Innlent

Við­brögð við sögu­legum tölum í Frakk­landi í beinni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Kjörstöðum í Frakklandi hefur verið lokað og útgönguspár gefnar út strax í kjölfarið. Við förum yfir fyrstu tölur í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fáum Torfa Tulinius, prófessor og sérfræðing í málefnum Frakklands, til að greina stöðuna í myndveri í beinni útsendingu.

Þá hittum við deildarstjóra hjá Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, sem segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa það að skrá hunda sína hjá sveitarfélögunum.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar er sökuð um skort á samráði við ákvörðun um uppbyggingu á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Íbúar fagna uppbyggingu en telja forgangsröðun furðulega.

Þá hittum við verðandi biskup Íslands í beinni útsendingu í Grafarvogskirkju, þar sem hún stýrði sinni síðustu messu sem sóknarprestur í morgun, og Magnús Hlynur kynnir sér nýja áfasta tappa á mjólkurfernum, sem vakið hafa gremju landsmanna.

Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu verður í aðalhlutverki í sportpakkanum, sem og sögulegur sigur íslenska U20-kvennalandsliðsins í handbolta.

Klippa: Kvöldfréttir 30. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×