Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 18:13 Vísir/Hjalti Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fyrr í vikunni var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði vísað máli hans frá og neitað honum endanlega um vernd hér á landi. Vísir/Hjalti Yazan glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi, foreldrar hans, komu með Yazan til Íslands fyrir tæplega ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands þar í landi. Heilbrigðisstofnanir Palestínu hafa orðið að líða talsverðar skerðingar á þjónustu vegna stríðsástandsins. Yazan þarf á stöðugri læknisaðstoð að halda til að hann geti lifað bærilegu lífi. „Vanhæf ríkisstjórn, ómennsk ríkisstjórn“ er meðal þess sem heyra má fundargesti kyrja á Austurvelli. Vísir/Hjalti Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að Kærunefnd útlendingamála tæki mál hans aftur upp. Í samtali við fréttastofu í maí sagði hann að nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans hafi ekki verið lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“ segir meðal annars í fundarboði samtakanna No borders. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Tengdar fréttir Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði vísað máli hans frá og neitað honum endanlega um vernd hér á landi. Vísir/Hjalti Yazan glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi, foreldrar hans, komu með Yazan til Íslands fyrir tæplega ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands þar í landi. Heilbrigðisstofnanir Palestínu hafa orðið að líða talsverðar skerðingar á þjónustu vegna stríðsástandsins. Yazan þarf á stöðugri læknisaðstoð að halda til að hann geti lifað bærilegu lífi. „Vanhæf ríkisstjórn, ómennsk ríkisstjórn“ er meðal þess sem heyra má fundargesti kyrja á Austurvelli. Vísir/Hjalti Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að Kærunefnd útlendingamála tæki mál hans aftur upp. Í samtali við fréttastofu í maí sagði hann að nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans hafi ekki verið lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“ segir meðal annars í fundarboði samtakanna No borders.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Tengdar fréttir Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40
Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01
Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31