Hjörvar fær gula spjaldið frá RÚV Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 10:46 Hjöbbi var mættur eins og fínn maður í EM-settið vandlega merktur sinni vörulínu sem er Dr. Football. Skarphéðinn segir þetta ekki vel séð og hafi því verið komið á framfæri. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu. „Þetta er ekki vel séð og því hefur verið komið á framfæri,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hjörvar, sem rekur meðal annars þekktan podkastþátt sem sérhæfir sig í tali um fótbolta, eins og nafnið gefur til kynna – Dr. Football – er meðal sérfræðinga sem RÚV hefur kallað til vegna EM í fótbolta sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Yfirlýsing BBC vegna klæðaburðar Linikers Glöggur áhorfandi rak augu í það í vikunni að Hjörvar, eða Hjöbbi Ká eins og hann er jafnan kallaður, var mættur í jakka sem var kyrfilega merktur vörulínu sinni: Dr. Football. En þar fór Hjöbbi á kostum eins og jafnan en fáir eru eins fjölfróðir um fótbolta og einmitt hann. BBC hefur nýverið þurft að gefa út yfirlýsingu en það var eftir að Gary Lineker virtist hafa brotið reglur um dulin viðskiptaboð í EM setti þeirra Breta. Þar voru ítrekaðar reglur miðilsins um vöruinnsetningar og duldar auglýsingar. Skarphéðinn kankast á við stórleikarann Björn Hlyn í tilefni af Verbúðinni, lokasýningu.vísir/hulda margrét Skarphéðinn segir engar formlegar reglur til um þetta atriði hjá RÚV. „Aðrar en þær sem snúa að skýru banni við duldum viðskiptaboðum og vöruinnsetningum.“ Skarphéðinn sagði að þau á RÚV hafi ekki lent í sambærilegum tilvikum og lýst er á BBC. „Það er að sjónvarpsfólk okkar sé staðið að eða sakað um meint plögg á eigin fatalínu en myndum líkast til meta það með tilliti til fyrrnefndra reglna um viðskiptaboð. Rétt eins og við gerum varðandi áberandi og óþarflega mikinn sýnileika vörumerkja á klæðnaði.“ Málið ekki komið til kasta Fjölmiðlanefndar Í svari við fyrirspurn til Fjölmiðlanefndar kemur fram að þar á bæ er ekki lagt efnislegt mat á ætluð dulin viðskiptaboð sem fram koma í almennum fyrirspurnum. „Leggja þarf mál fyrir Fjölmiðlanefnd á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni.“ Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.vísir/vilhelm Þá er vísað í reglur um viðskiptaboð eins og segir í lögum um fjölmiðla: „Viðskiptaboð skulu vera auðþekkjanleg sem slík og vera skýrt afmörkuð frá öðru efni með þeim hætti sem best hentar því formi miðlunar sem notað er hverju sinni. Sama gildir um fjarkaup. Dulin viðskiptaboð eru óheimil. Í hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.“ EM 2024 í Þýskalandi Fjölmiðlar Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
„Þetta er ekki vel séð og því hefur verið komið á framfæri,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hjörvar, sem rekur meðal annars þekktan podkastþátt sem sérhæfir sig í tali um fótbolta, eins og nafnið gefur til kynna – Dr. Football – er meðal sérfræðinga sem RÚV hefur kallað til vegna EM í fótbolta sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Yfirlýsing BBC vegna klæðaburðar Linikers Glöggur áhorfandi rak augu í það í vikunni að Hjörvar, eða Hjöbbi Ká eins og hann er jafnan kallaður, var mættur í jakka sem var kyrfilega merktur vörulínu sinni: Dr. Football. En þar fór Hjöbbi á kostum eins og jafnan en fáir eru eins fjölfróðir um fótbolta og einmitt hann. BBC hefur nýverið þurft að gefa út yfirlýsingu en það var eftir að Gary Lineker virtist hafa brotið reglur um dulin viðskiptaboð í EM setti þeirra Breta. Þar voru ítrekaðar reglur miðilsins um vöruinnsetningar og duldar auglýsingar. Skarphéðinn kankast á við stórleikarann Björn Hlyn í tilefni af Verbúðinni, lokasýningu.vísir/hulda margrét Skarphéðinn segir engar formlegar reglur til um þetta atriði hjá RÚV. „Aðrar en þær sem snúa að skýru banni við duldum viðskiptaboðum og vöruinnsetningum.“ Skarphéðinn sagði að þau á RÚV hafi ekki lent í sambærilegum tilvikum og lýst er á BBC. „Það er að sjónvarpsfólk okkar sé staðið að eða sakað um meint plögg á eigin fatalínu en myndum líkast til meta það með tilliti til fyrrnefndra reglna um viðskiptaboð. Rétt eins og við gerum varðandi áberandi og óþarflega mikinn sýnileika vörumerkja á klæðnaði.“ Málið ekki komið til kasta Fjölmiðlanefndar Í svari við fyrirspurn til Fjölmiðlanefndar kemur fram að þar á bæ er ekki lagt efnislegt mat á ætluð dulin viðskiptaboð sem fram koma í almennum fyrirspurnum. „Leggja þarf mál fyrir Fjölmiðlanefnd á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni.“ Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.vísir/vilhelm Þá er vísað í reglur um viðskiptaboð eins og segir í lögum um fjölmiðla: „Viðskiptaboð skulu vera auðþekkjanleg sem slík og vera skýrt afmörkuð frá öðru efni með þeim hætti sem best hentar því formi miðlunar sem notað er hverju sinni. Sama gildir um fjarkaup. Dulin viðskiptaboð eru óheimil. Í hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.“
EM 2024 í Þýskalandi Fjölmiðlar Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent