Guðrún boðar lokuð búsetuúrræði strax í haust Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2024 10:25 Guðrún segir sjálfsagt að taka á móti útlendingum en ótælkt sé að það sé gert um hælisleitendakerfið. vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gefur ekki þumlung eftir í útlendingamálunum en hún boðaðar breytingar: Fingrafaraskannar á landamærum, lokuð búsetuúrræði og að umsóknum um hæli á Íslandi verði komið niður í tvö til þrjú hundruð. Guðrún var gestur í hlaðvarpinu Ein pæling nýverið, sem er í umsjá Þórarins Hjartarsonar, en þar boðar hún enn frekari breytingar á útlendingalögum og landamæragæslu. Hún segist ætla að leggja fram frumvarp um lokuð búsetuúrræði strax í haust, að fingrafaraskannar verði notaðir til auðkennis á landamærunum og að fjölda samþykktra umsókna verði komið niður fyrir 300 manns á ári. Vill koma samþykktum umsóknum niður í 200-300 Guðrún segir að mikið álag á útlendingastofnun valdi óskilvirkni í kerfinu þar sem sérfræðingar sem koma til landsins til að vinna í styttri tíma fái ekki umsókn sína afgreidda. Þetta sé þróun sem að sé að eiga sér stað í allri Evrópu. „Ég er bara í raunsæispólitík. Það sem við Íslendingar erum að gera í útlendingamálum, staðan hér er ekkert frábrugnari því sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það eru öll ríki í Evrópu að herða útlendingalöggjöf sína og ef að við erum ekki að fara að gera það þá munum við brjóta niður öll kerfi sem þú talar um.” Vísar hún þar til heilbrigðis, velferðar og efnahagskerfisins. Guðrún bætir svo við að fámenn þjóð eins og Ísland geti einfaldlega ekki verið með veikustu útlendingalögin í Evrópu. „Það fór nú í fréttir í vetur þegar Andrés Magnússon spurði mig um þetta og þar skaut ég bara út í loftið og nefndi 500. Ég held að það sé of mikið. Það er hins vegar erfitt að skjóta á þetta, en þetta eru kannski um 200-300. Já þetta eru um 200-300 ef að við ætlum að gera þetta vel,” segir Guðrún spurð um hversu mörgum Ísland geti tekið á móti. Kostnaðurinn og málaflokkurinn kominn í óefni Nýlega voru samþykkt lög á Alþingi um breytta málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Guðrún segir þetta mikilvægt skref og þessari vegferð sé hvergi nærri lokið. Hún segir að sem þingmaður úr Suðurkjördæmi þekki hún vel að málin séu komin í vondan farveg og grípa þurfi í taumana. Lyklaskipti í ríkisstjórninni. Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við af Jón Gunnarsson. Jón var umdeildur en ekki er víst að Guðrún verði þeim þægilegri sem vilja opin landamæri.vísir/vilhelm „Þetta hefur mjög mikil áhrif, þetta hefur áhrif suðurfrá á heilbrigðiskerfið, á húsnæðiskerfið, félagskerfiðkerfið, skólakerfið. Þar hefur verið mjög mikið ákall til okkar þingmanna, að við náum stjórn á þessum málaflokki.” Um hvað felist í því að ná tökum á kerfinu segir Guðrún: „Það þarf að endurskoða þetta kerfi, Evrópusambandið er að því. Nú hafa Schengen ríkin sammælst um það sem heitir hælispakki ESB, þar sem þau eru búin að átta sig á því að það þarf að þétta ytri landamærin, það þarf að tryggja hér meiri, betri og skilvirkari brottflutning þeirra sem að fá ekki að dvelja á Schengen svæðinu og að það fólk yfirgefi svæðið. Og það þarf að lækka kostnaðinn.” Auðkenni með fingraförum á landamærum Þórarinn segist þá hafa séð á landamærunum auðkenniskassa á Leifsstöð sem hann segist vita að séu til þess að greina fingraför. Guðrún telur auðsýnt að á Íslandi verði tekin upp fingrafaraskanni á landamærunum: „Já, það er til dæmis hluti af þessum hælisleitendapakka ESB, það er þessi fingrafaragrunnur EuroDac og Schengen ríkin munu öll vinna í sama grunninum. Þetta á að tryggja betur brottflutning þeirra sem eru búnir að fá synjun á Schengen svæðinu, og eiga að fara. Guðrún boðar frumvarp strax í haust þar sem kveðið verður á um lokuð búsetuúrræði, nokkuð sem hefur verið afar umdeilt, meðal annars í stjórnarsamstarfinu.vísir/vilhelm Alveg að sama leyti þá á núna að taka upp áritunarkerfi eins og ESTA kerfið í Bandaríkjunum, þannig að þeir sem koma utan Schengen svæðanna, þeir þurfa að sækja um áritun áður en að þeir koma og komast ekki inn á svæðið án þess. Og svo er líka verið að styrkja Frontex, sem hjálpar okkur mjög að flytja fólk út af svæðinu. Þannig það eru margvíslegar aðgerðir til þess að styrkja þetta, og það verður komið upp fingrafarakerfi.” Boðar frumvarp um lokuð búsetuúrræði í haust Guðrún vill ekki svara því hvort VG hafi komið í veg fyrir að gengið yrði lengra í þeim lögum sem samþykkt voru á Alþingi nýverið. Hún segir einfaldlega að ganga þurfi lengra. Þeir sem vilji halda í óbreytta stöðu þurfi að taka þá afstöðu vitandi það að sá peningur sem að fer í málaflokkinn sé einfaldlega ekki til. „Við erum að taka pening á láni, á vondum kjörum, fyrir fólk sem við vitum að muni fara héðan af landinu þegar það er búið að afgreiða umsókn þeirra.” Guðrún segir sjálfsagt að taka á móti útlendingum en að ótækt sé að gera það í gegnum hælisleitendakerfið: „Ef að þú ætlar að koma, þá getur þú ekki komið í gegnum verndarkerfið. Þá verður þú að koma í gegnum dvalarleyfiskerfið og þú verður að vera búinn að fá vinnu hér áður, og þú sérð fyrir þér, þú sérð um að finna þér húsnæði og þú brauðfæðir þig og þína fjölskyldu.” Guðrún er á því að til að þessi áform gangi eftir þurfi lokuð búsetuúrræði: „Já, og ég mun koma með frumvarp um það í haust.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Innflytjendamál Keflavíkurflugvöllur Samfélagsmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Guðrún var gestur í hlaðvarpinu Ein pæling nýverið, sem er í umsjá Þórarins Hjartarsonar, en þar boðar hún enn frekari breytingar á útlendingalögum og landamæragæslu. Hún segist ætla að leggja fram frumvarp um lokuð búsetuúrræði strax í haust, að fingrafaraskannar verði notaðir til auðkennis á landamærunum og að fjölda samþykktra umsókna verði komið niður fyrir 300 manns á ári. Vill koma samþykktum umsóknum niður í 200-300 Guðrún segir að mikið álag á útlendingastofnun valdi óskilvirkni í kerfinu þar sem sérfræðingar sem koma til landsins til að vinna í styttri tíma fái ekki umsókn sína afgreidda. Þetta sé þróun sem að sé að eiga sér stað í allri Evrópu. „Ég er bara í raunsæispólitík. Það sem við Íslendingar erum að gera í útlendingamálum, staðan hér er ekkert frábrugnari því sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það eru öll ríki í Evrópu að herða útlendingalöggjöf sína og ef að við erum ekki að fara að gera það þá munum við brjóta niður öll kerfi sem þú talar um.” Vísar hún þar til heilbrigðis, velferðar og efnahagskerfisins. Guðrún bætir svo við að fámenn þjóð eins og Ísland geti einfaldlega ekki verið með veikustu útlendingalögin í Evrópu. „Það fór nú í fréttir í vetur þegar Andrés Magnússon spurði mig um þetta og þar skaut ég bara út í loftið og nefndi 500. Ég held að það sé of mikið. Það er hins vegar erfitt að skjóta á þetta, en þetta eru kannski um 200-300. Já þetta eru um 200-300 ef að við ætlum að gera þetta vel,” segir Guðrún spurð um hversu mörgum Ísland geti tekið á móti. Kostnaðurinn og málaflokkurinn kominn í óefni Nýlega voru samþykkt lög á Alþingi um breytta málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd. Guðrún segir þetta mikilvægt skref og þessari vegferð sé hvergi nærri lokið. Hún segir að sem þingmaður úr Suðurkjördæmi þekki hún vel að málin séu komin í vondan farveg og grípa þurfi í taumana. Lyklaskipti í ríkisstjórninni. Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við af Jón Gunnarsson. Jón var umdeildur en ekki er víst að Guðrún verði þeim þægilegri sem vilja opin landamæri.vísir/vilhelm „Þetta hefur mjög mikil áhrif, þetta hefur áhrif suðurfrá á heilbrigðiskerfið, á húsnæðiskerfið, félagskerfiðkerfið, skólakerfið. Þar hefur verið mjög mikið ákall til okkar þingmanna, að við náum stjórn á þessum málaflokki.” Um hvað felist í því að ná tökum á kerfinu segir Guðrún: „Það þarf að endurskoða þetta kerfi, Evrópusambandið er að því. Nú hafa Schengen ríkin sammælst um það sem heitir hælispakki ESB, þar sem þau eru búin að átta sig á því að það þarf að þétta ytri landamærin, það þarf að tryggja hér meiri, betri og skilvirkari brottflutning þeirra sem að fá ekki að dvelja á Schengen svæðinu og að það fólk yfirgefi svæðið. Og það þarf að lækka kostnaðinn.” Auðkenni með fingraförum á landamærum Þórarinn segist þá hafa séð á landamærunum auðkenniskassa á Leifsstöð sem hann segist vita að séu til þess að greina fingraför. Guðrún telur auðsýnt að á Íslandi verði tekin upp fingrafaraskanni á landamærunum: „Já, það er til dæmis hluti af þessum hælisleitendapakka ESB, það er þessi fingrafaragrunnur EuroDac og Schengen ríkin munu öll vinna í sama grunninum. Þetta á að tryggja betur brottflutning þeirra sem eru búnir að fá synjun á Schengen svæðinu, og eiga að fara. Guðrún boðar frumvarp strax í haust þar sem kveðið verður á um lokuð búsetuúrræði, nokkuð sem hefur verið afar umdeilt, meðal annars í stjórnarsamstarfinu.vísir/vilhelm Alveg að sama leyti þá á núna að taka upp áritunarkerfi eins og ESTA kerfið í Bandaríkjunum, þannig að þeir sem koma utan Schengen svæðanna, þeir þurfa að sækja um áritun áður en að þeir koma og komast ekki inn á svæðið án þess. Og svo er líka verið að styrkja Frontex, sem hjálpar okkur mjög að flytja fólk út af svæðinu. Þannig það eru margvíslegar aðgerðir til þess að styrkja þetta, og það verður komið upp fingrafarakerfi.” Boðar frumvarp um lokuð búsetuúrræði í haust Guðrún vill ekki svara því hvort VG hafi komið í veg fyrir að gengið yrði lengra í þeim lögum sem samþykkt voru á Alþingi nýverið. Hún segir einfaldlega að ganga þurfi lengra. Þeir sem vilji halda í óbreytta stöðu þurfi að taka þá afstöðu vitandi það að sá peningur sem að fer í málaflokkinn sé einfaldlega ekki til. „Við erum að taka pening á láni, á vondum kjörum, fyrir fólk sem við vitum að muni fara héðan af landinu þegar það er búið að afgreiða umsókn þeirra.” Guðrún segir sjálfsagt að taka á móti útlendingum en að ótækt sé að gera það í gegnum hælisleitendakerfið: „Ef að þú ætlar að koma, þá getur þú ekki komið í gegnum verndarkerfið. Þá verður þú að koma í gegnum dvalarleyfiskerfið og þú verður að vera búinn að fá vinnu hér áður, og þú sérð fyrir þér, þú sérð um að finna þér húsnæði og þú brauðfæðir þig og þína fjölskyldu.” Guðrún er á því að til að þessi áform gangi eftir þurfi lokuð búsetuúrræði: „Já, og ég mun koma með frumvarp um það í haust.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Innflytjendamál Keflavíkurflugvöllur Samfélagsmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira