Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 10:00 Cristiano Ronaldo grét sáran eftir að hann klúðraði víti sínu en náði aftur tökum á sér og nýtti mikilvægt víti í vítakeppninni. Getty/Robbie Jay Barratt Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. Ronaldo náði ekki að skora sitt fyrsta mark á Evrópumótinu en hann kom engu að síður mikið við sögu. Hann fékk frábært tækifæri í framlengingunni en klikkaði þá á vítaspyrnu. Hann bætti síðan fyrir það með því að skora úr fyrstu vítaspyrnu Portúgala í vítakeppninni. Ronaldo er 39 ára gamall og spilaði allar 120 mínútur leiksins. Hann fékk smá hvíld í leiknum við Georgíu en annars hefur hann verið allan tímann inn á vellinum hjá Portúgölum. Það er því athyglisvert að skoða hvernig hjartsláttur hans var á þessum æsispennandi lokamínútum á mánudagskvöldið. Ronaldo er í samstarfi við Whoop sem fékk að birta grafíska mynda af hjartslætti hans á lokakafla leiksins. Þar sést að hjartsláttur er mjög hár þegar leikurinn er flautaður af og ljóst að vítaspyrnukeppni muni ráða úrslitum. Ronaldo nær í framhaldinu að róa niður hjartslátt sinn og hann er aldrei lægri en einmitt þegar hann tekur þetta mikilvæga víti sitt í vítakeppninni. Hjartslátturinn tekur síðan kipp þegar markvörður Portúgala, Diogo Costa, ver sitt annað víti sem og við annað mark Portúgala í vítakeppninni sem Bruno Fernandes skoraði. Hjartsláttur Ronaldo rýkur síðan upp þegar Bernando Silva tryggir portúgalska liðinu sigurinn í vítakeppninni og um leið sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það má sjá þessa athyglisverðu grafík hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WHOOP (@whoop) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Ronaldo náði ekki að skora sitt fyrsta mark á Evrópumótinu en hann kom engu að síður mikið við sögu. Hann fékk frábært tækifæri í framlengingunni en klikkaði þá á vítaspyrnu. Hann bætti síðan fyrir það með því að skora úr fyrstu vítaspyrnu Portúgala í vítakeppninni. Ronaldo er 39 ára gamall og spilaði allar 120 mínútur leiksins. Hann fékk smá hvíld í leiknum við Georgíu en annars hefur hann verið allan tímann inn á vellinum hjá Portúgölum. Það er því athyglisvert að skoða hvernig hjartsláttur hans var á þessum æsispennandi lokamínútum á mánudagskvöldið. Ronaldo er í samstarfi við Whoop sem fékk að birta grafíska mynda af hjartslætti hans á lokakafla leiksins. Þar sést að hjartsláttur er mjög hár þegar leikurinn er flautaður af og ljóst að vítaspyrnukeppni muni ráða úrslitum. Ronaldo nær í framhaldinu að róa niður hjartslátt sinn og hann er aldrei lægri en einmitt þegar hann tekur þetta mikilvæga víti sitt í vítakeppninni. Hjartslátturinn tekur síðan kipp þegar markvörður Portúgala, Diogo Costa, ver sitt annað víti sem og við annað mark Portúgala í vítakeppninni sem Bruno Fernandes skoraði. Hjartsláttur Ronaldo rýkur síðan upp þegar Bernando Silva tryggir portúgalska liðinu sigurinn í vítakeppninni og um leið sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það má sjá þessa athyglisverðu grafík hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WHOOP (@whoop)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira