Í tilkynningu sem Matvælastofnun gaf frá sér í dag kemur fram að hún hafi tekið málið til rannsóknar í kjölfar tilkynningarinnar og að ákveðið hafi verið að fara í óboðað eftirlit á staðinn.
Það fór fram dagana þriðja og fjórða júní á þessu ári og snérist rannsóknin aðallega um það að yfirfara búnað stöðvarinnar vegna seinni varna í frárennsli til að koma í veg fyrir strok úr fiskeldisstöðinni. Þá fór einnig fram könnun á seltu vatns við frárennsli stöðvarinnar og hvrot farið hafi verið eftir verklagsreglum stöðvarinnar í aðdraganda strokatburðarins.
„Matvælastofnun telur ljóst að fiskeldisstöð sé ekki útbúin með seinni vörnum í frárennsli úr niðurföllum á gólfi og seiði hafi því átt greiða leið úr stöðinni. Ljóst er að töluvert ferskvatn er fyrir utan stöð og líkur á að seiðin hafi lifað af og synt upp í Botnsá enda liðu rúmar fjórtán klukkustundir frá strokatburði þar til net voru lögð,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunnar.
Þar segir einnig að frávik og alvarleg frávi khafi verið skráð í eftirlitsskýrslu sem birt hefur verið á mælaborði fiskeldis á heimasíðu Matvælastofnunnar og að hún hafi upplýst Fiskistofu um málið.