Enski boltinn

Liverpool af­þakkaði boð Newcastle um Gordon fyrir Quansah

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jarrell Quansah er ungur miðvörður og mikils metinn hjá Liverpool. Anthony Gordon er í uppáhaldi hjá Eddie Howe, þjálfara Newcastle en félagið reynir engu að síður að losa sig við hann.
Jarrell Quansah er ungur miðvörður og mikils metinn hjá Liverpool. Anthony Gordon er í uppáhaldi hjá Eddie Howe, þjálfara Newcastle en félagið reynir engu að síður að losa sig við hann. getty / fotojet

Newcastle er að reyna að losa sig við vinstri vængmanninn Anthony Gordon og bauð Liverpool að semja við hann í skiptum fyrir miðvörðinn Jarrell Quansah auk ótilgreindar fjárupphæðar. Það hugnaðist rauða hernum ekki. 

Gordon er uppalinn í Liverpool og studdi félagið á sínum uppvaxtarárum. Ferilinn hóf hann þó hjá erkifjendunum Everton en var seldur til Newcastle árið 2023 fyrir 45 milljónir punda.

Nú reynir Newcastle að losa sig við leikmanninn til að uppfylla kröfur fjárhagsregluverks ensku úrvalsdeildarinnar. Newcastle setti sig því í samband við Liverpool og bauð þeim Gordon, fyrir ótilgreinda upphæð, auk Jarrells Quansah.

Liverpool er sagt hrifið af leikmanninum en ekki tilbúið að kveðja Quansah. Auk þess gæti það skapað vandræði þar sem Gordon spilar iðulega á vinstri vængnum, líkt og Luis Diaz, Darwin Nunez og Cody Gakpo geta allir gert.

Nunez er þó orðaður við brottför frá félaginu í sumar og sömuleiðis er framtíð Luis Diaz spurningamerki en að svo stöddu þykir það óráðlegt að bæta enn frekar við breiddina vinstra megin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×