Leggst yfir rannsókn lögreglu á banaslysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2024 11:41 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og hennar fólk er með málið til skoðunar. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur tekið til skoðunar hvort rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á banaslysi við HS Orku árið 2017 hafi verið ófullnægjandi. Vinnueftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við aðbúnað á slysstað en þrátt fyrir það var rannsókn lögreglunnar hætt án skýringa og engin ákæra gefin út. RÚV greinir frá því að ríkissaksóknari hafi málið til skoðunar. Adam Osowski, 43 ára karlmaður frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins sem starfaði hjá Vinnueftirlitinu þegar það varð tjáði Vísi á dögunum að atvikið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik fjórum árum fyrr Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að breytingar hafi verið gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 sagði Birna að svo virtist sem eitthvað hefði valdið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Engin gögn um viðbrögð 2013 Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 sagði Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Í svarinu kom fram að HS Orka drægi lærdóm af banaslysinu og að öryggismál væru í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.“ Heimildin fjallaði fyrst um úttekt Vinnueftirlitsins og sendi ítarlegar fyrirspurnir á Lögregluna á Suðurnesjum um málið og rannsókn þess. Eftir ríflega mánuð og ítrekaðar ítrekanir höfðu engin svör borist frá embættinu. Lögreglumál Vinnuslys Grindavík Lögreglan Tengdar fréttir Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30 Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
RÚV greinir frá því að ríkissaksóknari hafi málið til skoðunar. Adam Osowski, 43 ára karlmaður frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Osowski var starfsmaður fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs og gisti í gömlu mötuneyti skammt frá virkjuninni þegar að slysið varð. Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins sem starfaði hjá Vinnueftirlitinu þegar það varð tjáði Vísi á dögunum að atvikið hefði ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Sambærilegt atvik fjórum árum fyrr Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis á dögunum að breytingar hafi verið gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017. Spurð hvers vegna ekkert var aðhafst eftir upprunalega atvikið 2013 sagði Birna að svo virtist sem eitthvað hefði valdið því að ekki var brugðist við ábendingunni með fullnægjandi hætti á sínum tíma. Engin gögn um viðbrögð 2013 Spurð hvort eitthvað hafi verið gert í kjölfar atviksins árið 2013 sagði Birna: „Ríflega áratugur er liðinn og ekki liggja fyrir haldbærar upplýsingar um til hvaða aðgerða var gripið á sínum tíma.“ Í svarinu kom fram að HS Orka drægi lærdóm af banaslysinu og að öryggismál væru í forgrunni hjá fyrirtækinu. „HS Orka harmar hið sviplega banaslys. Fyrirtækið telur það óásættanlegt að einstaklingar verði fyrir skaða vegna starfsemi eða framkvæmda fyrirtækisins. Allt kapp er því lagt á að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og annarra sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.“ Heimildin fjallaði fyrst um úttekt Vinnueftirlitsins og sendi ítarlegar fyrirspurnir á Lögregluna á Suðurnesjum um málið og rannsókn þess. Eftir ríflega mánuð og ítrekaðar ítrekanir höfðu engin svör borist frá embættinu.
Lögreglumál Vinnuslys Grindavík Lögreglan Tengdar fréttir Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30 Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Harma banaslysið og hafa uppfært verkferla Breytingar voru gerðar á verkferlum HS Orku strax í kjölfar slyssins árið 2017 sem varð Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, að bana eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar, sem er í eigu HS Orku, komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings. 15. júní 2024 09:30
Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. 5. júní 2024 14:31