Fimm marka veisla og Austur­ríki tryggði sér ó­vænt topp­sætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Austurríkismenn tryggðu sér sigur í D-riðli.
Austurríkismenn tryggðu sér sigur í D-riðli. Dan Mullan/Getty Images

Auturríki vann óvæntan 3-2 sigur er liðið mætti Hollandi í lokaumferð D-riðils á EM í fótbolta í dag. Með sigrinum rændu Austurríkismenn toppsæti riðilsins af Hollendingum og Frökkum.

Austurríska liðið tók forystuna strax á sjöttu mínútu leiksins þegar Donyell Malen varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Cody Gakpo jafnaði þó metin fyrir Hollenska liðið strax á annarri mínútu síðari hálfleiks en Romano Schmid kom Austurríki yfir á nýjan leik eftir rétt tæplega klukkutíma leik.

Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka jöfnuðu Hollendingar metin á ný. Þar var Memphis Depay á ferðinni eftir stoðsendingu frá Wout Weghorts, en aðeins fimm mínútum síðar kom Marcel Sabitzer Austurríkismönnum yfir í þriðja og síðasta sinn og tryggði Austurríska liðinu 3-2 sigur.

Sigurinn þýðir að Austurríki endar með sex stig í D-riðlinum, en Hollendingar enda með fjögur. Þar sem Frakkar gerðu óvænt 1-1 jafntefli gegn Pólverjum enda Austurríkismenn á toppi riðilsins, Frakkar í öðru sæti og Hollendingar því þriðja.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira