Varað við fellibylnum Beryl sem er á leið yfir Karíbahafið Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2024 07:58 Svo stór fellibylur hefur ekki mælst svo snemma síðan 2005. Skjáskot/Zoom Earth Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. Fram kemur í umfjöllun Reuters að seint í gær hafi Beryl verið staddur um 240 kílómetrum frá Barbados eyjum og að vindhraði hafi verið um 215 kílómetrar á klukkustund. „Búist er við því að Beryl verði sérstaklega hættulegur fellibylur á meðan kjarni hans ferðast í gegnum Windward eyjar og inn í eystri hluta Karíbahafsins,“ kom fram í tilkynningu frá Fellibyljastofnun Bandaríkhanna. Beryl er nú við það að fara yfir Barbados í Karíbahafinu. Fellibylurinn er í flokki fjögur af fimm.Skjáskot/Fellibyljastofnun Bandaríkjanna Búist er við því að í dag, mánudag, haldi fellibylurinn áfram og að vindur gæti orðið katastrófískur þegar hann nær St. Vincent, Grenadine eyjum og Grenada. Áætlað er að allt að það gæti rignt á milli átta og fimmtán sentímetrum á Barbados og Windward eyjum í dag sem gæti valdið flóðbylgjum. Sjávarhiti eins og í september Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Beryl er þannig fyrsti fellibylurinn sem er flokkaður í flokki fjögur sem hefur komið fram. Svo stór fellibylur hefur ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. „Beryl er sérstaklega hættulegur og sjaldgæfur fellibylur miðað við árstíma,“ segir Michael Lowry veðurfræðing og sérfræðingi í fellibyljum í viðtali við AP fréttastofu. Hann segir hitastig sjávar nú meira en það sé yfirleitt í september þegar fellibyljatímabilið nær yfirleitt hámarki. Búið er að gefa út viðvaranir vegna fellibylsins á Barbados, St. Lucia, St. Vincent og Grenadine eyjum, Grenada og Tóbagó. Varað hefur verið við hitabeltisstormi á Dóminíku, Trínídad og hluta Dóminíska lýðveldisins og Haítí. Í frétt Reutes segir að íbúar í Karíbahafinu hafi undirbúið sig í gær fyrir fellibylinn. Í Tóbagó hafi neyðarskýli verið opnuð og skólar lokaðir fram á þriðjudag. Þá var öllum valkvæðum skurðaðgerðum frestað. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér. Bandaríkin Barbados Loftslagsmál Umhverfismál Dóminíska lýðveldið Trínidad og Tóbagó Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Reuters að seint í gær hafi Beryl verið staddur um 240 kílómetrum frá Barbados eyjum og að vindhraði hafi verið um 215 kílómetrar á klukkustund. „Búist er við því að Beryl verði sérstaklega hættulegur fellibylur á meðan kjarni hans ferðast í gegnum Windward eyjar og inn í eystri hluta Karíbahafsins,“ kom fram í tilkynningu frá Fellibyljastofnun Bandaríkhanna. Beryl er nú við það að fara yfir Barbados í Karíbahafinu. Fellibylurinn er í flokki fjögur af fimm.Skjáskot/Fellibyljastofnun Bandaríkjanna Búist er við því að í dag, mánudag, haldi fellibylurinn áfram og að vindur gæti orðið katastrófískur þegar hann nær St. Vincent, Grenadine eyjum og Grenada. Áætlað er að allt að það gæti rignt á milli átta og fimmtán sentímetrum á Barbados og Windward eyjum í dag sem gæti valdið flóðbylgjum. Sjávarhiti eins og í september Sjaldgæft er að svo stór fellibylur komi fram svo snemma í fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu sem er frá byrjun júní til loka nóvember. Beryl er þannig fyrsti fellibylurinn sem er flokkaður í flokki fjögur sem hefur komið fram. Svo stór fellibylur hefur ekki komið svo snemma síðan árið 2005 þegar fellibylurinn Dennis fór yfir Karíbahafið þann 8. júlí. Bandaríska veðurstofan varaði við því í maí að virkni fellibylja gæti verið yfir meðallagi á Atlantshafinu í ár vegna methækkunar á hitastigi sjávar. „Beryl er sérstaklega hættulegur og sjaldgæfur fellibylur miðað við árstíma,“ segir Michael Lowry veðurfræðing og sérfræðingi í fellibyljum í viðtali við AP fréttastofu. Hann segir hitastig sjávar nú meira en það sé yfirleitt í september þegar fellibyljatímabilið nær yfirleitt hámarki. Búið er að gefa út viðvaranir vegna fellibylsins á Barbados, St. Lucia, St. Vincent og Grenadine eyjum, Grenada og Tóbagó. Varað hefur verið við hitabeltisstormi á Dóminíku, Trínídad og hluta Dóminíska lýðveldisins og Haítí. Í frétt Reutes segir að íbúar í Karíbahafinu hafi undirbúið sig í gær fyrir fellibylinn. Í Tóbagó hafi neyðarskýli verið opnuð og skólar lokaðir fram á þriðjudag. Þá var öllum valkvæðum skurðaðgerðum frestað. Hægt er að fylgjast með Beryl hér og hér.
Bandaríkin Barbados Loftslagsmál Umhverfismál Dóminíska lýðveldið Trínidad og Tóbagó Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira