Neyddust til að farga tugum sendibíla og glæsijeppum Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2024 08:01 Einkum voru það sendibílar að tegundinni Proace sem lentu í pressunni. aðsend Rúmlega þrjátíu nýir Toyota-bílar; aðallega Proace sendibílar en einnig fáeinir af gerðinni Land Cruiser, hefur verið eða verður fargað. „Já, þetta eru 33 bílar. Þeim verður fargað og/eða byrjað er að farga þeim. Það er búið að farga um helmingi. Þá eru batteríin tekin úr þeim og þeir settir í pressu. Við sáum ekki fram á annað en að þetta væri það eina rétta. Þannig liggur í því,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Lentu í maurasýru Að sögn Páls er aðallega um að ræða Toyota Proace-sendiferðabíla en einnig eru það nokkrir jeppar af Land Cruiser-tegund sem lentu í pressunni. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta. En hvernig má þetta vera? „Bílarnir eru fluttir til landsins með sérstökum bílaflutningaskipum. Í þeim eru mörg þilför, fjögur eða sex og þangað er bílunum keyrt um borð og frá borði. Í þessari ferð var maurasýra sem lak niður á eitt af þilförunum. Það varð mengun af sýrunni sjálfri eða gufum sem frá henni og það smitaðist á 33 bíla til okkar,“ segir Páll. Þetta var í janúar á þessu ári en þetta uppgötvaðist svo þannig að þeir hjá Toyota fóru að fá inn bíla sem reyndust óeðlilega mikið ryðgaðir. „Þarna hafði eitthvað gerst og við eftirgrennslan kom í ljós að sýran hafði lekið þarna niður. Og bílarnir þar með ekki samkvæmt okkar gæðastöðlum,“ segir Páll. Gæðastálið öðlast framhaldslíf Þá var farið í að kalla bílana inn aftur og hefur það verk gengið vel. „Við fengum til baka 16 bíla og erum í þeim fasa að skipta þeim út. Ekki alveg öllum, við erum að bíða eftir því að sambærilegir bílar komi til landsins.“ Auk Proace lentu nokkrir Land Cruiserar í pressunni en þá má telja á fingrum annarrar handar. Þessum bílum verður öllum, vegna ryðs af völdum maurasýru, fargað. „Við höfum tekið bílana til skoðunar og farið yfir þetta allt vandlega. Þeir verða allir teknir úr umferð og pressaðir, fargað.“ Spurður hvort þetta sé ekki tilfinnanlegt tjón segist Páll nú reikna með því að gæðastálið í bílunum muni öðlast framhaldslíf. „Það var ekkert annað í stöðunni. Þessir bílar eiga að endast í ár og áratugi. Svona getur gerst.“ Bílar Skipaflutningar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Já, þetta eru 33 bílar. Þeim verður fargað og/eða byrjað er að farga þeim. Það er búið að farga um helmingi. Þá eru batteríin tekin úr þeim og þeir settir í pressu. Við sáum ekki fram á annað en að þetta væri það eina rétta. Þannig liggur í því,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Lentu í maurasýru Að sögn Páls er aðallega um að ræða Toyota Proace-sendiferðabíla en einnig eru það nokkrir jeppar af Land Cruiser-tegund sem lentu í pressunni. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta. En hvernig má þetta vera? „Bílarnir eru fluttir til landsins með sérstökum bílaflutningaskipum. Í þeim eru mörg þilför, fjögur eða sex og þangað er bílunum keyrt um borð og frá borði. Í þessari ferð var maurasýra sem lak niður á eitt af þilförunum. Það varð mengun af sýrunni sjálfri eða gufum sem frá henni og það smitaðist á 33 bíla til okkar,“ segir Páll. Þetta var í janúar á þessu ári en þetta uppgötvaðist svo þannig að þeir hjá Toyota fóru að fá inn bíla sem reyndust óeðlilega mikið ryðgaðir. „Þarna hafði eitthvað gerst og við eftirgrennslan kom í ljós að sýran hafði lekið þarna niður. Og bílarnir þar með ekki samkvæmt okkar gæðastöðlum,“ segir Páll. Gæðastálið öðlast framhaldslíf Þá var farið í að kalla bílana inn aftur og hefur það verk gengið vel. „Við fengum til baka 16 bíla og erum í þeim fasa að skipta þeim út. Ekki alveg öllum, við erum að bíða eftir því að sambærilegir bílar komi til landsins.“ Auk Proace lentu nokkrir Land Cruiserar í pressunni en þá má telja á fingrum annarrar handar. Þessum bílum verður öllum, vegna ryðs af völdum maurasýru, fargað. „Við höfum tekið bílana til skoðunar og farið yfir þetta allt vandlega. Þeir verða allir teknir úr umferð og pressaðir, fargað.“ Spurður hvort þetta sé ekki tilfinnanlegt tjón segist Páll nú reikna með því að gæðastálið í bílunum muni öðlast framhaldslíf. „Það var ekkert annað í stöðunni. Þessir bílar eiga að endast í ár og áratugi. Svona getur gerst.“
Bílar Skipaflutningar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira