Innlent

Þrír skjálftar í Mýr­dals­jökli í kvöld

Lovísa Arnardóttir skrifar
Síðasti skjálfti mældist í upphafi mánaðar.
Síðasti skjálfti mældist í upphafi mánaðar. Vísir/Vilhelm

Skjálfti af stærð 3,3 varð í Mýrdalsjökli klukkan 21:26 í kvöld. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að tveir minni skjálftar, báðir af stærð 2,8, hafi orðið stuttu síðar.

Ekki hefur mælst neinn órói né eftirskjálftavirkni og engin tilkynning hefur borist um að skjálftarnir hafa fundist í byggð.

Síðast mældist skjálfti af stærð 3,4 í Mýrdalsjökli þann 2. júlí á þessi ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×