Hélt fyrst að innbrotsþjófurinn væri sölumaður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 18:47 Andrea var fyrir utan íbúð sína í dag þegar innbrotsþjófur læddist inn bakdyrameginn. Andrea Betur fór en á horfðist þegar brotist var inn á heimili Andreu Sigurðardóttur í Laugardalnum síðdegis í dag. Hún var fyrir utan heimili sitt að framanverðu þegar maður braust inn í íbúðina bakdyramegin rétt fyrir 14 í dag, og hafði úr íbúðinni ýmis verðmæti. Fyrst hélt hún að maðurinn væri sölumaður, en þegar hún fattaði hvað væri á seiði tók hún á rás eftir manninum. Andrea segir að tveir inngangar séu í íbuð hennar, að framanverðu og aftanverðu. Hún hafi verið að tala í símann fyrir utan innganginn að framan, þegar ókunnugur maður labbaði allt í einu upp stigan þaðan sem íbúðin hennar er. „Ég hugsaði strax að þetta væri bara sölumaður, en samt sá ég engan koma að íbúðinni þannig mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ segir Andrea. Hún hafi ætlað að spyrja hann hvort hann ætti eitthvað erindi til hennar, en þegar hann hafi nálgast hana hafi hún fengið einhverja ónotatilfinningu þannig hún sleppti því. Hljóp fótbrotin á eftir þjófnum „Svo sé ég að hann er með bakpoka sem er mjög líkur mínum, og þá byrja hjólin að snúast,“ segir Andrea. Þegar þjófurinn hafi verið kominn framhjá henni hafi hún allt í einu kallað til hans „heyrðu fyrirgefðu!“ og hann hafi þá stoppað og litið við. Þau hafi þá horft hvort á annað um stund áður en þjófurinn tók svo á rás. „Ég, að jafna mig á fótbroti og með strengi eftir æfingar undanfarið, fékk eitthvað adrenalín rúss og spratt á eftir honum,“ segir Andrea. Maðurinn hættulegur góðkunningi lögreglunnar Andrea hafði þó ekki upp á manninum. „Kannski sem betur fer miðað við þær upplýsingar sem ég svo fékk um að hann gæti verið hættulegur,“ segir Andrea. Hún hafi náð mynd af manninum og auglýst eftir honum á Facebook. Í ljós kom að hann væri góðkunningi lögreglunnar. „Lögreglan var fljót að finna hann ásamt hluta af þýfinu. Restina fann ég svo bara röltandi um hverfið,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi losað sig við þýfið til að létta á sér við hlaupin. „En þegar ég setti myndirnar á Facebook fékk ég samstundis nokkur skilaboð með nafninu hans, og var bent á að hann væri hættulegur. Mér var sagt að taka myndina út.“ Fljótlega kom að þjófurinn væri góðkunningi lögreglunnar. Andrea segir mikið mildi að ekki hafi farið verr.Vísir/Vilhelm Veit ekki hvað hún hefði gert hefði hún náð honum Andrea segir að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún ætlaði að gera, hefði hún náð manninum. „Það var bara eitthvað svona instinct sem tekur yfir, maður bregst ekki alltaf við með rökhugsun. Svona eftir á að hyggja hefði maður átt að bregðast öðruvísi við. Hún segir að hefði hún áttað sig á því hvað væri á seiði áður en maðurinn hefði verið kominn framhjá henni, hefði hún örugglega „vaðið í hann,“ og guð einn viti hvernig það hefði endað. Af þessu öllu saman megi draga þann lærdóm að þótt það sé hábjartur dagur, sólin skíni og maður standi fyrir utan sitt eigið heimili, er maður ekki öruggur nema maður læsi öllu. „Það er gróflega farið inn á friðhelgi heimilis manns, og það mun alveg taka tíma að jafna sig á því,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi m.a. tekið skírnarskart dóttur hennar, sem hún segir að hefði verið alveg skelfilegt að missa. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Andrea segir að tveir inngangar séu í íbuð hennar, að framanverðu og aftanverðu. Hún hafi verið að tala í símann fyrir utan innganginn að framan, þegar ókunnugur maður labbaði allt í einu upp stigan þaðan sem íbúðin hennar er. „Ég hugsaði strax að þetta væri bara sölumaður, en samt sá ég engan koma að íbúðinni þannig mér fannst þetta eitthvað skrítið,“ segir Andrea. Hún hafi ætlað að spyrja hann hvort hann ætti eitthvað erindi til hennar, en þegar hann hafi nálgast hana hafi hún fengið einhverja ónotatilfinningu þannig hún sleppti því. Hljóp fótbrotin á eftir þjófnum „Svo sé ég að hann er með bakpoka sem er mjög líkur mínum, og þá byrja hjólin að snúast,“ segir Andrea. Þegar þjófurinn hafi verið kominn framhjá henni hafi hún allt í einu kallað til hans „heyrðu fyrirgefðu!“ og hann hafi þá stoppað og litið við. Þau hafi þá horft hvort á annað um stund áður en þjófurinn tók svo á rás. „Ég, að jafna mig á fótbroti og með strengi eftir æfingar undanfarið, fékk eitthvað adrenalín rúss og spratt á eftir honum,“ segir Andrea. Maðurinn hættulegur góðkunningi lögreglunnar Andrea hafði þó ekki upp á manninum. „Kannski sem betur fer miðað við þær upplýsingar sem ég svo fékk um að hann gæti verið hættulegur,“ segir Andrea. Hún hafi náð mynd af manninum og auglýst eftir honum á Facebook. Í ljós kom að hann væri góðkunningi lögreglunnar. „Lögreglan var fljót að finna hann ásamt hluta af þýfinu. Restina fann ég svo bara röltandi um hverfið,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi losað sig við þýfið til að létta á sér við hlaupin. „En þegar ég setti myndirnar á Facebook fékk ég samstundis nokkur skilaboð með nafninu hans, og var bent á að hann væri hættulegur. Mér var sagt að taka myndina út.“ Fljótlega kom að þjófurinn væri góðkunningi lögreglunnar. Andrea segir mikið mildi að ekki hafi farið verr.Vísir/Vilhelm Veit ekki hvað hún hefði gert hefði hún náð honum Andrea segir að hún hafi ekki alveg vitað hvað hún ætlaði að gera, hefði hún náð manninum. „Það var bara eitthvað svona instinct sem tekur yfir, maður bregst ekki alltaf við með rökhugsun. Svona eftir á að hyggja hefði maður átt að bregðast öðruvísi við. Hún segir að hefði hún áttað sig á því hvað væri á seiði áður en maðurinn hefði verið kominn framhjá henni, hefði hún örugglega „vaðið í hann,“ og guð einn viti hvernig það hefði endað. Af þessu öllu saman megi draga þann lærdóm að þótt það sé hábjartur dagur, sólin skíni og maður standi fyrir utan sitt eigið heimili, er maður ekki öruggur nema maður læsi öllu. „Það er gróflega farið inn á friðhelgi heimilis manns, og það mun alveg taka tíma að jafna sig á því,“ segir Andrea. Þjófurinn hafi m.a. tekið skírnarskart dóttur hennar, sem hún segir að hefði verið alveg skelfilegt að missa.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent