Niðurstöður veðmálakönnunar áhyggjuefni: „Brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. júní 2024 10:30 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, telur niðurstöður könnunar um veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla áhyggjuefni. vísir Íslenskur toppfótbolti birti niðurstöður úr könnun vegna veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu leikmönnum hefur glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. Niðurstöður voru birtar í fréttabréfi ÍTF og er hluti af verkefni sem snýr að fræðslu um veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita. Niðurstöður gefa sterklega til kynna að mikill meirihluti leikmanna í Bestu deild karla taki þátt í einhvers konar veðmálum eða getraunaleikjum. 10 prósent svöruðu því játandi að hafa glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. „Ég tel að þetta sé brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða. Við sem störfum í kringum fótboltann á Íslandi þurfum að taka þessum niðurstöðum af alvöru og bregðast við þeim,“ sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF. Fjárhættuspil eru ekki með öllu ólögleg á Íslandi og einn af helstu styrktaraðilum Bestu deildarinnar er getraunasíðan Lengjan. Það er því vert að spyrja, hvað mega leikmenn og hvað ekki? „Þetta er svolítið flókið einmitt, það er ekki ólöglegt að taka þátt í getraunaleikjum, en þú mátt ekki veðja á þína eigin leiki eða leiki í þinni deild. En þú mátt að sjálfsögðu veðja á aðra leiki, í öðrum deildum eða íþróttum.“ Vonar að um einangruð atvik sé að ræða Sáralítill hluti leikmanna segist veðja á íslenska leiki. Á síðasta ári voru þó tveir leikmenn, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sigurður Gísli Bond Snorrason, dæmdir í bann fyrir að veðja á leiki sem þeir spiluðu sjálfir. Birgir segist vonast til þess að þar sé um einangruð atvik að ræða en mikilvægt sé engu að síður að fara í fræðsluátak og unnið er að fræðsluefni samkvæmt sænskri fyrirmynd. „Okkur leist mjög vel á þessa sænsku leið, og ákváðum að það væri algjör óþarfi að finna upp hjólið í þessu heldur frekar fá aðgang að þeirra gögnum og yfirfæra það á íslenskan veruleika.“ Beint til fagaðila þegar fíknin tekur völd En ef og þegar til þess kemur að leikmaður lendir í vandræðum, það er að segja þegar spilafíkn hefur tekið völd. Hvaða úrræði standa leikmönnum til boða? „Leikmenn sem eru að glíma við veðmálafíkn eiga að snúa sér til SÁÁ eða viðurkenndra fagaðila, við erum ekki þeir aðilar. Við erum bara að benda á hvernig regluverkið er hér, hverjar hætturnar eru, fræðsluna í kringum þetta en varðandi úrræði og þess háttar verður þessum aðilum bent á SÁÁ eða aðrar viðurkenndar stofnanir.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KSÍ Fjárhættuspil Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira
Niðurstöður voru birtar í fréttabréfi ÍTF og er hluti af verkefni sem snýr að fræðslu um veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita. Niðurstöður gefa sterklega til kynna að mikill meirihluti leikmanna í Bestu deild karla taki þátt í einhvers konar veðmálum eða getraunaleikjum. 10 prósent svöruðu því játandi að hafa glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. „Ég tel að þetta sé brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða. Við sem störfum í kringum fótboltann á Íslandi þurfum að taka þessum niðurstöðum af alvöru og bregðast við þeim,“ sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF. Fjárhættuspil eru ekki með öllu ólögleg á Íslandi og einn af helstu styrktaraðilum Bestu deildarinnar er getraunasíðan Lengjan. Það er því vert að spyrja, hvað mega leikmenn og hvað ekki? „Þetta er svolítið flókið einmitt, það er ekki ólöglegt að taka þátt í getraunaleikjum, en þú mátt ekki veðja á þína eigin leiki eða leiki í þinni deild. En þú mátt að sjálfsögðu veðja á aðra leiki, í öðrum deildum eða íþróttum.“ Vonar að um einangruð atvik sé að ræða Sáralítill hluti leikmanna segist veðja á íslenska leiki. Á síðasta ári voru þó tveir leikmenn, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sigurður Gísli Bond Snorrason, dæmdir í bann fyrir að veðja á leiki sem þeir spiluðu sjálfir. Birgir segist vonast til þess að þar sé um einangruð atvik að ræða en mikilvægt sé engu að síður að fara í fræðsluátak og unnið er að fræðsluefni samkvæmt sænskri fyrirmynd. „Okkur leist mjög vel á þessa sænsku leið, og ákváðum að það væri algjör óþarfi að finna upp hjólið í þessu heldur frekar fá aðgang að þeirra gögnum og yfirfæra það á íslenskan veruleika.“ Beint til fagaðila þegar fíknin tekur völd En ef og þegar til þess kemur að leikmaður lendir í vandræðum, það er að segja þegar spilafíkn hefur tekið völd. Hvaða úrræði standa leikmönnum til boða? „Leikmenn sem eru að glíma við veðmálafíkn eiga að snúa sér til SÁÁ eða viðurkenndra fagaðila, við erum ekki þeir aðilar. Við erum bara að benda á hvernig regluverkið er hér, hverjar hætturnar eru, fræðsluna í kringum þetta en varðandi úrræði og þess háttar verður þessum aðilum bent á SÁÁ eða aðrar viðurkenndar stofnanir.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KSÍ Fjárhættuspil Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30