Hafa þróað kerfi til að auka á gagnsæi viðskipta með kolefniseiningar Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. júní 2024 07:00 Fv.: Guðmundur Sigbergsson og Ólafur Torfason, eigendur sprotafyrirtækisins International Carbon Registry (ICR) segja marga bíða eftir því að kröfur um kolefnisjöfnun og viðskipti með kolefniseiningar verði skýrari, en félagið hefur þróað vottunarkerfi, kröfusett og kolefnisskrá fyrir vottaðar kolefniseiningar. Vísir/Ívar Fannar Arnarsson „Lögin eru mjög óljós hvað varðar kröfur um kolefnishlutleysi og hafa verið lengi. Fyrirtæki ráðast í aðgerðir til að kolefnisjafna, til dæmis með því að hafa samband við aðila sem eru ekki með vottun sem uppfyllir gæðakröfur, kaupa sér kolefniseiningar og fá upplýsingar um að þar með sé kolefnishlutleysi náð,“ segir Guðmundur Sigbergsson, einn eigenda International Carbon Registry (ICR). Fyrir vikið, sé oft erfitt fyrir fyrirtæki að sýna og sanna að kolefniseiningar séu í raun að skila tilætluðum árangri. ICR er sprotafyrirtæki sem hefur þróað vottunarkerfi, kröfusett og kolefnisskrá fyrir vottaðar kolefniseiningar. Kerfið byggir á alþjóðlegum kröfum og eru verkefni og kolefniseiningar skráðar í miðlæg skrá sem bæði framleiðendur og seljendur vottaðra kolefniseininga geta notað. „Við erum samt ekki vottunaaðilar sjálfir, en með því að nota kerfið okkar, geta verkefni sýnt og sannað hvað þau eru að gera til að draga úr sinni losun eða binda kolefni með framleiðslu kolefniseininga og þannig er kerfi ICR að auka traust og gagnsæi kolefniseininga, rekjanleika í skráningum og veita almenningi og öðrum hagsmunaaðilum yfirsýn yfir viðskipti með kolefniseiningar,“ segir Ólafur Torfason, einn eigenda í ICR. Alþjóðlegt umhverfi frá fyrsta degi ICR var stofnað árið 2020, en hóf starfsemi sína fyrir alvöru árið 2021. „Hugmyndin kom þannig til að ég var með fyrirtæki sem starfaði í vottunargeiranum, meðal annars í kjölfar þess að Jafnlaunavottunin varð að veruleika,“ segir Guðmundur um aðdraganda ICR. „Snemma varð ég hins vegar var við að fyrirtæki voru að leita fyrir sér með vottun á aðgerðum sínum til samdráttar í losun og kolefnisjöfnun og verkefnum sem voru nýtt til kolefnisjöfnunar og kolefniseiningum sem verið var að versla með. Vandinn var hins vegar sá að það voru ekki til staðar samræmdar kröfur og enginn aðili til staðar til vottunar og þar af leiðandi áttu fyrirtæki oft erfitt með að staðfesta gildi kolefnisjöfnunar sinnar og verkefni kolefniseininga sinna eða verkefna.“ Ólafur segir þessa stöðu uppi víðar en á Íslandi. „Það sem gerir umhverfi kolefnisviðskipta svo sérstakt, er að allir sprotar í þessum geira hafa starfað á alþjóðlegum vettvangi frá fyrsta degi. Enda snúast loftlagsmálin um verkefni sem allur heimurinn stendur frammi fyrir og það er einfaldlega staðreynd. Það er því enginn sproti að vinna í lausnum í umhverfismálum, sem leysa bara kolefnisvandann í sínu landi, þar af leiðandi vinna starfa allir alþjóðlegum vettvangi.“ Vandinn sé hins vegar sá að þróunin í heiminum, hefur ekki verið í samræmi við áætlanir eða markmið. Sem dæmi nefna félagarnir að frá því að Kyota bókunin var gerð árið 1997, hefur losunin aukist um 30% á Íslandi, í stað þess að dragast saman um 20% eins og væntingar stóðu um. „Það er því ljóst að það er eitthvað sem við erum að gera sem er ekki að virka sem skyldi,“ segir Guðmundur. Að mati félagana sé eitt þeirra lykilatriða til að ná betri árangri, að viðskipti með kolefniseiningar verði gagnsærri, mælikvarðar samræmdir og einingar vottaðar. Einnig séu þær til þess fallnar að ná skjótari árangri í heildar samdrætti í losun og bindingu með sem hagkvæmasta máta og stuðla að sjálfbærri þróun. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér nýverið segir: „Mikill vöxtur hefur verið hjá ICR á síðustu 12 mánuðum, en verkefnum í skráningu fjölgaði úr 23 í 150 árið 2023 í um 30 löndum sem áætlað er að, yfir líftíma þeirra, geta gefið út um 700 milljón kolefniseiningar. Fyrirtækið er með samninga við 17 faggiltar vottunarstofur víðsvegar um heim, sem taka út verkefni og meta árangur á grundvelli krafna sem byggja á ISO kröfum.“ Guðmundur segir starfsemina þó fela meira í sér en aðeins að skrá og halda utan um vottaðar kolefniseiningar. Við leggjum áherslu á að skýra út verkefnin með því að segja sögu þeirra. Sem er mikilvægt því í þessari umræðu er því oft fleygt fram að fyrirtæki séu í raun bara að kaupa sér syndaaflausn með því að kaupa sér kolefniseiningar. Þetta er oft óréttlát umræða því á bakvið vottuð kolefnisviðskipti getur verið heilmikil saga. Til dæmis það að á bakvið eitt verkefni geta verið fjöldi fólks í starfi við að planta trjám. Líka er ferlið langt og strangt, sem dæmi er verkefni á Ítalíu núna að klára vottun sem við byrjuðum að vinna með fyrir tveimur og hálfu ári.“ „Það er þessi nálgun okkar, hvernig við skýrum út verkefnin og segjum sögu þeirra, sem endurspeglar vel sérstöðuna okkar á heimsvísu,“ segir Ólafur. Hjá ICR starfa nú þegar sjö manns en fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 2021. Fv.: Guðmundur Sigbergssonm Ólafur P. Torfason, Rannveig A. Guicharnaud, Alondra Silva Munoz, Róbert Huldarson og Björn H. Helgason. Á myndina vantar Þórð ÁgústssonVísir/Ívar Fannar Arnarsson Vilja verða leiðandi Í dag starfa sjö manns hjá ICR og segjast félagarnir sjá fyrir sér að innan fimm til tíu ára, verði fyrirtækið leiðandi á sínu sviði á heimsvísu. „Það eru allir að bíða eftir að línur skýrist, en flestir eru sammála um þörfina á fleiri lausnum þannig að það er mikil fjárfesting í þessum geira.,“ segir Ólafur og vísar þar til þess að þótt eðlilegt sé að aðilar um heiminn muni nýta mismunandi kerfi eða nálgast kolefnisviðskipti á mismunandi hátt, þurfi þó að vera einhvers konar regluverk sem er eins og regnhlífin fyrir viðskiptin í heild sinni. Númer eitt, tvö og þrjú sé hins vegar að ná utan um þau verkefni og þær kolefniseiningar sem virkilega eru að skila árangri og/eða þeim leiðum sem eru líklegastar til að ná árangri. „Og í þeim efnum tel ég einkaframtakið best til þess fallið að ná þeim árangri,“ segir Guðmundur. Félagarnir segja fyrirtækið alls ekki það eina á sínu sviði í heiminum. „Það eru aðrir aðilar mun stærri en við. Til dæmis með tvö þúsund verkefni skráð í sína grunna á meðan við erum með um 150 verkefni skráð. Okkar nálgun er hins vegar önnur því í skráningargrunninum okkar leggjum við áherslu á að gera sögunni vel skil, hvetja til nýsköpunar og styðjumst við alþjóðlega staðla“ segir Guðmundur og bætir við: „Með því að segja sögu verkefnanna sem eru í kerfinu okkar, þurfa fyrirtæki ekki aðeins að stóla á viðamiklar eða þurrar skýrslur til að sanna hvað þau eru að gera. Heldur sést það með einföldum hætti í skráningarkerfinu okkar, sem samhliða staðfestir að kolefniseiningarnar eru vottaðar.“ Verkefni sem þegar eru skráð í skráningargrunn ICR eru af ýmsum toga, bæði innlend og erlend. Þá eru skráð verkefni fyrir bæði kaupendur og seljendur vottaðra kolefniseininga. Fyrirtækið er nú þegar farið að skila tekjum, en enn er nokkuð í land með að kröfurnar um það hvernig haga eigi hlutunum séu skýrar og samræmdar. Við finnum samt fyrir því að ICR er komið á kortið, því við okkur eru að hafa samband erlendir aðilar sem hafa áhuga á okkar nálgun,“ segir Ólafur og bætir við: „Verkefnin okkar eru alls staðar að úr heiminum. Samt höfum við fyrst og fremst aflað verkefna með word of mouth aðferðinni, þar sem orðsporið er að skila fleiri verkefnum og viðskiptum til okkar.“ En hvernig kom það til að þið tveir fóruð saman í þennan rekstur? „Við vorum með börn á sama leikskóla,“ svarar Ólafur og brosir. Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00 Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01 Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Fyrir vikið, sé oft erfitt fyrir fyrirtæki að sýna og sanna að kolefniseiningar séu í raun að skila tilætluðum árangri. ICR er sprotafyrirtæki sem hefur þróað vottunarkerfi, kröfusett og kolefnisskrá fyrir vottaðar kolefniseiningar. Kerfið byggir á alþjóðlegum kröfum og eru verkefni og kolefniseiningar skráðar í miðlæg skrá sem bæði framleiðendur og seljendur vottaðra kolefniseininga geta notað. „Við erum samt ekki vottunaaðilar sjálfir, en með því að nota kerfið okkar, geta verkefni sýnt og sannað hvað þau eru að gera til að draga úr sinni losun eða binda kolefni með framleiðslu kolefniseininga og þannig er kerfi ICR að auka traust og gagnsæi kolefniseininga, rekjanleika í skráningum og veita almenningi og öðrum hagsmunaaðilum yfirsýn yfir viðskipti með kolefniseiningar,“ segir Ólafur Torfason, einn eigenda í ICR. Alþjóðlegt umhverfi frá fyrsta degi ICR var stofnað árið 2020, en hóf starfsemi sína fyrir alvöru árið 2021. „Hugmyndin kom þannig til að ég var með fyrirtæki sem starfaði í vottunargeiranum, meðal annars í kjölfar þess að Jafnlaunavottunin varð að veruleika,“ segir Guðmundur um aðdraganda ICR. „Snemma varð ég hins vegar var við að fyrirtæki voru að leita fyrir sér með vottun á aðgerðum sínum til samdráttar í losun og kolefnisjöfnun og verkefnum sem voru nýtt til kolefnisjöfnunar og kolefniseiningum sem verið var að versla með. Vandinn var hins vegar sá að það voru ekki til staðar samræmdar kröfur og enginn aðili til staðar til vottunar og þar af leiðandi áttu fyrirtæki oft erfitt með að staðfesta gildi kolefnisjöfnunar sinnar og verkefni kolefniseininga sinna eða verkefna.“ Ólafur segir þessa stöðu uppi víðar en á Íslandi. „Það sem gerir umhverfi kolefnisviðskipta svo sérstakt, er að allir sprotar í þessum geira hafa starfað á alþjóðlegum vettvangi frá fyrsta degi. Enda snúast loftlagsmálin um verkefni sem allur heimurinn stendur frammi fyrir og það er einfaldlega staðreynd. Það er því enginn sproti að vinna í lausnum í umhverfismálum, sem leysa bara kolefnisvandann í sínu landi, þar af leiðandi vinna starfa allir alþjóðlegum vettvangi.“ Vandinn sé hins vegar sá að þróunin í heiminum, hefur ekki verið í samræmi við áætlanir eða markmið. Sem dæmi nefna félagarnir að frá því að Kyota bókunin var gerð árið 1997, hefur losunin aukist um 30% á Íslandi, í stað þess að dragast saman um 20% eins og væntingar stóðu um. „Það er því ljóst að það er eitthvað sem við erum að gera sem er ekki að virka sem skyldi,“ segir Guðmundur. Að mati félagana sé eitt þeirra lykilatriða til að ná betri árangri, að viðskipti með kolefniseiningar verði gagnsærri, mælikvarðar samræmdir og einingar vottaðar. Einnig séu þær til þess fallnar að ná skjótari árangri í heildar samdrætti í losun og bindingu með sem hagkvæmasta máta og stuðla að sjálfbærri þróun. Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér nýverið segir: „Mikill vöxtur hefur verið hjá ICR á síðustu 12 mánuðum, en verkefnum í skráningu fjölgaði úr 23 í 150 árið 2023 í um 30 löndum sem áætlað er að, yfir líftíma þeirra, geta gefið út um 700 milljón kolefniseiningar. Fyrirtækið er með samninga við 17 faggiltar vottunarstofur víðsvegar um heim, sem taka út verkefni og meta árangur á grundvelli krafna sem byggja á ISO kröfum.“ Guðmundur segir starfsemina þó fela meira í sér en aðeins að skrá og halda utan um vottaðar kolefniseiningar. Við leggjum áherslu á að skýra út verkefnin með því að segja sögu þeirra. Sem er mikilvægt því í þessari umræðu er því oft fleygt fram að fyrirtæki séu í raun bara að kaupa sér syndaaflausn með því að kaupa sér kolefniseiningar. Þetta er oft óréttlát umræða því á bakvið vottuð kolefnisviðskipti getur verið heilmikil saga. Til dæmis það að á bakvið eitt verkefni geta verið fjöldi fólks í starfi við að planta trjám. Líka er ferlið langt og strangt, sem dæmi er verkefni á Ítalíu núna að klára vottun sem við byrjuðum að vinna með fyrir tveimur og hálfu ári.“ „Það er þessi nálgun okkar, hvernig við skýrum út verkefnin og segjum sögu þeirra, sem endurspeglar vel sérstöðuna okkar á heimsvísu,“ segir Ólafur. Hjá ICR starfa nú þegar sjö manns en fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 2021. Fv.: Guðmundur Sigbergssonm Ólafur P. Torfason, Rannveig A. Guicharnaud, Alondra Silva Munoz, Róbert Huldarson og Björn H. Helgason. Á myndina vantar Þórð ÁgústssonVísir/Ívar Fannar Arnarsson Vilja verða leiðandi Í dag starfa sjö manns hjá ICR og segjast félagarnir sjá fyrir sér að innan fimm til tíu ára, verði fyrirtækið leiðandi á sínu sviði á heimsvísu. „Það eru allir að bíða eftir að línur skýrist, en flestir eru sammála um þörfina á fleiri lausnum þannig að það er mikil fjárfesting í þessum geira.,“ segir Ólafur og vísar þar til þess að þótt eðlilegt sé að aðilar um heiminn muni nýta mismunandi kerfi eða nálgast kolefnisviðskipti á mismunandi hátt, þurfi þó að vera einhvers konar regluverk sem er eins og regnhlífin fyrir viðskiptin í heild sinni. Númer eitt, tvö og þrjú sé hins vegar að ná utan um þau verkefni og þær kolefniseiningar sem virkilega eru að skila árangri og/eða þeim leiðum sem eru líklegastar til að ná árangri. „Og í þeim efnum tel ég einkaframtakið best til þess fallið að ná þeim árangri,“ segir Guðmundur. Félagarnir segja fyrirtækið alls ekki það eina á sínu sviði í heiminum. „Það eru aðrir aðilar mun stærri en við. Til dæmis með tvö þúsund verkefni skráð í sína grunna á meðan við erum með um 150 verkefni skráð. Okkar nálgun er hins vegar önnur því í skráningargrunninum okkar leggjum við áherslu á að gera sögunni vel skil, hvetja til nýsköpunar og styðjumst við alþjóðlega staðla“ segir Guðmundur og bætir við: „Með því að segja sögu verkefnanna sem eru í kerfinu okkar, þurfa fyrirtæki ekki aðeins að stóla á viðamiklar eða þurrar skýrslur til að sanna hvað þau eru að gera. Heldur sést það með einföldum hætti í skráningarkerfinu okkar, sem samhliða staðfestir að kolefniseiningarnar eru vottaðar.“ Verkefni sem þegar eru skráð í skráningargrunn ICR eru af ýmsum toga, bæði innlend og erlend. Þá eru skráð verkefni fyrir bæði kaupendur og seljendur vottaðra kolefniseininga. Fyrirtækið er nú þegar farið að skila tekjum, en enn er nokkuð í land með að kröfurnar um það hvernig haga eigi hlutunum séu skýrar og samræmdar. Við finnum samt fyrir því að ICR er komið á kortið, því við okkur eru að hafa samband erlendir aðilar sem hafa áhuga á okkar nálgun,“ segir Ólafur og bætir við: „Verkefnin okkar eru alls staðar að úr heiminum. Samt höfum við fyrst og fremst aflað verkefna með word of mouth aðferðinni, þar sem orðsporið er að skila fleiri verkefnum og viðskiptum til okkar.“ En hvernig kom það til að þið tveir fóruð saman í þennan rekstur? „Við vorum með börn á sama leikskóla,“ svarar Ólafur og brosir.
Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00 Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01 Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00 Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01 Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. 25. janúar 2024 07:00
Jákvæð þróun: Hnattræn losun í hámarki „Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni. 24. janúar 2024 07:01
Ofneysla: „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom til Íslands“ „Ég vissi hvað var í tísku þegar að ég kom í heimsókn til Íslands. Ef það var einhver flík í tísku, þá voru allar konur í henni og svo framvegis,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og prófessor í Háskóla Íslands, en Vala eins og hún er kölluð, bjó erlendis í þrjátíu ár. 30. nóvember 2023 07:00
Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. 10. nóvember 2022 07:01
Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur „Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. 8. desember 2022 08:44