. Ráðherrar mættu ekki taka ákvarðanir án þess að leggja það undir þingheim. 5. Fjöldi þingmanna ætti að vera ákveðin sem prósentuhlutfall af þjóðinni. Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skipað 63 þingmönnum. Við alþingiskosningarnar 1987 voru 171.402 manns á kjörskrá en 2021 voru 254.681. 6. „Fólk af götunni“ gæti beðið þingmenn eða ráðherra að leggja fram mál fyrir sig, þau yrðu þá að vera vel útfærð og raunhæf. Kannski finnst sumum þetta barnalegt og einfalt en af hverju þurfa allir hlutir að vera flóknir, finnst fólki þetta vera að virka eins og það er núna? Svona sé ég fyrir mér að lýðræði gæti virkað í raun og veru, hagsmunapólitík myndi að mestu hverfa, fleiri mál fengju málefnalega meðferð og meiru væri komið í verk. Auðvitað þarf að útfæra þetta vel svo það virki. Heimild: Stefnumál - Forsetakosningar 2024 - Viktor Traustason – Enga þingmenn sem ráðherra. Höfundur er draumóramanneskja um lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Alþingi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. En hvort sem við kjósum núna eða næsta haust langar mig að smita ykkur að minni hugmynd að þingi, hvernig það ætti að starfa, flest er komið frá öðrum eins og Viktori Traustasyni, en ég vil taka þetta lengra. Stolnar og stílfærðar hugmyndir, sumar frá mér. 1. Kjósum fólk ekki flokka, hver þingmaður væri ábyrgur fyrir sínum störfum á þingi. Fólki er velkomið að vera í flokkum og samfloti, en allir þurfa að hafa sýn stefnumál og koma þeim á framfæri og kynna þau. Þá gæti það gerst þó Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta atkvæða en engin kysi Bjarna þá kæmist hann ekki á þing þó hann væri formaður. Varaþingmenn væri sá sem næst hefði komist inn á þing í kosningunum, en sé ekki skipaður af þingmönnum sjálfum. Þá væru engin „Týnd þingsæti“ ekkert flokkaofbeldi og allir fengu jafnt vægi, þeir eru kosnir af þjóðinni til að stafa á Alþingi. Það þyrfti að setja lög og takmarkanir svo öll þjóðin bjóði sig ekki fram í heild sinni. 2. Allir kosnir þingmenn starfa saman og geta lagt fram mál, það verður engin Ríkisstjórn né meirihluti, en auðvitað má og getur fólk bundist í samstarf um mál. 3. Ráðherrar þurfa að sækja um starfið og eru metnir að hæfni og valið úr þeim hæfustu, þingmenn gætu ráðið þá en það mætti líka vera nefnd sem sæi um það. Sama væri um forseta alþingis, þeir væru allavega tveir. Sami háttur væri hafður um Umboðsmann Alþingis og er núna, það virkar vel og engin þörf á að breyta því. Það þarf að stokka upp ráðuneytin og gera þau skýrari og skilmerkilegri. Forsætisráðherra væri líka ráðin og væri í forsvari út á við og sá sem stjórnaði, svona svipað eins og núna. 4. Ráðherrar mættu ekki taka ákvarðanir án þess að leggja það undir þingheim. 5. Fjöldi þingmanna ætti að vera ákveðin sem prósentuhlutfall af þjóðinni. Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skipað 63 þingmönnum. Við alþingiskosningarnar 1987 voru 171.402 manns á kjörskrá en 2021 voru 254.681. 6. „Fólk af götunni“ gæti beðið þingmenn eða ráðherra að leggja fram mál fyrir sig, þau yrðu þá að vera vel útfærð og raunhæf. Kannski finnst sumum þetta barnalegt og einfalt en af hverju þurfa allir hlutir að vera flóknir, finnst fólki þetta vera að virka eins og það er núna? Svona sé ég fyrir mér að lýðræði gæti virkað í raun og veru, hagsmunapólitík myndi að mestu hverfa, fleiri mál fengju málefnalega meðferð og meiru væri komið í verk. Auðvitað þarf að útfæra þetta vel svo það virki. Heimild: Stefnumál - Forsetakosningar 2024 - Viktor Traustason – Enga þingmenn sem ráðherra. Höfundur er draumóramanneskja um lýðræðið.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar