LSK Kvinner hefur átt í miklum vandræðum á tímabilinu, aðallega utan vallar en nú einnig innan hans. Þær mættu AaFK Fortuna, sem situr í efsta sæti næst efstu deildar, og töpuðu 2-1. Ásdís Karen Halldórsdóttir var ekki með liðinu í dag.
Natasha Anasi og stöllur hennar í Brann eru í töluvert betri málum. Þær mættu næst neðsta liði úrvalsdeildarinnar, Åsane, og unnu 4-0 stórsigur.
Líkt og Rosenborg sem er ríkjandi bikarmeistari og sigursælasta lið keppninnar með 9 titla. LSK Kvinner kemur þar á eftir með 6 titla. Þær unnu síðast árið 2018 og 2019 en hafa ekki komist í úrslit síðan þær töpuðu gegn Vålerenga 2020.
Brann hefur tvívegis orðið bikarmeistari, síðast árið 2022.
Önnur úrslit úr 3. umferð bikarkeppninnar.
Molde - Rosenborg 0-4
Stabæk - Hønefoss 2-1
Røa - TIL 2020 2-1
Stabæk - Hønefoss BK 2-1
Arna-Bjørnar - Viking FK 2-4
Dregið verður í átta liða úrslit þegar þriðju umferðinni lýkur eftir leik Lyn og Bodø/Glimt.