Ólíklegt að íbúðaþörf ársins verði uppfyllt Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 11:10 Húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna áætla að þörf sé fyrir um 4.700 íbúðir á ári næstu fimm árin. Talið er að fullbúnar íbúðir verði um 3.020 í lok árs. Myndin er loftmynd af Reykjavík. HMS Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur ólíklegt að íbúðaþörf ársins verði uppfyllt. Talið er að fullbúnar nýjar íbúðir verði 3.020 í lok árs 2024, en sveitarfélögin áætla að þörf verði fyrir að meðaltali 4.700 íbúðir á ári næstu fimm ár. Þetta kemur fram á vef HMS. Húsnæðisáætlanir hjá 62 af 64 sveitarfélögum landsins hafa verið endurskoðar og staðfestar fyrir árið 2024. Húsnæðisáætlun Grindavíkur var ekki endurskoðuð vegna aðstæðna í bænum og Tálknafjörður hefur nú sameinast Vesturbyggð og mun sameinað sveitarfélag birta nýja áætlun fyrir árið 2025. Íbúum fjölgi um tíu prósent á fimm ára fresti Á myndinni hér að neðan má sjá mannfjöldaspá allra sveitarfélaga til ársins 2033. Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna mun íbúum landsins fjölga um 10,8 prósent næstu fimm ár og 21,7 prósent næstu tíu ár. Til samanburðar þá hefur íbúum landsins fjölgað um 9,9 prósent síðastliðin fimm ár. HMS Fjörutíu og fimmþúsund íbúðir vanti á næstu tíu árum Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna er áætlað að fjölga þurfi íbúðum um 15,1 prósent á næstu fimm árum, sem gera um 4.700 íbúðir á ári. Frá 2029 til 2033 er talið að þörf verði fyrir að meðaltali 4.300 íbúðir á ári, færri en næstu fimm ár. Það skýrist af mati sveitarfélaganna á óuppfylltri íbúðaþörf sem þarf að vinna upp á næstu árum. Áætluð íbúðaþörf næstu tíu árin Í heildina er því áætluð þörf fyrir um 45.000 íbúðir á næstu tíu árum. Mest vantar af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörf er á um 15.600 íbúðum næstu fimm árin. Utan höfuðborgarsvæðisins vantar flestar íbúðir á Suðurlandi þar sem þörf er á um 2.700 íbúðum á næstu fimm árum. Sveitarfélögin áætla að úthluta lóðum fyrir 8.902 íbúðir árið 2024 þar sem 6.473 íbúðir eru í fjölbýlum, 1.423 í einbýlum og 1.423 í par- eða raðhúsum. Um 46 prósent af þessum 8.902 voru nú þegar á lóðum sem eru byggingarhæfar, 2,5 prósent á byggingarhæfum lóðum í biðstöðu, 25 prósent á lóðum með samþykkt deiliskipulag og 27 prósent á þróunar- og framtíðarsvæðum. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef HMS. Húsnæðisáætlanir hjá 62 af 64 sveitarfélögum landsins hafa verið endurskoðar og staðfestar fyrir árið 2024. Húsnæðisáætlun Grindavíkur var ekki endurskoðuð vegna aðstæðna í bænum og Tálknafjörður hefur nú sameinast Vesturbyggð og mun sameinað sveitarfélag birta nýja áætlun fyrir árið 2025. Íbúum fjölgi um tíu prósent á fimm ára fresti Á myndinni hér að neðan má sjá mannfjöldaspá allra sveitarfélaga til ársins 2033. Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna mun íbúum landsins fjölga um 10,8 prósent næstu fimm ár og 21,7 prósent næstu tíu ár. Til samanburðar þá hefur íbúum landsins fjölgað um 9,9 prósent síðastliðin fimm ár. HMS Fjörutíu og fimmþúsund íbúðir vanti á næstu tíu árum Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna er áætlað að fjölga þurfi íbúðum um 15,1 prósent á næstu fimm árum, sem gera um 4.700 íbúðir á ári. Frá 2029 til 2033 er talið að þörf verði fyrir að meðaltali 4.300 íbúðir á ári, færri en næstu fimm ár. Það skýrist af mati sveitarfélaganna á óuppfylltri íbúðaþörf sem þarf að vinna upp á næstu árum. Áætluð íbúðaþörf næstu tíu árin Í heildina er því áætluð þörf fyrir um 45.000 íbúðir á næstu tíu árum. Mest vantar af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörf er á um 15.600 íbúðum næstu fimm árin. Utan höfuðborgarsvæðisins vantar flestar íbúðir á Suðurlandi þar sem þörf er á um 2.700 íbúðum á næstu fimm árum. Sveitarfélögin áætla að úthluta lóðum fyrir 8.902 íbúðir árið 2024 þar sem 6.473 íbúðir eru í fjölbýlum, 1.423 í einbýlum og 1.423 í par- eða raðhúsum. Um 46 prósent af þessum 8.902 voru nú þegar á lóðum sem eru byggingarhæfar, 2,5 prósent á byggingarhæfum lóðum í biðstöðu, 25 prósent á lóðum með samþykkt deiliskipulag og 27 prósent á þróunar- og framtíðarsvæðum.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira