Helmingaði kostnaðinn við matarinnkaup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 08:14 Fanney fagnaði fertugsafmæli sínu í febrúar og byrjaði svo að taka til í fjárhaginum í apríl. Stórt ár hjá henni. Fanneyju Friðriksdóttur má með réttu kalla hagsýna húsmóður eftir að hafa helmingað kostnað við matarkaup á einum mánuði. Sjónvarpsþættirnir Viltu finna milljón voru innblástur til Fanneyjar sem notaðist við snjallverslun Krónunnar til að kaupa engan óþarfa. Landsmenn finna margir hverjir fyrir hækkandi verði á hinum ýmsu vörum og þá ekki síst matvöru. Á sama tíma eru margir áhyggjufullir yfir vöxum á húsnæðislánum sínum sem eru í mörgum tilfellum í hæstu hæðum. Það vakti því mikla athygli í Facebook-hópnum „Hagsýnar húsmæður og feður, uppskriftir og sparnaðarráð“ þegar Fanney Friðriksdóttir deildi með fólki hvernig þau eiginmaðurinn hefðu skorið niður í matarkostnaði. Tilefni þess að Fanney fór að skoða útgjöldin gaumgæfilega var að vextir eru að fara að losna á húsnæðisláni þeirra með föstum vöxtum. Þau mega því eiga von á snarhækkandi afborgunum af húsnæðinu. Fanney ræddi verkefnið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á dögunum og útskýrði frekar í fyrrnefndum Facebook-hópi. „Forsaga málsins er sú að okkur hjónin hefur alltaf langað í raðhús með garði því sólin gerir heilsu minni gott og þá er gott að hafa sólbaðsaðstöðu. Ég er öryrki og maðurinn minn verkamaður og því erum við bara með miðlungstekjur. Við eyddum nánast öllum launum okkar í reikninga og neyslu. En til þess að geta keypt dýrari eign þurfti neyslumynstur okkar að breytast,“ segir Fanney. „Við vorum alltaf að eyða í kringum 400.000 kr í kreditkortareikninga sem fólst í neyslu og skemmtunum.“ Horfðu á Viltu finna milljón Það átti við um hefðbundna notkun á Íslandi en reikningurinn hækkaði ef þau voru á ferðalagi. „Ég undirbjó mig á þann hátt að byrja á að horfa á Viltu finna milljón á Stöð 2 til að nýta mér þau ráð sem hentuðu okkur. Mig minnir að í þáttunum hafi verið sagt að neysluviðmið Hagstofunnar séu 15% af útborguðum launum sem eigi að fara í mat. Það er rúmlega 100.000 kr í okkar tilfelli.“ Þau hafi ráðist í að segja fyrst upp þeim áskriftum sem þau töldu sig ekki hafa þörf á, til dæmis að happdrættum og sjónvarpsþjónustu. „Við lækkuðum kreditkortaheimildir okkar um helming, niður í 200.000 kr. Við minnkuðum notkun bílsins okkar með því að ganga það sem við gætum. Við hættum að taka netgíró raðgreiðslur,“ segir Fanney. Skoðaði snjallverslun og Gripið og greitt Þá settu þau sér markmið við eyðslu í matarinnkaup. Eitt hundrað þúsund krónur á mánuði. „Og það er ástæða þess að við ákváðum að notast við snjallverslun Krónunnar. Ég veit það ekki fyrir víst en ég tel að Krónan sé örlítið dýrari en Bónus - en gallinn við að skrifa innkaupalista og fara með í Bónus er sá að maður veit ekki nákvæman kostnað fyrr en maður á að borga. Það er reyndar líka hægt að nota Gripið og greitt hjá Bónus en aftur, maður veit ekki verð vörunnar fyrr en maður er kominn á staðinn og er þá kannski ekki með orkuna í að breyta innkaupalistanum. Þetta fólst í raun í að spara með vel úthugsuðum innkaupum þó að það gæti munað um nokkrar krónur á milli verslana.“ Snjallverslun Krónunnar hafi hentað af mörgum ástæðum. „Maður er ekki að grípa eitthvað í skyndi bara því hugurinn girnist það á þeirri stundu. Mér þykir hún sniðug því það eru svo margar fjölbreyttar uppskriftir sem maður getur sett bara beint í körfu. Við erum þessi týpa sem höfum í gegnum árin eytt tugum þúsunda í skyndibita á mánuði, Bónusrétti, pasta, allt rosalega einhæft og óhollt. En á sama tíma þykir manninum mínum gaman að elda og prófa eitthvað nýtt - og þess vegna notuðum við þessar uppskriftir heimasíðunnar þar sem við nýttum helst flokkinn „ódýrt“. Það er einnig frí heimsending ef maður verslar fyrir meira en 18.000 kr sem er kostur í okkar tilfelli þar sem við búum á efstu hæð í blokk.“ Lífsgæði ekki minnkað Þau hafi því miðað við hámark upp á 20 þúsund krónur í innkaup þrisvar í mánuði. „En útaf því hve vandlega ég valdi út frá verði hverrar máltíðar voru þetta alveg 50 vörur (6 innkaupapokar) í hverri ferð og þá gott að láta bílstjóra koma með þetta fyrir okkur upp á þriðju hæð. Auðvitað þurfti alveg að fara í Bónus til þess að kaupa smáræði sem gleymdist eða vantaði. Auk þess leyfðum við okkur skyndibita fyrir 10.000 kr á mánuði. Þannig að við fórum líklega úr 200.000 kr innkaupum þar sem helmingur var líklega skyndibiti, gos og sælgæti og niður í 85.000 kr.“ Þótt þau hafi borðað miklu oftar heima þá hafi verið um að ræða skemmtilegar máltíðir. Eiginmaður Fanneyjar hafi ekki upplifað minni lífsgæði enda ekki bara pasta og brauð á boðstólum. „Hann léttist líka um nokkur kg fyrsta mánuðinn því við vorum hætt að kaupa nammi og gos í stórum stíl og matarræðið hollara þar sem við vorum hætt öllum þessum skyndibita.“ Fanney segir verkefnið þó skammt á veg komið. „Við erum bara nýbyrjuð á þessu, bara í apríl og erum allt í einu komin með góða tölu í varasjóð. Sem er gott þar sem við erum að ganga frá kaupsamningi á raðhúsi í þessari viku. Bara lánin eru að fara að hækka um 125.000 kr á mánuði og einhvers staðar þarf sá peningur að koma. Við viljum alltaf geta leyft okkur ferðalög og slíkt þannig að maður þarf að spara til að geta eytt á öðrum sviðum.“ Verðlag Verslun Matur Viltu finna milljón? Fjármál heimilisins Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Landsmenn finna margir hverjir fyrir hækkandi verði á hinum ýmsu vörum og þá ekki síst matvöru. Á sama tíma eru margir áhyggjufullir yfir vöxum á húsnæðislánum sínum sem eru í mörgum tilfellum í hæstu hæðum. Það vakti því mikla athygli í Facebook-hópnum „Hagsýnar húsmæður og feður, uppskriftir og sparnaðarráð“ þegar Fanney Friðriksdóttir deildi með fólki hvernig þau eiginmaðurinn hefðu skorið niður í matarkostnaði. Tilefni þess að Fanney fór að skoða útgjöldin gaumgæfilega var að vextir eru að fara að losna á húsnæðisláni þeirra með föstum vöxtum. Þau mega því eiga von á snarhækkandi afborgunum af húsnæðinu. Fanney ræddi verkefnið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á dögunum og útskýrði frekar í fyrrnefndum Facebook-hópi. „Forsaga málsins er sú að okkur hjónin hefur alltaf langað í raðhús með garði því sólin gerir heilsu minni gott og þá er gott að hafa sólbaðsaðstöðu. Ég er öryrki og maðurinn minn verkamaður og því erum við bara með miðlungstekjur. Við eyddum nánast öllum launum okkar í reikninga og neyslu. En til þess að geta keypt dýrari eign þurfti neyslumynstur okkar að breytast,“ segir Fanney. „Við vorum alltaf að eyða í kringum 400.000 kr í kreditkortareikninga sem fólst í neyslu og skemmtunum.“ Horfðu á Viltu finna milljón Það átti við um hefðbundna notkun á Íslandi en reikningurinn hækkaði ef þau voru á ferðalagi. „Ég undirbjó mig á þann hátt að byrja á að horfa á Viltu finna milljón á Stöð 2 til að nýta mér þau ráð sem hentuðu okkur. Mig minnir að í þáttunum hafi verið sagt að neysluviðmið Hagstofunnar séu 15% af útborguðum launum sem eigi að fara í mat. Það er rúmlega 100.000 kr í okkar tilfelli.“ Þau hafi ráðist í að segja fyrst upp þeim áskriftum sem þau töldu sig ekki hafa þörf á, til dæmis að happdrættum og sjónvarpsþjónustu. „Við lækkuðum kreditkortaheimildir okkar um helming, niður í 200.000 kr. Við minnkuðum notkun bílsins okkar með því að ganga það sem við gætum. Við hættum að taka netgíró raðgreiðslur,“ segir Fanney. Skoðaði snjallverslun og Gripið og greitt Þá settu þau sér markmið við eyðslu í matarinnkaup. Eitt hundrað þúsund krónur á mánuði. „Og það er ástæða þess að við ákváðum að notast við snjallverslun Krónunnar. Ég veit það ekki fyrir víst en ég tel að Krónan sé örlítið dýrari en Bónus - en gallinn við að skrifa innkaupalista og fara með í Bónus er sá að maður veit ekki nákvæman kostnað fyrr en maður á að borga. Það er reyndar líka hægt að nota Gripið og greitt hjá Bónus en aftur, maður veit ekki verð vörunnar fyrr en maður er kominn á staðinn og er þá kannski ekki með orkuna í að breyta innkaupalistanum. Þetta fólst í raun í að spara með vel úthugsuðum innkaupum þó að það gæti munað um nokkrar krónur á milli verslana.“ Snjallverslun Krónunnar hafi hentað af mörgum ástæðum. „Maður er ekki að grípa eitthvað í skyndi bara því hugurinn girnist það á þeirri stundu. Mér þykir hún sniðug því það eru svo margar fjölbreyttar uppskriftir sem maður getur sett bara beint í körfu. Við erum þessi týpa sem höfum í gegnum árin eytt tugum þúsunda í skyndibita á mánuði, Bónusrétti, pasta, allt rosalega einhæft og óhollt. En á sama tíma þykir manninum mínum gaman að elda og prófa eitthvað nýtt - og þess vegna notuðum við þessar uppskriftir heimasíðunnar þar sem við nýttum helst flokkinn „ódýrt“. Það er einnig frí heimsending ef maður verslar fyrir meira en 18.000 kr sem er kostur í okkar tilfelli þar sem við búum á efstu hæð í blokk.“ Lífsgæði ekki minnkað Þau hafi því miðað við hámark upp á 20 þúsund krónur í innkaup þrisvar í mánuði. „En útaf því hve vandlega ég valdi út frá verði hverrar máltíðar voru þetta alveg 50 vörur (6 innkaupapokar) í hverri ferð og þá gott að láta bílstjóra koma með þetta fyrir okkur upp á þriðju hæð. Auðvitað þurfti alveg að fara í Bónus til þess að kaupa smáræði sem gleymdist eða vantaði. Auk þess leyfðum við okkur skyndibita fyrir 10.000 kr á mánuði. Þannig að við fórum líklega úr 200.000 kr innkaupum þar sem helmingur var líklega skyndibiti, gos og sælgæti og niður í 85.000 kr.“ Þótt þau hafi borðað miklu oftar heima þá hafi verið um að ræða skemmtilegar máltíðir. Eiginmaður Fanneyjar hafi ekki upplifað minni lífsgæði enda ekki bara pasta og brauð á boðstólum. „Hann léttist líka um nokkur kg fyrsta mánuðinn því við vorum hætt að kaupa nammi og gos í stórum stíl og matarræðið hollara þar sem við vorum hætt öllum þessum skyndibita.“ Fanney segir verkefnið þó skammt á veg komið. „Við erum bara nýbyrjuð á þessu, bara í apríl og erum allt í einu komin með góða tölu í varasjóð. Sem er gott þar sem við erum að ganga frá kaupsamningi á raðhúsi í þessari viku. Bara lánin eru að fara að hækka um 125.000 kr á mánuði og einhvers staðar þarf sá peningur að koma. Við viljum alltaf geta leyft okkur ferðalög og slíkt þannig að maður þarf að spara til að geta eytt á öðrum sviðum.“
Verðlag Verslun Matur Viltu finna milljón? Fjármál heimilisins Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira