Íslenski boltinn

Sjáðu Víking rúlla yfir Stjörnuna, Fylki jafna tvisvar í Vestur­bænum og góða ferð Fram á Ísa­fjörð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Flóki Finnbogason skoraði tvívegis gegn Fylki.
Kristján Flóki Finnbogason skoraði tvívegis gegn Fylki. vísir/diego

Tólf mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Bestu deild karla. Víkingur rústaði Stjörnunni, Fram gerði góða ferð á Ísafjörð og KR og Fylkir skildu jöfn á Meistaravöllum.

Víkingur náði fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar með 0-4 útisigri á Stjörnunni. Nikolaj Hansen og Karl Friðleifur Gunnarsson sáu til þess að Víkingar voru 0-2 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik bætti varamaðurinn Helgi Guðjónsson svo tveimur mörkum við. Danijel Dejan Djuric átti frábæran leik í liði Víkings og lagði upp þrjú mörk.

Klippa: Stjarnan 0-4 Víkingur

Pálmi Rafn Pálmason stýrði KR í annað sinn þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Fylki vestur í bæ. Kristján Flóki Finnbogason kom KR-ingum yfir í tvígang en Þóroddur Víkingsson og Nikulás Val Gunnarsson jöfnuðu fyrir Fylkismenn sem eru enn á botni deildarinnar.

Klippa: KR 2-2 Fylkir

Þá vann Fram sinn fyrsta sigur síðan 5. maí þegar liðið lagði Vestra að velli á Ísafirði, 1-3. Magnús Þórðarson, Már Ægisson og Brynjar Gauti Guðjónsson skoruðu mörk Frammara en Andri Rúnar Bjarnason lagaði stöðuna fyrir Vestramenn.

Klippa: Vestri 1-3 Fram

Mörkin úr leikjum gærdagsins í Bestu deildinni má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar áfram“

Davíð Smári Lamude, þjálfari Bestu deildar liðs Vestra, var svekktur eftir 3-1 tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í kvöld. Hann ákvað að gefa sænsk ættaða markverðinum Karl William Eskelinen traustið í markinu þrátt fyrir martraðarframmistöðu Svíans í síðustu umferð gegn Val og fannst hann fá svar frá honum í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×