Bandarískum kjósendum líst illa á stöðuna í forsetaslagnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 23:18 Amina segir að kappræðurnar hafi bara verið þras og uppnefni. Trevor Borden segir að það hafi verið tímasóun að horfa. Vísir Fjölmiðlar vestanhafs eru enn undirlagðir áhyggjuröddum af frammistöðu Joes Biden Bandaríkjaforseta í kappræðum hans og Donalds Trump í fyrrinótt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru birt viðtöl við bandaríska kjósendur, sem líst illa á stöðuna. Það eru þó ekki aðeins kjósendur sem hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi Bidens, sem þótti að flestra mati standa sig með eindæmum illa í kappræðunum í vikunni. Áhrifamikil ritstjórn vill Biden burt Ritstjórn New York Times, eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, hvatti Biden til að draga forsetaframboð sitt til baka og leyfa öðrum Demókrata að taka við keflinu. Afstaða ritstjórnarinnar hefur talsvert vægi í bandarískum stjórnmálum og talið er að hún muni setja enn frekari pressu á Biden að hætta við. Það er þó hægara sagt en gert að skipta um frambjóðanda. Sandra Little, félagsráðgjafi, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún horfði á kappræðurnar. Hún átti von á bulli frá Trump, en Biden olli henni vonbrigðum. „Ég vildi að hann svaraði spurningunum, og léti ekki flækja sig í bullinu. Hann lét draga sig inn í það, og það var erfitt að átta sig á því hver afstaða hans er,“ sagði Sandra. Langaði að slökkva nánast strax Nathan Lenet, iðjuþjálfi, segir að erfitt hafi verið að horfa á kappræðurnar. Hann hafi langað að slökkva á sjónvarpinu nánast um leið og hann byrjaði að horfa, en hann hafi samt látið sig hafa það að horfa. „Konan mín var ekki eins sterk, hún fór út úr herberginu af því hún þoldi þetta ekki. Viðbrögð mín voru mikil depurð. Ég held að við höfum engan góðan kost,“ sagði Nathan. Trevor Borden, frumkvöðull, segir að þetta sé kapphlaup niður á botninn, enn á ný. Þetta hafi verið múmían gegn bjánanum, og það hafi hreinlega verið tímasóun að horfa. Amina Barhumi er í Borgaralegu bandalagi múslima, og hún segir að henni hafi fundist erfitt að horfa á kappræðurnar. „ég á unglinga, og þetta var bara þras og heimskuleg uppnefni,“ segir Amina. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Það eru þó ekki aðeins kjósendur sem hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi Bidens, sem þótti að flestra mati standa sig með eindæmum illa í kappræðunum í vikunni. Áhrifamikil ritstjórn vill Biden burt Ritstjórn New York Times, eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, hvatti Biden til að draga forsetaframboð sitt til baka og leyfa öðrum Demókrata að taka við keflinu. Afstaða ritstjórnarinnar hefur talsvert vægi í bandarískum stjórnmálum og talið er að hún muni setja enn frekari pressu á Biden að hætta við. Það er þó hægara sagt en gert að skipta um frambjóðanda. Sandra Little, félagsráðgjafi, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún horfði á kappræðurnar. Hún átti von á bulli frá Trump, en Biden olli henni vonbrigðum. „Ég vildi að hann svaraði spurningunum, og léti ekki flækja sig í bullinu. Hann lét draga sig inn í það, og það var erfitt að átta sig á því hver afstaða hans er,“ sagði Sandra. Langaði að slökkva nánast strax Nathan Lenet, iðjuþjálfi, segir að erfitt hafi verið að horfa á kappræðurnar. Hann hafi langað að slökkva á sjónvarpinu nánast um leið og hann byrjaði að horfa, en hann hafi samt látið sig hafa það að horfa. „Konan mín var ekki eins sterk, hún fór út úr herberginu af því hún þoldi þetta ekki. Viðbrögð mín voru mikil depurð. Ég held að við höfum engan góðan kost,“ sagði Nathan. Trevor Borden, frumkvöðull, segir að þetta sé kapphlaup niður á botninn, enn á ný. Þetta hafi verið múmían gegn bjánanum, og það hafi hreinlega verið tímasóun að horfa. Amina Barhumi er í Borgaralegu bandalagi múslima, og hún segir að henni hafi fundist erfitt að horfa á kappræðurnar. „ég á unglinga, og þetta var bara þras og heimskuleg uppnefni,“ segir Amina.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira