Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2024 11:28 Þessi mynd var tekin á vettvangi í gær. Aðsend Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. Helga Björk Heiðdal, umráðamaður kattarins, hefur einnig tilkynnt málið til Matvælastofnunar. Hún segir óskiljanlegt að hundar sem hafi drepið kött og áreitt börn í hverfinu fái að ganga lausir. „Kötturinn minn fór út seinnipart fimmtudags. Hann er alltaf mjög stutt úti og þegar ég sé að hann kemur ekki heim um kvöldið er mig farið að gruna að hann sé týndur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu en kötturinn hennar hét Litli. Sama dag auglýsir hún eftir honum á hverfissíðunni og fær símtal nokkrum mínútum seinna frá konu sem segir henni að hún hafi séð þrjá lausa veiðihunda og einn hafi verið með dauðan kött í kjaftinum. Konan var nokkuð viss um að það hefði verið Litli. „Fólk sem átti leið hjá og bjó þarna var að reyna að stoppa þá og fæla þá í burtu. Kona sem var á bíl reyndi að stoppa þá með því að flauta en þorði ekki út því þeir voru í svo miklum ham. Síðan er hringt á lögregluna sem kemur og fjarlægir köttinn og segist ætla að hafa uppi á eigandanum,“ segir Helga. Fann köttinn í ruslatunnu á lögreglustöðinni Hún hafi þó ekkert símtal fengið frá lögreglunni og ákvað því að hringja þangað sjálf. Henni var sagt að koma niður á stöð og hafði þá uppi á Litla í ruslatunnu í portinu hjá Lögreglustöðinni í Reykjavík með aðstoð lögregluþjóns. „Þegar ég kem heim þá ákveð ég að auglýsa eftir vitnum á Facebook síðu Laugarneshverfis,“ segir Helga. Hún hafi í kjölfarið fengið ótal símtöl, skilaboð og viðbrögð frá fólki sem segir henni að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hundarnir hafi valdið slíkum usla. Þeir hafi áður drepið kött, ráðist á aðra hunda og eigendur þeirra. Þá hafi einhverjir séð eigendur þeirra lemja þá og séð hundana stökkva yfir girðinguna sem hafi þó verið komið upp eftir ábendingar frá Matvælastofnun, MAST. „Þá á áttaði ég mig þá á að það var eitthvað ekki í lagi þarna.“ Helga segir afar sárt að vita til þess að dýraeigendur þurfi að gjalda fyrir vanrækslu annarra dýraeigenda með því að missa dýr sín.Aðsend Helga segir að hún hafi ætlað að láta kryfja köttinn því lögreglan hafi haldið því fram að mögulega hafi verið ekið á köttinn og hann verið dauður áður en hundarnir náðu honum. „Fólk sem hefur hringt í mig sem var þarna vill halda því fram að hundurinn eða hundarnir hafi drepið hann. En eftir að hafa haft samband við dýralækni kom í ljós að það var oft seint að láta kryfja hann. Við fengum hann oft seint í hendurnar hvað það varðar,“ segir Helga. Vita ekki hvað nákvæmlega gerðist Það sé í raun ekkert vitni sem geti með vissu staðfest að hundarnir hafi drepið köttinn eða hvað gerðist nákvæmlega áður en einn þeirra er með hann í kjaftinum. „Ég talaði við konu í síma. Dóttir hennar hafði orðið vitni og sagt að þessir hundarnir hafi verið í einhvers konar veiðiham. Þeir hafi hlupuð svo hratt að kettinum að það gæti bara ekki verið að kötturinn hafi verið dauður. En í raun er það kannski orðið að ákveðnu aukaatriði í þessu máli eftir allt sem þessir hundar hafa gert öðrum.“ Kötturinn Litili um jólin.Aðsend Helga segist hafa strax tilkynnt málið til MAST en viti ekki hvort stofnunin hafi brugðist við. Í umræðum á hverfissíðu Laugarneshverfis á Facebook má sjá að íbúar hverfisins hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Sumir banna börnunum að ganga þarna fram hjá og aðrir eru hneykslaðir á því að eigendur fái að hafa þá áfram eftir áralanga vanrækslu. Þá er einnig í umræðum vísað í eldri frétt um málið á vef DV þar sem fjallað var um að hundarnir hefði drepið tvo ketti áður og verið til mikils ama í hverfinu. „Ég veit ekki hvar þessir hundar eru niður komnir. Hvort þeir hafi verið fjarlægðir eða hvort þeir eru enn þá í höndum eigenda sinna. Það sem er ljótast í þessu máli er hversu miklum usla og viðbjóði þessir hundar eru búnir að valda og það er ekkert búið að gera áður. Ég veit til þess að eigandinn hefur fengið áminningu frá MAST, en hversu margar þurfa þær að vera til þess að þessir hundar verði fjarlægðir?“ spyr Helga og segir afar sárt að aðrir dýraeigendur þurfi að gjalda fyrir vanrækslu annarra. „Það er ekki hægt að áfellast þessi aumingja dýr þar sem hegðun þeirra er einungis afleiðing vanrækslu eigenda sinna.“ Hættulegir hundar á ábyrgð sveitarfélags Samkvæmt samþykkt um hundahald í Reykjavík eru hættulegir hundar á ábyrgð sveitarfélagsins. Um það er fjallað í samþykktinni og að það sé á ábyrgð Dýraþjónustu Reykjavíkur að bregðast við. Dýraþjónustan getur þannig gert kröfu um, ef grunur er á að hundur sé hættulegur vegna til dæmis bits, að umráðamaður láti hundinn gangast undir skapgerðarmat sem framkvæmt á að vera af sérfróðum aðila eins og dýralækni. Litli á góðri stundu.Aðsend Ef skapgerðarmat leiðir í ljós að hundurinn telst hættulegur getur Dýraþjónustan gert kröfu um að hundurinn verði aflífaður. Verðir umráðamaður ekki við því getur heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ákveðið að hundur undirgangist skapgerðamat og/eða verði aflífaður. Samkvæmt upplýsingum frá Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, samskiptastjóra Reykjavíkur, er Dýraþjónusta Reykjavíkur meðvituðu um málið og er með það til skoðunar. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Kettir Reykjavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Helga Björk Heiðdal, umráðamaður kattarins, hefur einnig tilkynnt málið til Matvælastofnunar. Hún segir óskiljanlegt að hundar sem hafi drepið kött og áreitt börn í hverfinu fái að ganga lausir. „Kötturinn minn fór út seinnipart fimmtudags. Hann er alltaf mjög stutt úti og þegar ég sé að hann kemur ekki heim um kvöldið er mig farið að gruna að hann sé týndur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu en kötturinn hennar hét Litli. Sama dag auglýsir hún eftir honum á hverfissíðunni og fær símtal nokkrum mínútum seinna frá konu sem segir henni að hún hafi séð þrjá lausa veiðihunda og einn hafi verið með dauðan kött í kjaftinum. Konan var nokkuð viss um að það hefði verið Litli. „Fólk sem átti leið hjá og bjó þarna var að reyna að stoppa þá og fæla þá í burtu. Kona sem var á bíl reyndi að stoppa þá með því að flauta en þorði ekki út því þeir voru í svo miklum ham. Síðan er hringt á lögregluna sem kemur og fjarlægir köttinn og segist ætla að hafa uppi á eigandanum,“ segir Helga. Fann köttinn í ruslatunnu á lögreglustöðinni Hún hafi þó ekkert símtal fengið frá lögreglunni og ákvað því að hringja þangað sjálf. Henni var sagt að koma niður á stöð og hafði þá uppi á Litla í ruslatunnu í portinu hjá Lögreglustöðinni í Reykjavík með aðstoð lögregluþjóns. „Þegar ég kem heim þá ákveð ég að auglýsa eftir vitnum á Facebook síðu Laugarneshverfis,“ segir Helga. Hún hafi í kjölfarið fengið ótal símtöl, skilaboð og viðbrögð frá fólki sem segir henni að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hundarnir hafi valdið slíkum usla. Þeir hafi áður drepið kött, ráðist á aðra hunda og eigendur þeirra. Þá hafi einhverjir séð eigendur þeirra lemja þá og séð hundana stökkva yfir girðinguna sem hafi þó verið komið upp eftir ábendingar frá Matvælastofnun, MAST. „Þá á áttaði ég mig þá á að það var eitthvað ekki í lagi þarna.“ Helga segir afar sárt að vita til þess að dýraeigendur þurfi að gjalda fyrir vanrækslu annarra dýraeigenda með því að missa dýr sín.Aðsend Helga segir að hún hafi ætlað að láta kryfja köttinn því lögreglan hafi haldið því fram að mögulega hafi verið ekið á köttinn og hann verið dauður áður en hundarnir náðu honum. „Fólk sem hefur hringt í mig sem var þarna vill halda því fram að hundurinn eða hundarnir hafi drepið hann. En eftir að hafa haft samband við dýralækni kom í ljós að það var oft seint að láta kryfja hann. Við fengum hann oft seint í hendurnar hvað það varðar,“ segir Helga. Vita ekki hvað nákvæmlega gerðist Það sé í raun ekkert vitni sem geti með vissu staðfest að hundarnir hafi drepið köttinn eða hvað gerðist nákvæmlega áður en einn þeirra er með hann í kjaftinum. „Ég talaði við konu í síma. Dóttir hennar hafði orðið vitni og sagt að þessir hundarnir hafi verið í einhvers konar veiðiham. Þeir hafi hlupuð svo hratt að kettinum að það gæti bara ekki verið að kötturinn hafi verið dauður. En í raun er það kannski orðið að ákveðnu aukaatriði í þessu máli eftir allt sem þessir hundar hafa gert öðrum.“ Kötturinn Litili um jólin.Aðsend Helga segist hafa strax tilkynnt málið til MAST en viti ekki hvort stofnunin hafi brugðist við. Í umræðum á hverfissíðu Laugarneshverfis á Facebook má sjá að íbúar hverfisins hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Sumir banna börnunum að ganga þarna fram hjá og aðrir eru hneykslaðir á því að eigendur fái að hafa þá áfram eftir áralanga vanrækslu. Þá er einnig í umræðum vísað í eldri frétt um málið á vef DV þar sem fjallað var um að hundarnir hefði drepið tvo ketti áður og verið til mikils ama í hverfinu. „Ég veit ekki hvar þessir hundar eru niður komnir. Hvort þeir hafi verið fjarlægðir eða hvort þeir eru enn þá í höndum eigenda sinna. Það sem er ljótast í þessu máli er hversu miklum usla og viðbjóði þessir hundar eru búnir að valda og það er ekkert búið að gera áður. Ég veit til þess að eigandinn hefur fengið áminningu frá MAST, en hversu margar þurfa þær að vera til þess að þessir hundar verði fjarlægðir?“ spyr Helga og segir afar sárt að aðrir dýraeigendur þurfi að gjalda fyrir vanrækslu annarra. „Það er ekki hægt að áfellast þessi aumingja dýr þar sem hegðun þeirra er einungis afleiðing vanrækslu eigenda sinna.“ Hættulegir hundar á ábyrgð sveitarfélags Samkvæmt samþykkt um hundahald í Reykjavík eru hættulegir hundar á ábyrgð sveitarfélagsins. Um það er fjallað í samþykktinni og að það sé á ábyrgð Dýraþjónustu Reykjavíkur að bregðast við. Dýraþjónustan getur þannig gert kröfu um, ef grunur er á að hundur sé hættulegur vegna til dæmis bits, að umráðamaður láti hundinn gangast undir skapgerðarmat sem framkvæmt á að vera af sérfróðum aðila eins og dýralækni. Litli á góðri stundu.Aðsend Ef skapgerðarmat leiðir í ljós að hundurinn telst hættulegur getur Dýraþjónustan gert kröfu um að hundurinn verði aflífaður. Verðir umráðamaður ekki við því getur heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ákveðið að hundur undirgangist skapgerðamat og/eða verði aflífaður. Samkvæmt upplýsingum frá Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, samskiptastjóra Reykjavíkur, er Dýraþjónusta Reykjavíkur meðvituðu um málið og er með það til skoðunar.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Kettir Reykjavík Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent