Herforingi handtekinn eftir valdaránstilraun Lovísa Arnardóttir skrifar 27. júní 2024 06:45 Herforinginn Juan Jose Zúñiga var handtekinn eftir misheppnaða valdaránstilraun. Vísir/EPA Lögreglan í Bólivíu handtók Juan José Zúñiga fyrrverandi yfirmann bólivíska hersins í gær eftir misheppnaða tilraun hans til valdaráns í landinu. Zúñiga var handtekinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hersveitir brutust inn í forsetahöllina og brynvörðum bílum var komið fyrir á Murillo torgi þar sem lykilstofnanir ríkisstjórnarinnar eru staðsettar. Í umfjöllun BBC um valdaránstilraunina segir að Zúñiga hafi sagst vilja endurskipuleggja lýðræðið. Hann bæri virðingu fyrir forseta landsins, Luis Arca, þá þyrfti að breyta til. Arca fordæmdi árásina og kallaði eftir stuðningi almennings í gær fyrir lýðræðið. „Við getum ekki enn og aftur leyft valdaránstilraunum að taka bólivísk líf,“ sagði Arca í sjónvarpávarpi til almennings. Fjöldi fólks virðist hafa tekið orð hans til sín því fjölmennt var úti á götum í kjölfarið. Fólk sem vildi sýna ríkisstjórninni stuðning. Arca tilkynnti um leið að hann myndi útnefna nýjan leiðtoga yfir hernum og að Zúñiga hefði verið leystur frá störfum eftir að hann gagnrýndi opinberlega fyrrverandi leiðtoga Bólivíu, Evo Morales. Morales fordæmdi einnig árásina og kallaði eftir því að Zúñiga og samstarfsmenn hans yrði dregnir fyrir dóm. Fram kemur í frétt BBC að saksóknari hafi hafið rannsókn á valdaránstilrauninni. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort að um einangrað atvik hafi verið að ræða eða hvort enn sé stuðningur fyrir slíkri tilraun. Í frétt BBC segir að eftir að hermenn Zúñiga réðust inni í forsetahöllina hafi hann lýst því yfir að þau myndu endurheimta landið. Elíta hefði yfirtekið völd og skemmdarvargar eyðilagt landið. Forsetinn Luis Arce og varaforsetinn David Choquehuanca veifuðu til stuðningsfólks.Vísir/EPA Arca var kjörinn forseti árið 2019 eftir tímabil óstöðugleika. Bandamenn hans í Venesúela og Kólumbíu fordæmdu valdaránstilraunina fljótlega eftir að hún hófst og kölluðu eftir því að lýðræðið yrði virt. Þá beindu Bandaríkin því einnig til þeirra að halda ró og sögðu í tilkynningu að þau væru að fylgjast vel með framvindu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að meiri spenna hafi verið í Bólivíu vegna kosninga á næsta ári. Fyrrverandi forseti landsins Evo Morales hafi lýst því yfir að hann ætli fram aftur. Morales stýrði landinu frá 2005 til 2019 þegar Arca tók við. Mögulegt framboð hans hefur myndað klofning innan sósíalistaflokksins sem er við völd. Zúñiga sagði nýlega að Morales ætti ekki að fá að bjóða fram og sagðist ætla að stöðva hann ef hann gerði það. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Fjölmargir mótmæltu valdaránstilraun hermannanna.Vísir/EPA Bólivía Tengdar fréttir Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira
Í umfjöllun BBC um valdaránstilraunina segir að Zúñiga hafi sagst vilja endurskipuleggja lýðræðið. Hann bæri virðingu fyrir forseta landsins, Luis Arca, þá þyrfti að breyta til. Arca fordæmdi árásina og kallaði eftir stuðningi almennings í gær fyrir lýðræðið. „Við getum ekki enn og aftur leyft valdaránstilraunum að taka bólivísk líf,“ sagði Arca í sjónvarpávarpi til almennings. Fjöldi fólks virðist hafa tekið orð hans til sín því fjölmennt var úti á götum í kjölfarið. Fólk sem vildi sýna ríkisstjórninni stuðning. Arca tilkynnti um leið að hann myndi útnefna nýjan leiðtoga yfir hernum og að Zúñiga hefði verið leystur frá störfum eftir að hann gagnrýndi opinberlega fyrrverandi leiðtoga Bólivíu, Evo Morales. Morales fordæmdi einnig árásina og kallaði eftir því að Zúñiga og samstarfsmenn hans yrði dregnir fyrir dóm. Fram kemur í frétt BBC að saksóknari hafi hafið rannsókn á valdaránstilrauninni. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort að um einangrað atvik hafi verið að ræða eða hvort enn sé stuðningur fyrir slíkri tilraun. Í frétt BBC segir að eftir að hermenn Zúñiga réðust inni í forsetahöllina hafi hann lýst því yfir að þau myndu endurheimta landið. Elíta hefði yfirtekið völd og skemmdarvargar eyðilagt landið. Forsetinn Luis Arce og varaforsetinn David Choquehuanca veifuðu til stuðningsfólks.Vísir/EPA Arca var kjörinn forseti árið 2019 eftir tímabil óstöðugleika. Bandamenn hans í Venesúela og Kólumbíu fordæmdu valdaránstilraunina fljótlega eftir að hún hófst og kölluðu eftir því að lýðræðið yrði virt. Þá beindu Bandaríkin því einnig til þeirra að halda ró og sögðu í tilkynningu að þau væru að fylgjast vel með framvindu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að meiri spenna hafi verið í Bólivíu vegna kosninga á næsta ári. Fyrrverandi forseti landsins Evo Morales hafi lýst því yfir að hann ætli fram aftur. Morales stýrði landinu frá 2005 til 2019 þegar Arca tók við. Mögulegt framboð hans hefur myndað klofning innan sósíalistaflokksins sem er við völd. Zúñiga sagði nýlega að Morales ætti ekki að fá að bjóða fram og sagðist ætla að stöðva hann ef hann gerði það. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Fjölmargir mótmæltu valdaránstilraun hermannanna.Vísir/EPA
Bólivía Tengdar fréttir Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira
Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13