Árni Marinó bestur á meðan atvinnumaðurinn fyrir vestan skrapar botninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2024 12:00 Árni Marinó Einarsson hefur verið magnaður til þessa á leiktíðinni. Vísir/Anton Brink Hefðbundin deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta er nú hálfnuð. Línur eru farnar að skýrast, hinir ýmsu leikmenn farnir að gera sig gildandi og aðrir við það að vera stimplaðir sem vonbrigði ársins. Tölfræðiveitan WyScout heldur utan um Bestu deild karla og má finna ótrúlega tölfræðimola þar inni. Þar á meðal er tölfræði yfir hversu mörg mörk markverðir deildarinnar hafa komið í veg fyrir (e. prevented goals). Hvernig það er reiknað er spurning sem verður ekki svarað hér en um er ræða tölfræði sem tekur saman öll skot og reiknar út hversu mörg þeirra væru varin af „meðalmarkverði.“ Þannig geta markverðir deildarinnar verið í plús eða mínus, þeir sem eru í plús ættu því í raun að hafa fengið á sig fleiri mörk á meðan þeir sem eru í mínus ætti að hafa fengið á sig færri mörk. Hinn 22 ára gamli Árni Marinó Einarsson, markvörður Skagamanna, hefur verið magnaður á leiktíðinni. Hann svo gott sem tryggði ÍA stig gegn Breiðabliki í gær, sunnudag. Var það langt í frá fyrsta stigið sem hann tryggir Skagamönnum á leiktíðinni en gulir eru sem stendur í Evrópubaráttu. Klippa: Stúkan: Árni Marinó Einarsson Í skýrslu Vísis frá Kópavogsvelli segir um atvik leiksins: „Árni Marinó Einarsson, markmaður ÍA, bjargaði sínum mönnum fyrir horn þegar hann átti stórkostlega tvöfalda markvörslu. Fyrst varði hann frá Oliver Sigurjónssyni sem átti skot hægra megin í teignum en boltinn datt beint fyrir Benjamin Stokke sem átti bara eftir að renna boltanum í markið en Árni náði að verja með fætinum.“ Þá var hann ein af stjörnum leiksins. Bæði hjá Vísi og í Stúkunni. „... markmaður ÍA, var frábær í kvöld. Gestirnir gátu þakkað honum að Breiðablik komst ekki á blað í fyrri hálfleik þrátt fyrir sex skot á markið.“ Þegar 11 umferðir eru búnar er Árni Marinó búinn að koma í veg fyrir 7,41 mark. Hann hefur 15 sinnum þurft að sækja boltann í netið það sem af er leiktíð en í raun ætti Skagamaðurinn ungi að hafa gert það 22 sinnum. Er hann eini markvörður deildarinnar sem hefur komið í veg fyrir meira en fjögur mörk. Árni Marinó bjargaði stigi fyrir ÍA með frábærri markvörslu á síðustu sekúndu leiksins🧤 #bestadeildin #goalkeeper pic.twitter.com/08OOVShvro— Besta deildin (@bestadeildin) May 22, 2024 Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur komið í veg fyrir 3,48 mörk í aðeins níu leikjum. Það er tveimur leikjum minna en Árni Marinó hefur spilað og þremur minna en Frederik Schram, markvörður Vals hefur leikið. Schram hefur komið í veg fyrir 1,84 mörk og þá er Guy Smit, markvörður KR, óvænt aðeins einn fjögurra markvarða sem hefur komið í veg fyrir meira en eitt mark á leiktíðinni. Guy Smit var frábær í marki KR þegar liðið sótti Íslands- og bikarmeistara Víkings heim í 11. umferð.Visir/ Anton Brink Alls hafa 16 markverðir spilað í Bestu deild karla á leiktíðinni og tveir þeirra eru með yfir fimm mörk í mínus til þessa. Árni Snær Ólafsson hefur engan veginn náð að halda dampi frá því á síðustu leiktíð þegar hann var einn af betri markvörðum deildarinnar. Þó það sé erfitt að kenna Árna Snæ um fjórða mark HK í Kórnum þá lítur það aldrei vel út þegar markvörður fær á sig mark nánast frá miðju, hvað þá þegar um sigurmark undir lok leiks er að ræða. Atli Hrafn skoraði sigurmark HK rétt framan við miðju🤩 #bestadeildin pic.twitter.com/AgD7Wffumk— Besta deildin (@bestadeildin) June 24, 2024 Árni Snær er sem stendur 5,11 mörk í mínus og aðeins einn markvörður toppar það, á slæman hátt. Það er William Eskelinen, markvörður Vestra. Fyrir mót var búist við miklu af hinum 27 ára gamla Eskelinen sem hefur meðal annars spilað í efstu deild Danmerkur og Svíþjóðar: „... með AGF og sænsku úrvalsdeildinni með Sundsvall. Síðustu tvö tímabil hefur hann varið mark Örebro í sænsku 1. deildinni. Það er þó þekkt stærð að erlendir markverðir eiga oft erfitt uppdráttar til að byrja með enda vindáttin og blindandi sól ekki eitthvað sem menn alast upp við nema á Íslandi,“ sagði í grein á Vísi þegar farið var yfir markverði Bestu deildarinnar fyrir mót. Eskelinen er 5,29 mörk í mínus og fékk það óþvegið frá þjálfara sínum eftir 1-5 tap gegn Val á Ísafirði um liðna helgi. Hér að neðan má sjá tölfræði markvarða deildarinnar í heild sinni. Árni Marinó Einarsson [ÍA] - Komið í veg fyrir 7,41 mörk í 11 leikjum Ingvar Jónsson [Víkingur] - Komið í veg fyrir 3,48 mörk í 9 leikjum Frederik Schram [Valur] - Komið í veg fyrir 1,84 mörk 12 leikjum Guy Smit [KR] - Komið í veg fyrir 1,19 mark í 10 leikjum Arnar Freyr Ólafsson [HK] - Komið í veg fyrir 0,61 mark í 11 leikjum Mathias Rosenørn [Stjarnan] - 0,06 mörk í mínus í 1 leik Kristijan Jajalo [KA] - 0,46 mörk í mínus í 3 leikjum Sigurpáll Sören Ingólfsson [KR] - 0,57 mörk í mínus í 2 leikjum Steinþór Már Auðunsson [KA] - 1,31 mark í mínus í 8 leikjum Anton Ari Einarsson [Breiðablik] - 1,5 mark í mínus í 12 leikjum Pálmi Rafn Arinbjörnsson [Víkingur] - 2,3 mörk í mínus í 3 leikjum Ólafur Íshólm Ólafsson [Fram] - 2,62 mörk í mínus í 11 leikjum Sindri Kristinn Ólafsson [FH] - 3,33 mörk í mínus í 11 leikjum Ólafur Kristófer Helgason [Fylkir] - 3,99 mörk í mínus í 11 leikjum Árni Snær Ólafsson [Stjarnan] - 5,11 mörk í mínus í 11 leikjum William Eskelinen [Vestri] - 5,29 mörk í mínus í 11 leikum Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Tölfræðiveitan WyScout heldur utan um Bestu deild karla og má finna ótrúlega tölfræðimola þar inni. Þar á meðal er tölfræði yfir hversu mörg mörk markverðir deildarinnar hafa komið í veg fyrir (e. prevented goals). Hvernig það er reiknað er spurning sem verður ekki svarað hér en um er ræða tölfræði sem tekur saman öll skot og reiknar út hversu mörg þeirra væru varin af „meðalmarkverði.“ Þannig geta markverðir deildarinnar verið í plús eða mínus, þeir sem eru í plús ættu því í raun að hafa fengið á sig fleiri mörk á meðan þeir sem eru í mínus ætti að hafa fengið á sig færri mörk. Hinn 22 ára gamli Árni Marinó Einarsson, markvörður Skagamanna, hefur verið magnaður á leiktíðinni. Hann svo gott sem tryggði ÍA stig gegn Breiðabliki í gær, sunnudag. Var það langt í frá fyrsta stigið sem hann tryggir Skagamönnum á leiktíðinni en gulir eru sem stendur í Evrópubaráttu. Klippa: Stúkan: Árni Marinó Einarsson Í skýrslu Vísis frá Kópavogsvelli segir um atvik leiksins: „Árni Marinó Einarsson, markmaður ÍA, bjargaði sínum mönnum fyrir horn þegar hann átti stórkostlega tvöfalda markvörslu. Fyrst varði hann frá Oliver Sigurjónssyni sem átti skot hægra megin í teignum en boltinn datt beint fyrir Benjamin Stokke sem átti bara eftir að renna boltanum í markið en Árni náði að verja með fætinum.“ Þá var hann ein af stjörnum leiksins. Bæði hjá Vísi og í Stúkunni. „... markmaður ÍA, var frábær í kvöld. Gestirnir gátu þakkað honum að Breiðablik komst ekki á blað í fyrri hálfleik þrátt fyrir sex skot á markið.“ Þegar 11 umferðir eru búnar er Árni Marinó búinn að koma í veg fyrir 7,41 mark. Hann hefur 15 sinnum þurft að sækja boltann í netið það sem af er leiktíð en í raun ætti Skagamaðurinn ungi að hafa gert það 22 sinnum. Er hann eini markvörður deildarinnar sem hefur komið í veg fyrir meira en fjögur mörk. Árni Marinó bjargaði stigi fyrir ÍA með frábærri markvörslu á síðustu sekúndu leiksins🧤 #bestadeildin #goalkeeper pic.twitter.com/08OOVShvro— Besta deildin (@bestadeildin) May 22, 2024 Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur komið í veg fyrir 3,48 mörk í aðeins níu leikjum. Það er tveimur leikjum minna en Árni Marinó hefur spilað og þremur minna en Frederik Schram, markvörður Vals hefur leikið. Schram hefur komið í veg fyrir 1,84 mörk og þá er Guy Smit, markvörður KR, óvænt aðeins einn fjögurra markvarða sem hefur komið í veg fyrir meira en eitt mark á leiktíðinni. Guy Smit var frábær í marki KR þegar liðið sótti Íslands- og bikarmeistara Víkings heim í 11. umferð.Visir/ Anton Brink Alls hafa 16 markverðir spilað í Bestu deild karla á leiktíðinni og tveir þeirra eru með yfir fimm mörk í mínus til þessa. Árni Snær Ólafsson hefur engan veginn náð að halda dampi frá því á síðustu leiktíð þegar hann var einn af betri markvörðum deildarinnar. Þó það sé erfitt að kenna Árna Snæ um fjórða mark HK í Kórnum þá lítur það aldrei vel út þegar markvörður fær á sig mark nánast frá miðju, hvað þá þegar um sigurmark undir lok leiks er að ræða. Atli Hrafn skoraði sigurmark HK rétt framan við miðju🤩 #bestadeildin pic.twitter.com/AgD7Wffumk— Besta deildin (@bestadeildin) June 24, 2024 Árni Snær er sem stendur 5,11 mörk í mínus og aðeins einn markvörður toppar það, á slæman hátt. Það er William Eskelinen, markvörður Vestra. Fyrir mót var búist við miklu af hinum 27 ára gamla Eskelinen sem hefur meðal annars spilað í efstu deild Danmerkur og Svíþjóðar: „... með AGF og sænsku úrvalsdeildinni með Sundsvall. Síðustu tvö tímabil hefur hann varið mark Örebro í sænsku 1. deildinni. Það er þó þekkt stærð að erlendir markverðir eiga oft erfitt uppdráttar til að byrja með enda vindáttin og blindandi sól ekki eitthvað sem menn alast upp við nema á Íslandi,“ sagði í grein á Vísi þegar farið var yfir markverði Bestu deildarinnar fyrir mót. Eskelinen er 5,29 mörk í mínus og fékk það óþvegið frá þjálfara sínum eftir 1-5 tap gegn Val á Ísafirði um liðna helgi. Hér að neðan má sjá tölfræði markvarða deildarinnar í heild sinni. Árni Marinó Einarsson [ÍA] - Komið í veg fyrir 7,41 mörk í 11 leikjum Ingvar Jónsson [Víkingur] - Komið í veg fyrir 3,48 mörk í 9 leikjum Frederik Schram [Valur] - Komið í veg fyrir 1,84 mörk 12 leikjum Guy Smit [KR] - Komið í veg fyrir 1,19 mark í 10 leikjum Arnar Freyr Ólafsson [HK] - Komið í veg fyrir 0,61 mark í 11 leikjum Mathias Rosenørn [Stjarnan] - 0,06 mörk í mínus í 1 leik Kristijan Jajalo [KA] - 0,46 mörk í mínus í 3 leikjum Sigurpáll Sören Ingólfsson [KR] - 0,57 mörk í mínus í 2 leikjum Steinþór Már Auðunsson [KA] - 1,31 mark í mínus í 8 leikjum Anton Ari Einarsson [Breiðablik] - 1,5 mark í mínus í 12 leikjum Pálmi Rafn Arinbjörnsson [Víkingur] - 2,3 mörk í mínus í 3 leikjum Ólafur Íshólm Ólafsson [Fram] - 2,62 mörk í mínus í 11 leikjum Sindri Kristinn Ólafsson [FH] - 3,33 mörk í mínus í 11 leikjum Ólafur Kristófer Helgason [Fylkir] - 3,99 mörk í mínus í 11 leikjum Árni Snær Ólafsson [Stjarnan] - 5,11 mörk í mínus í 11 leikjum William Eskelinen [Vestri] - 5,29 mörk í mínus í 11 leikum
Árni Marinó Einarsson [ÍA] - Komið í veg fyrir 7,41 mörk í 11 leikjum Ingvar Jónsson [Víkingur] - Komið í veg fyrir 3,48 mörk í 9 leikjum Frederik Schram [Valur] - Komið í veg fyrir 1,84 mörk 12 leikjum Guy Smit [KR] - Komið í veg fyrir 1,19 mark í 10 leikjum Arnar Freyr Ólafsson [HK] - Komið í veg fyrir 0,61 mark í 11 leikjum Mathias Rosenørn [Stjarnan] - 0,06 mörk í mínus í 1 leik Kristijan Jajalo [KA] - 0,46 mörk í mínus í 3 leikjum Sigurpáll Sören Ingólfsson [KR] - 0,57 mörk í mínus í 2 leikjum Steinþór Már Auðunsson [KA] - 1,31 mark í mínus í 8 leikjum Anton Ari Einarsson [Breiðablik] - 1,5 mark í mínus í 12 leikjum Pálmi Rafn Arinbjörnsson [Víkingur] - 2,3 mörk í mínus í 3 leikjum Ólafur Íshólm Ólafsson [Fram] - 2,62 mörk í mínus í 11 leikjum Sindri Kristinn Ólafsson [FH] - 3,33 mörk í mínus í 11 leikjum Ólafur Kristófer Helgason [Fylkir] - 3,99 mörk í mínus í 11 leikjum Árni Snær Ólafsson [Stjarnan] - 5,11 mörk í mínus í 11 leikjum William Eskelinen [Vestri] - 5,29 mörk í mínus í 11 leikum
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira