Stjórnarflokkarnir ekki enn komnir með forgangslista mála Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2024 11:42 Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir þingflokka stjórnarandstöðunnar enn ekki hafa verið upplýsta um hvaða mál stjórnarflokkarnir setji í forgang fyrir lok vorþings. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hefur enn ekki verið upplýst um hvaða mál stjórnarflokkarnir leggja áherslu á að fá afgreidd á yfirstandandi vorþingi. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir formenn þingflokka stjórnarflokkanna forðast að ræða stöðuna. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta fundum þess að loknu vorþingi hinn 7. júní. Vegna aðdraganda forsetakosninga var þing framlengt til 14. júní eða til síðast liðins föstudags. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofuna á miðvikudag að 25 þingmál væru það langt komin í afgreiðslu þingsins að auðvelt ætti að vera að klára þau. Hins vegar liggja um 80 stjórnarmál óafgreidd fyrir þinginu. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að reynst hafi erfitt að ná sambandi við þingflokksformenn stjórnarflokkanna upp á síðkastið.Stöð 2/Einar Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna ekki hafa verið upplýsta um hvaða mál stjórnarflokkarnir setji í forgang. „Við byrjuðum að kalla eftir samtali stjórnarandstaðan fyrir mánuði. Við hittumst tvisvar en þá var allt óljóst frá hendi stjórnarinnar. Þau ætluðu svo að hafa samband við okkur þegar þau væru tilbúin sín meginn. Það hefur ekkert gerst, það hefur ekkert heyrst og mér sýnist hnúturinn bara vera að herðast í mörgum málum. Meðan þau eru algerlega ósamstíga,” segir Logi. Stjórnarandstaðan viti því ekki hver forgangur stjórnarflokkanna er. Eitt af þeim málum sem stjórnarflokkarnir hafa margsinnis frestað er samgönguáætlun 2024 til 2038 sem margir bíða eftir. Það var síðan ákveðið af meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar að fresta henni fram á haustþing. „Við höfum ekki fengið neinn lista frá þingflokksformönnum stjórnarliða um hvaða mál þau ætli að klára og hvaða mál þau ætla ekki að klára. Það er alveg ljóst að þau munu ekki ná að klára allt og þau verða að fara að koma með forgangslista,” segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingfundur hefst klukkan þrettán þrjátíu í dag og fyrir honum liggja þrjátíu og eitt stjórnarmál. Logi segir mörg mál ætla að reynast stjórnarflokkunum erfið svo sem eins og frumvarp matvælaráðherra um lagareldi og umhverfis- og orkumálaráðherra um vindorku. „Svo vekur það náttúrlega athygli að það er komið fram yfir venjulegt þinghald og við erum ekki búin að klára fjármálaáætlun. Hún verður auðvitað að klárast hefði ég haldið,“ segir Logi Einarsson. Allar líkur væru á að stjórnarliðar væru enn að takast á um hvað ætti að fara í fjármálaáætlunina. Það reynist erfitt að ná sambandi við þingflokksformenn stjórnarflokkanna en ef til vill skýrist línur eitthvað á fundi þingflokksformanna með forseta Alþingis sem hófst rétt fyrir hádegi. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins vonar að hægt verði að funda með þingflokksformönnum stjórnarandstöðuflokkanna seinnipartinn í dag. Þar verði farið yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir leggi áherslu á að klára á vorþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. 14. júní 2024 22:09 Leitt ef ríkisstjórn er ekki treystandi í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok. 14. júní 2024 13:05 Útlendingafrumvarpið hefur verið samþykkt Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi. Atkvæðagreiðslunni lauk fyrir skemmstu. 14. júní 2024 12:07 Deildar meiningar um áfengi og piparúða Í hádegisfréttum fjöllum við um deilu sem upp virðist risin innan ríkisstjórnarinnar og varðar netsölu með áfengi hér innanlands. 13. júní 2024 11:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að fresta fundum þess að loknu vorþingi hinn 7. júní. Vegna aðdraganda forsetakosninga var þing framlengt til 14. júní eða til síðast liðins föstudags. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði í samtali við fréttastofuna á miðvikudag að 25 þingmál væru það langt komin í afgreiðslu þingsins að auðvelt ætti að vera að klára þau. Hins vegar liggja um 80 stjórnarmál óafgreidd fyrir þinginu. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að reynst hafi erfitt að ná sambandi við þingflokksformenn stjórnarflokkanna upp á síðkastið.Stöð 2/Einar Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna ekki hafa verið upplýsta um hvaða mál stjórnarflokkarnir setji í forgang. „Við byrjuðum að kalla eftir samtali stjórnarandstaðan fyrir mánuði. Við hittumst tvisvar en þá var allt óljóst frá hendi stjórnarinnar. Þau ætluðu svo að hafa samband við okkur þegar þau væru tilbúin sín meginn. Það hefur ekkert gerst, það hefur ekkert heyrst og mér sýnist hnúturinn bara vera að herðast í mörgum málum. Meðan þau eru algerlega ósamstíga,” segir Logi. Stjórnarandstaðan viti því ekki hver forgangur stjórnarflokkanna er. Eitt af þeim málum sem stjórnarflokkarnir hafa margsinnis frestað er samgönguáætlun 2024 til 2038 sem margir bíða eftir. Það var síðan ákveðið af meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar að fresta henni fram á haustþing. „Við höfum ekki fengið neinn lista frá þingflokksformönnum stjórnarliða um hvaða mál þau ætli að klára og hvaða mál þau ætla ekki að klára. Það er alveg ljóst að þau munu ekki ná að klára allt og þau verða að fara að koma með forgangslista,” segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingfundur hefst klukkan þrettán þrjátíu í dag og fyrir honum liggja þrjátíu og eitt stjórnarmál. Logi segir mörg mál ætla að reynast stjórnarflokkunum erfið svo sem eins og frumvarp matvælaráðherra um lagareldi og umhverfis- og orkumálaráðherra um vindorku. „Svo vekur það náttúrlega athygli að það er komið fram yfir venjulegt þinghald og við erum ekki búin að klára fjármálaáætlun. Hún verður auðvitað að klárast hefði ég haldið,“ segir Logi Einarsson. Allar líkur væru á að stjórnarliðar væru enn að takast á um hvað ætti að fara í fjármálaáætlunina. Það reynist erfitt að ná sambandi við þingflokksformenn stjórnarflokkanna en ef til vill skýrist línur eitthvað á fundi þingflokksformanna með forseta Alþingis sem hófst rétt fyrir hádegi. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins vonar að hægt verði að funda með þingflokksformönnum stjórnarandstöðuflokkanna seinnipartinn í dag. Þar verði farið yfir þau mál sem stjórnarflokkarnir leggi áherslu á að klára á vorþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. 14. júní 2024 22:09 Leitt ef ríkisstjórn er ekki treystandi í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok. 14. júní 2024 13:05 Útlendingafrumvarpið hefur verið samþykkt Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi. Atkvæðagreiðslunni lauk fyrir skemmstu. 14. júní 2024 12:07 Deildar meiningar um áfengi og piparúða Í hádegisfréttum fjöllum við um deilu sem upp virðist risin innan ríkisstjórnarinnar og varðar netsölu með áfengi hér innanlands. 13. júní 2024 11:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Átök á lokametrunum: Saka ríkisstjórn um að „slátra“ samgönguáætlun Átök hafa staðið yfir á Alþingi í aðdraganda þingloka fyrir sumarfrí. Vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra og „slátrun“ samgönguáætlunar er á meðal þess sem þingmenn takast á um á lokametrunum. 14. júní 2024 22:09
Leitt ef ríkisstjórn er ekki treystandi í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok. 14. júní 2024 13:05
Útlendingafrumvarpið hefur verið samþykkt Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra hefur verið samþykkt á Alþingi. Atkvæðagreiðslunni lauk fyrir skemmstu. 14. júní 2024 12:07
Deildar meiningar um áfengi og piparúða Í hádegisfréttum fjöllum við um deilu sem upp virðist risin innan ríkisstjórnarinnar og varðar netsölu með áfengi hér innanlands. 13. júní 2024 11:39