Innlent

Öflugur skjálfti í Bárðar­bungu

Árni Sæberg skrifar
Skjálftinn varð í Bárðarbungu, eins og svo margir aðrir í gegnum árin.
Skjálftinn varð í Bárðarbungu, eins og svo margir aðrir í gegnum árin. Vísir/RAX

Nokkuð öflugur jarðskjálft, af stærðinni 3,4, mældist í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni í morgun.

Í fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið klukkan 11:18 og honum hafi fylgt einn skjálfti af stærðinni 1,2.

Frá áramótum hafi fjórtán skjálftar, þrír að stærð eða stærri, orðið á þessum slóðum, sá stærsti 5,4 þann 21. apríl síðastliðinn. 

Það hafi verið stærsti skjálftinn frá goslokum í febrúar 2015. Jarðskjálftar séu algengir í Bárðarbungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×