Sjálfstæðisflokkur og Píratar að miklu leyti til eins Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 13:13 Björn Leví ásamt leiðtogum Sjálfstæðisflokksins, þeim Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanni og Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og formanni flokksins. Björn Leví segir ýmsilegt líkt í stefnu Sjálfstæðisflokksins og hjá Pírötum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar annar í orði en á borði, sá er vandinn. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gefur ekki mikið fyrir pólítíska greiningu Stefáns Einars Stefánssonar víninnflytjanda og blaðamanns Morgunblaðsins í nýlegum pistili á Facebook. Björn Leví vitnar í tal Stefáns Einars frá í Bítinu í morgun en þar var hann gestur ásamt Andrési Jónssyni markaðsmanni. Þeir fóru vítt og breytt yfir hið pólitíska svið í kjölfar nýrrar könnunar Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi og Miðflokkurinn andar ofan í hálsmálið á flokknum. Þeir ræddu stöðu Viðreisnar sem virðist eiga í erfiðleikum með að sækja sér fylgi fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er að dala. „Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn,“ var meðal annars liður í útleggingu Stefáns Einars. Þetta segir Björn Leví klassískt stef um Pírata, gagnrýnin frá hægri er því marki brennt að allir aðrir séu til vinstri á meðan þeir sömu aðilar hafa einmitt verið í meirihluta með vinstrinu á undanförnum árum. Vandinn er undanvillingsháttur Sjálfstæðisflokksins „Píratar eru valddreifingarflokkur sem gerir það að verkum að „forystan“ er auðvitað öðruvísi en í valdaflokkunum. Það er skiljanlegt að valdhyggjufólk skilji þetta ekki og noti þetta sem gagnrýni á neikvæðan hátt,“ segir Björn Leví. Og hann segir Sjálfstæðisflokkinn tilheyra þessu blessaða ráðvillta vinstri. „Svo ég segi það bara mjög skýrt, þá væri mjög margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem passar mjög vel við grunnstefnu Pírata. Vandinn er bara að núverandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert að starfa samkvæmt þeirri stefnu sinni og það er ekkert fyrirsjáanlegt að það gerist á næstunni.“ Píratar sjá bara ekki veisluna sem margir upplifa Björn Leví segir þau ekki sjá þetta sjálf, auðvitað auðvitað ekki og allri gagnrýni er mætt með ásökunum um öfund, eða að stæk vinstri stefna sé uppspretta gagnrýninnar – af því að það er auðveldara en að horfa í spegilinn og viðurkenna ruglið sem er í gangi. „Já, það þarf að sinna umhverfismálum. Já það þarf að tækla spillinguna. Já, það þarf að sinna grunninnviðum samfélagsins. En við sjáum víst ekki veisluna, hagvöxtinn og allt það góða sem margir upplifa vissulega. En nei, það má ekki benda á vandamálin. Meðaltölin eru ekki fyrir alla nefnilega,“ segir Björn Leví. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Björn Leví vitnar í tal Stefáns Einars frá í Bítinu í morgun en þar var hann gestur ásamt Andrési Jónssyni markaðsmanni. Þeir fóru vítt og breytt yfir hið pólitíska svið í kjölfar nýrrar könnunar Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi og Miðflokkurinn andar ofan í hálsmálið á flokknum. Þeir ræddu stöðu Viðreisnar sem virðist eiga í erfiðleikum með að sækja sér fylgi fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er að dala. „Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn,“ var meðal annars liður í útleggingu Stefáns Einars. Þetta segir Björn Leví klassískt stef um Pírata, gagnrýnin frá hægri er því marki brennt að allir aðrir séu til vinstri á meðan þeir sömu aðilar hafa einmitt verið í meirihluta með vinstrinu á undanförnum árum. Vandinn er undanvillingsháttur Sjálfstæðisflokksins „Píratar eru valddreifingarflokkur sem gerir það að verkum að „forystan“ er auðvitað öðruvísi en í valdaflokkunum. Það er skiljanlegt að valdhyggjufólk skilji þetta ekki og noti þetta sem gagnrýni á neikvæðan hátt,“ segir Björn Leví. Og hann segir Sjálfstæðisflokkinn tilheyra þessu blessaða ráðvillta vinstri. „Svo ég segi það bara mjög skýrt, þá væri mjög margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem passar mjög vel við grunnstefnu Pírata. Vandinn er bara að núverandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert að starfa samkvæmt þeirri stefnu sinni og það er ekkert fyrirsjáanlegt að það gerist á næstunni.“ Píratar sjá bara ekki veisluna sem margir upplifa Björn Leví segir þau ekki sjá þetta sjálf, auðvitað auðvitað ekki og allri gagnrýni er mætt með ásökunum um öfund, eða að stæk vinstri stefna sé uppspretta gagnrýninnar – af því að það er auðveldara en að horfa í spegilinn og viðurkenna ruglið sem er í gangi. „Já, það þarf að sinna umhverfismálum. Já það þarf að tækla spillinguna. Já, það þarf að sinna grunninnviðum samfélagsins. En við sjáum víst ekki veisluna, hagvöxtinn og allt það góða sem margir upplifa vissulega. En nei, það má ekki benda á vandamálin. Meðaltölin eru ekki fyrir alla nefnilega,“ segir Björn Leví.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira