Handtóku fjóra eftir að kókaín var sótt á pósthús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2024 15:08 Frá starfsstöð FedEx í Selhellu. Já.is Fjórir karlmenn og ein kona sæta ákæru fyrir innflutning á tveimur kílóum af kókaíni. Sá sem talinn er lykilmaður í málinu fékk minni spámenn til að sækja fíkniefnin fyrir sig en var að endingu handtekinn eins og sendlarnir. Málið kom upp í júlí í fyrra. Karlmennirnir fjórir eru allir af erlendum uppruna en konan íslensk. Sá sem er talinn efstur í keðju ákærðu er tæplega þrítugur. Hann er ákærður fyrir skipulagningu innflutnings og samskipti við ókunnuga menn á samskiptaforritinu Telegram í aðdraganda þess að efnin komu til landsins. Um er að ræða tæp tvö kíló af kókaíni sem voru falin í tveimur pakkningum inni í tölvuturni sem pakkað var í pappakassa ásamt tölvuskjá. Sendingin kom til Íslands með FedEx frá Bandaríkjunum. Vitni í málinu með heimili í Reykjavík var skráð móttakandi sendingarinnar. Sá er ekki ákærður. Fíkniefnin fundust í vöruhúsi Icetransport að Selhellu í Hafnarfirði þann 20. júlí í fyrra. Að lokinni rannsókn skipti lögregla þeim út fyrir gerviefni og kom fyrir í tölvuturninum á nýjan leik ásamt hlustunarbúnaði. Sá tæplega þrítugi gaf sautján og nítján ára bræðrum og konunni peninga, fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig ætti að sækja pakkann á starfsstöð FedEx að Selhellu. Eftir að pakkinn hafði verið sóttur voru þau öll handtekin, ýmist í Mjódd eða á Klambratúni. Konan og bræðurnir eru ákærð fyrir sinn þátt í að sækja efnin. Þá er sá efsti í keðju ákæru við innflutninginn ákærður í aðskildu broti ásamt öðrum tæplega fertugum manni fyrir að hafa fleiri hundrað grömm af kókaíni í fórum sínum í heimahúsi og bíl. Sömuleiðis hálft kíló af hassi og fleiri efni. Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og öll efnin verði gerð uppauk farsíma þeirra, töflupressu, peningaskáp og tölvubúnaðnum sem efnin voru flutt inn til landsins í. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun. Lögreglumál Fíkniefnabrot Hafnarfjörður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Málið kom upp í júlí í fyrra. Karlmennirnir fjórir eru allir af erlendum uppruna en konan íslensk. Sá sem er talinn efstur í keðju ákærðu er tæplega þrítugur. Hann er ákærður fyrir skipulagningu innflutnings og samskipti við ókunnuga menn á samskiptaforritinu Telegram í aðdraganda þess að efnin komu til landsins. Um er að ræða tæp tvö kíló af kókaíni sem voru falin í tveimur pakkningum inni í tölvuturni sem pakkað var í pappakassa ásamt tölvuskjá. Sendingin kom til Íslands með FedEx frá Bandaríkjunum. Vitni í málinu með heimili í Reykjavík var skráð móttakandi sendingarinnar. Sá er ekki ákærður. Fíkniefnin fundust í vöruhúsi Icetransport að Selhellu í Hafnarfirði þann 20. júlí í fyrra. Að lokinni rannsókn skipti lögregla þeim út fyrir gerviefni og kom fyrir í tölvuturninum á nýjan leik ásamt hlustunarbúnaði. Sá tæplega þrítugi gaf sautján og nítján ára bræðrum og konunni peninga, fyrirmæli og leiðbeiningar um hvernig ætti að sækja pakkann á starfsstöð FedEx að Selhellu. Eftir að pakkinn hafði verið sóttur voru þau öll handtekin, ýmist í Mjódd eða á Klambratúni. Konan og bræðurnir eru ákærð fyrir sinn þátt í að sækja efnin. Þá er sá efsti í keðju ákæru við innflutninginn ákærður í aðskildu broti ásamt öðrum tæplega fertugum manni fyrir að hafa fleiri hundrað grömm af kókaíni í fórum sínum í heimahúsi og bíl. Sömuleiðis hálft kíló af hassi og fleiri efni. Þess er krafist að fólkið verði dæmt til refsingar og öll efnin verði gerð uppauk farsíma þeirra, töflupressu, peningaskáp og tölvubúnaðnum sem efnin voru flutt inn til landsins í. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Hafnarfjörður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira