RARIK tryggði raforku til mun lengri tíma en Landsnet til að draga úr áhættu

Aðstoðarforstjóri RARIK segir að dreifiveitan hafi í gegnum tíðina tryggt sér raforku vegna tapa í raforkukerfinu til mun lengri tíma en Landsnet til að draga úr áhættu í rekstri. Óeðlilegt sé að flutningsfyrirtækið geti fleytt á þriggja mánaða fresti breyttum orkukostnaði til viðskiptavina en RARIK sé á meðal þeirra. „Það vantar í regluverkið hvata fyrir flutningsfyrirtækið til að sýna fyrirhyggju í raforkukaupum. Fyrirtækið getur tekið áhættu við orkukaup en ber ekki kostnaðinn.“