Metaðsókn erlendra ríkisborgara í framhalds- og háskólanám Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 10:11 Nemendum fækkaði um 601 á háskóla- og doktorsstigi í fyrra miðað við árið á undan. Vísir/Vilhelm Nemendur á skólastigum fyrir ofan grunnskóla á Íslandi voru 43.446 haustið 2023 og hafði fækkað um 618 frá fyrra ári, eða um 1,4 prósent. Ekki hafa verið færri 16 ára nemendur síðan 2018. Mikil fjölgun er meðal erlendra ríkisborgara og hafa þeir aldrei verið fleiri í námi eftir grunnskóla. Flestir þeirra eru Pólverjar. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að í fyrra hafi nemendum fækkað um 71 á framhaldsskólastigi og um 601 á háskóla- og doktorsstigi. Á sama tíma fjölgaði um 54 á viðbótarstigi þar sem er nám sem bætist ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Nemendum á framhalds- og háskólastigi hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2020, þegar rúmlega 46.300 nemendur stunduðu nám. Frétt Hagstofunnar. Í frétt Hagstofunnar kemur líka fram að alls hafi 94,8 prósent 16 ára nemenda verið skráðir í nám á framhaldsskólastigi haustið 2023 en hlutfallið var 95,4 prósent haustið 2022. Skólasóknarhlutfall 16 ára fór síðast undir 95 prósent haustið 2018. Lítið eitt fleiri 17 og 18 ára nemendur stunduðu nám haustið 2023 en haustið 2022. Þá kemur fram að alls hafi tæplega 19.900 karlar sótt nám og tæplega 23.600 konur. Körlum við nám fjölgaði um 36 frá fyrra ári (0,2 prósent) en konum fækkaði um 654 eða um 2,7 prósent. Karlar voru 54 prósent nemenda á framhaldsskólastigi, 74 prósent á viðbótarstigi og 35 prósent nemenda á háskóla- og doktorsstigi. Langflestir voru íslenskir ríkisborgarar, eða 91,8 prósent nemenda á framhalds- og háskólastigi. Erlendir ríkisborgarar voru 8,2 prósent. Þetta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara í námi ofan grunnskóla á Íslandi sem sést hefur í tölum Hagstofunnar. Hlutfallið var 7,4 prósent haustið 2022. Pólverjar eru fjölmennastir í hópi nemenda með erlent ríkisfang, rúmlega 600 talsins, en á þriðja hundrað nemenda eru frá Bandaríkjunum og lítið eitt færri frá Þýskalandi. Flestir stunda nám í félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði Langflestir háskóla- og doktorsnemar sóttu nám á sviði félagsvísinda, viðskipta og lögfræði haustið 2023, eða rúmlega 6.200 nemendur. Næstflestir nemendur voru á sviði heilbrigðis og velferðar, rúmlega 3.500 nemendur. Tæplega 2.900 stunduðu nám á sviði menntavísinda og rúmlega 2.300 lærðu hugvísindi og listir. Þá lögðu rúmlega 2.100 nemendur stund á raunvísindi, stærðfræði eða tölvunarfræði og tæplega 1.900 nemendur námu verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Tveir síðastnefndu flokkar náms eru oft kallaðir STEM og er í mörgum löndum lögð áhersla á að fjölga nemendum í þessum greinum. Nemendur í STEM greinum hafa verið 19 til 21 prósent háskólanemenda undanfarinn áratug á Íslandi, og voru 20,2 prósent háskólanema haustið 2023. Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Þar kemur fram að í fyrra hafi nemendum fækkað um 71 á framhaldsskólastigi og um 601 á háskóla- og doktorsstigi. Á sama tíma fjölgaði um 54 á viðbótarstigi þar sem er nám sem bætist ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Nemendum á framhalds- og háskólastigi hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2020, þegar rúmlega 46.300 nemendur stunduðu nám. Frétt Hagstofunnar. Í frétt Hagstofunnar kemur líka fram að alls hafi 94,8 prósent 16 ára nemenda verið skráðir í nám á framhaldsskólastigi haustið 2023 en hlutfallið var 95,4 prósent haustið 2022. Skólasóknarhlutfall 16 ára fór síðast undir 95 prósent haustið 2018. Lítið eitt fleiri 17 og 18 ára nemendur stunduðu nám haustið 2023 en haustið 2022. Þá kemur fram að alls hafi tæplega 19.900 karlar sótt nám og tæplega 23.600 konur. Körlum við nám fjölgaði um 36 frá fyrra ári (0,2 prósent) en konum fækkaði um 654 eða um 2,7 prósent. Karlar voru 54 prósent nemenda á framhaldsskólastigi, 74 prósent á viðbótarstigi og 35 prósent nemenda á háskóla- og doktorsstigi. Langflestir voru íslenskir ríkisborgarar, eða 91,8 prósent nemenda á framhalds- og háskólastigi. Erlendir ríkisborgarar voru 8,2 prósent. Þetta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara í námi ofan grunnskóla á Íslandi sem sést hefur í tölum Hagstofunnar. Hlutfallið var 7,4 prósent haustið 2022. Pólverjar eru fjölmennastir í hópi nemenda með erlent ríkisfang, rúmlega 600 talsins, en á þriðja hundrað nemenda eru frá Bandaríkjunum og lítið eitt færri frá Þýskalandi. Flestir stunda nám í félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði Langflestir háskóla- og doktorsnemar sóttu nám á sviði félagsvísinda, viðskipta og lögfræði haustið 2023, eða rúmlega 6.200 nemendur. Næstflestir nemendur voru á sviði heilbrigðis og velferðar, rúmlega 3.500 nemendur. Tæplega 2.900 stunduðu nám á sviði menntavísinda og rúmlega 2.300 lærðu hugvísindi og listir. Þá lögðu rúmlega 2.100 nemendur stund á raunvísindi, stærðfræði eða tölvunarfræði og tæplega 1.900 nemendur námu verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Tveir síðastnefndu flokkar náms eru oft kallaðir STEM og er í mörgum löndum lögð áhersla á að fjölga nemendum í þessum greinum. Nemendur í STEM greinum hafa verið 19 til 21 prósent háskólanemenda undanfarinn áratug á Íslandi, og voru 20,2 prósent háskólanema haustið 2023.
Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira