Orkustofnun segir mikilvægt að skoða fyrirkomulag við kaup Landsnets á orku
![Hanna Björg Konráðsdóttir, deildarstjóri Raforkueftirlits Orkustofnunar, segir að eftirlitið gegni víðtæku hlutverki í að fylgjast með starfsemi sérleyfisfyrirtækja, einkum með setningu tekjumarka og eftirliti með gjaldskrám þeirra. Það hafi gert athugasemdir við gjaldskrárbreytingar sem hafi orðið tilefni til endurskoðunar.](https://www.visir.is/i/2FFB6E3EDFDA7E1DA7E5B63A76E6A7396A868AA00E1B4988184005182DB708E5_713x0.jpg)
Deildarstjóri Raforkueftirlits Orkustofnunar segir mikilvægt að skoða fyrirkomulag á kaupum á flutningstöpum og leggja mat á hagkvæmni þeirra. Sérstaklega í ljósi þess að gagnsæi raforkuviðskipta hafi stóraukist á undanförnum mánuðum með tilkomu markaðstorga. Aukið aðgengi að markaðsupplýsingum sé tilefni þess að nú vinni Raforkueftirlitið að leiðbeiningum um innkaup flutningstapa.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/C3F1C083130A4C41C7F84418C2A050F80F801D8C67F2648370FC700C0D66F744_308x200.jpg)
RARIK tryggði raforku til mun lengri tíma en Landsnet til að draga úr áhættu
Aðstoðarforstjóri RARIK segir að dreifiveitan hafi í gegnum tíðina tryggt sér raforku vegna tapa í raforkukerfinu til mun lengri tíma en Landsnet til að draga úr áhættu í rekstri. Óeðlilegt sé að flutningsfyrirtækið geti fleytt á þriggja mánaða fresti breyttum orkukostnaði til viðskiptavina en RARIK sé á meðal þeirra. „Það vantar í regluverkið hvata fyrir flutningsfyrirtækið til að sýna fyrirhyggju í raforkukaupum. Fyrirtækið getur tekið áhættu við orkukaup en ber ekki kostnaðinn.“