Fótbolti

Heimir lætur af störfum sem lands­liðs­þjálfari Jamaíku

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Heimir hefur þjálfað jamaíska landsliðið undanfarin tvö ár, áður var hann hjá Al-Arabi í Katar frá 2018-21. Hann var landsliðsþjálfari Íslands frá 2011, fyrst til aðstoðar Lars Lagerback, og lét svo af störfum fljótlega eftir HM 2018. 
Heimir hefur þjálfað jamaíska landsliðið undanfarin tvö ár, áður var hann hjá Al-Arabi í Katar frá 2018-21. Hann var landsliðsþjálfari Íslands frá 2011, fyrst til aðstoðar Lars Lagerback, og lét svo af störfum fljótlega eftir HM 2018.  Matthew Ashton - AMA/Getty Images

Heimir Hallgrímsson hefur sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Tilkynningin kemur í kjölfar Copa America, Jamaíka lauk keppni þar í nótt og endaði stigalaust í riðlinum.

Heimir tók við jamaíska landsliðinu í september 2022. Undir hans stjórn vann liðið bronsverðlaun í Gullbikarnum 2023, komst inn á Copa America 2024 og vann fyrstu tvo leikina í undankeppni HM 2026.

„Hallgrímsson kom til Jamaíka fyrir tveimur árum og hefur hækkað rána í kringum landsliðið ef elju og dugnaði. Jamaíska knattspyrnusambandið og Jamaíka í heild hefur notið góðs af hans störfum. Við þökkum honum fyrir hans framlag og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í tilkynningu knattspyrnusambandsins.

Jamaica Observer greinir frá því að Heimir hafi tilkynnt afsögnina í gær, áður en Jamaíka spilaði síðasta leik sinn á Copa America gegn Venesúela og tapaði 3-0. Ljóst var fyrir leik að Jamaíka héldi ekki áfram eftir riðlakeppnina. 

Jamaíska knattspyrnusambandið mun þegar í stað hefja leit að nýjum þjálfara. Næstu leikir Jamaíku eru í CONCACAF Þjóðadeildinni í september og október, önnur umferð í undankeppni HM verður svo leikin í júní á næsta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×