Ágúst Ingi Borgþórsson, forstöðumaður Rannís, ræðir um mikilvægi Evrópusamvinnu fyrir rannsóknir og þróun á Íslandi, en á síðustu 30 árum nema styrkir frá ESB til íslenskra rannsakenda um 80 milljörðum að núvirði.
Vilhjálmur Árnason, Bergþór Ólason og Þórunn Sveinbjarnardóttir skiptast á skoðunum um þingveturinn, stefnur og strauma í stjórnmálum.
Halla Signý Kristjánsdóttir alþ.m. og Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins skiptast á skoðunum um áhrif frestunar lagareldisfrumvarpsins sem ekki komst í gegn á þinginu.
Hægt er að hlusta á þáttinn á Bylgjunni eða í spilaranum hér að neðan.