Fótbolti

Hlynur Freyr á leið til Sví­þjóðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hlynur Freyr í leik með U-19 ára landsliði Íslands.
Hlynur Freyr í leik með U-19 ára landsliði Íslands. Getty Images/Seb Daly

Hlynur Freyr Karlsson stoppaði stutt við hjá Haugesund í Noregi en hann er á leið í sænska boltann. 

Óskar Hrafn Þorvaldsson var nýtekinn við Haugesund þegar liðið keypti Hlyn Frey af Val og Anton Loga Lúðvíksson af Breiðabliki. Nú hefur Aftonbladet í Svíþjóð greint frá því að Hlynur Freyr sé á förum frá norska félaginu. 

Sænski miðillinn greinir frá því að Brommapojkarna sé að kaupa þennan tvítuga varnartengilið. Verða kaupin endanlega staðfest síðar í vikunni. 

Hlynur Freyr hefur lítið komið við sögu á yfirstandandi tímabili í Noregi og því ákvað Brommapojkarna að athuga hvort leikmaðurinn væri til sölu. Það var hann og því stefnir allt í að Hlynur Freyr færi sig frá Noregi til Svíþjóðar á næstu dögum. 

Hlynur á að baki einn A-landsleik og 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af 18 fyrir U-19 ára landsliðið. Brommapojkarna er í 11. sæti efstu deildar í Svíþjóð með 15 stig að loknum 12 leikjum, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×