Fótbolti

Manchester United vill fá Ugarte frá PSG

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester United er á höttunum eftir miðjumanni.
Manchester United er á höttunum eftir miðjumanni. Megan Briggs/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur áhuga á því að fá úrúgvæska landsliðsmanninn Manuel Ugarte í sínar raðir frá Paris Saint-Germain.

Ugarte er einn af nokkrum leikmenn sem enska félagið er sagt vera að skoða, en United er einnig í viðræðum við Hollendinginn Joshua Zirkzee sem leikur með Bologna. Félagið hefur þó ekki lagt fram  formlegt boð í neinn leikmann.

Ugarte, sem um þessar mundir er staddur á Copa América með úrúgvæska landsliðinu, lék 34 leiki með PSG á síðasta tímabili.

Hann gekk í raðir frönsku meistaranna síðasta sumar fyrir rúmlega 51 milljón punda, en samningur hans við félagið gildir til ársins 2028.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×