Fótbolti

Enska lands­liðið kann ekki að pressa

Siggeir Ævarsson skrifar
Declan Rice í leiknum gegn Danmörku
Declan Rice í leiknum gegn Danmörku AP Photo/Sergei Grits

Enska landsliðið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir frammistöðu sína á Evrópumótinu hingað til og þá ekki síst þjálfari liðsins, Gareth Southgate, en Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði Southgate vera „eins og hundrað ára gamall prófessor“.

Harry Kane, fyrirliði liðsins, viðurkenndi í viðtali eftir 1-1 jafnteflið gegn Danmörku að liðið kynni einfaldlega ekki að pressa, en liðið er þriðja slakasta liðið á mótinu þegar kemur að pressu.

„Við byrjum leikina vel en þegar andstæðingarnir falla neðar á völlinn erum við bara ekki vissir um hvernig við eigum að setja pressu á þá og hvert hver á að vera að hlaupa.“

Aðeins Albanía og Rúmenía standa sig verr en England í pressuSkjáskot SkySports

Þrátt fyrir allt ofangreint situr enska liðið á toppi C-riðils með fjögur stig. Liðið mætir Slóveníu á þriðjudaginn en Slóvenar hafa gert tvö jafntefli í sínum fyrstu tveimur leikjum og munu eflaust reyna að sækja til sigurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×