Fótbolti

Chelsea fær gamlan læri­svein nýja þjálfarans

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Enzo Maresca og Kiernan Dewsbury-Hall þekkjast vel frá síðasta tímabili.
Enzo Maresca og Kiernan Dewsbury-Hall þekkjast vel frá síðasta tímabili. James Holyoak/MI News/NurPhoto via Getty Images

Nýliðar Leicester hafa samþykkt tilboð Chelsea í enska miðjumanninn Kiernan Dewsbury-Hall.

Chelsea greiðir 30 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem samsvarar um 5,3 milljörðum króna, og skrifar hann undir samning til ársins 2030.

Dewsbury-Hall hefur leikið með Leicester allann sinn feril, ef frá eru talin stutt lánstímabil hjá Blackpool og Luton. Hann er 25 ára gamall miðjumaður sem á að baki 103 deildarleiki fyrir Leicester.

Hjá Chelsea mun hann leika undir stjórn Enzo Maresca sem tók við liðinu strax eftir síðasta tímabil eftir að Mauricio Pochettino var látinn taka poka sinn. Maresca var þjálfari Leicester á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildinar. Þeir Dewsbury-Hall og Maresca ættu því að þekkjast ágætlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×