Þessi ungi miðjumaður, sem getur einnig leikið sem bakvörður, vakti mikla athygli í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann spilaði alls 52 leiki þegar Leeds fór alla leið í umspil B-deildarinnar en mátti þola tap gegn Southampton.
Tottenham borgar Leeds á bilinu 25-30 milljónir punda fyrir leikmanninn og þá fer miðvörðurinn Joe Rodon til Leeds sem hluti af kaupverðinu.
It's official! ✍️ pic.twitter.com/rAFGakSf5D
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) July 2, 2024
Tottenham endaði í 5. sæti á síðustu leiktíð og tekur því þátt í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.