Verðskrá Lufthansa hækkar vegna nýs umhverfisgjalds Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 16:59 Á næsta ári mun Lufthansa leggja sérstakt umhverfisgjald á alla selda flugmiða innan Evrópu. EPA/Armando babani Þýska flugsamsteypan Lufthansa, eitt stærsta flugfélag heims, hefur ákveðið að leggja sérstakt umhverfisgjald á selda flugmiða félagsins innan Evrópu. Þetta er gert til að mæta auknum kostnaði sem kemur til vegna umhverfismarkmiða Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í frétt þýska miðilsins Tagesschau. Þar segir að nýja umhverfisgjaldið verði lagt á öll flug frá og með 1. janúar 2025. Gjaldið verður lagt á öll flug á vegum Lufthansa-samsteypunnar sem fljúga frá öllum 27 löndum Evrópusambandsins, ásamt Bretlandi, Noregi og Sviss. Umhverfisgjaldið verður mishátt, eftir því hve langt flugið er. Kostnaður verður frá einni evru allt að sjötíu og tveimur evrum. Umhverfisgjaldið verður tilgreint sérstaklega í kostnaðarsundurliðun þegar verið er að bóka flugið, að undanskildum flugum frá Eurowings. Þar verður aðeins heildarverð flugmiðans til sýnis, eins og verið hefur. Eurowings er í eigu Lufthansa. Mæta kostnaði frá Evrópusambandinu Fram kemur að ætlunin með gjaldinu sé að mæta kostnaði sem kemur til meðal annars vegna reglugerða Evrópusambandsins sem lúta að umhverfismálum. Þar er um að ræða kröfur um að flugfélögin fari í auknum mæli að nota umhverfisvænna eldsneyti eins og kerosene. Fjárfestingar sem Lufthansa þurfi að ráðast í vegna þessa hljóði upp á marga millarja evra, og ekkert annað sé í stöðunni en að hækka verðin. Þá stendur einnig til að breyta viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir, en flugfélög hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun Evrópusambandsins er að fríum losunarheimildum til flugélaga fækki verulega á næstu árum. Í tilkynningu Lufthansa kemur fram að fram að þessu hafi félagið haft valmöguleika fyrir viðskiptavini að greiða aukagjald til kolefnisjöfnunar. Aðeins hafi um fjögur prósent viðskiptavinanna kosið að greiða það gjald, en það muni þó áfram standa til boða. Fréttir af flugi Evrópusambandið Skattar og tollar Þýskaland Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt þýska miðilsins Tagesschau. Þar segir að nýja umhverfisgjaldið verði lagt á öll flug frá og með 1. janúar 2025. Gjaldið verður lagt á öll flug á vegum Lufthansa-samsteypunnar sem fljúga frá öllum 27 löndum Evrópusambandsins, ásamt Bretlandi, Noregi og Sviss. Umhverfisgjaldið verður mishátt, eftir því hve langt flugið er. Kostnaður verður frá einni evru allt að sjötíu og tveimur evrum. Umhverfisgjaldið verður tilgreint sérstaklega í kostnaðarsundurliðun þegar verið er að bóka flugið, að undanskildum flugum frá Eurowings. Þar verður aðeins heildarverð flugmiðans til sýnis, eins og verið hefur. Eurowings er í eigu Lufthansa. Mæta kostnaði frá Evrópusambandinu Fram kemur að ætlunin með gjaldinu sé að mæta kostnaði sem kemur til meðal annars vegna reglugerða Evrópusambandsins sem lúta að umhverfismálum. Þar er um að ræða kröfur um að flugfélögin fari í auknum mæli að nota umhverfisvænna eldsneyti eins og kerosene. Fjárfestingar sem Lufthansa þurfi að ráðast í vegna þessa hljóði upp á marga millarja evra, og ekkert annað sé í stöðunni en að hækka verðin. Þá stendur einnig til að breyta viðskiptakerfi Evrópu með losunarheimildir, en flugfélög hafa fram að þessu fengið þær að mestu ókeypis. Ætlun Evrópusambandsins er að fríum losunarheimildum til flugélaga fækki verulega á næstu árum. Í tilkynningu Lufthansa kemur fram að fram að þessu hafi félagið haft valmöguleika fyrir viðskiptavini að greiða aukagjald til kolefnisjöfnunar. Aðeins hafi um fjögur prósent viðskiptavinanna kosið að greiða það gjald, en það muni þó áfram standa til boða.
Fréttir af flugi Evrópusambandið Skattar og tollar Þýskaland Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira