Fjórar ferðir vegna heilbrigðisþjónustu fást nú endurgreiddar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júlí 2024 15:15 Réttur til fólks til að fá greiddan ferðakostnað vegna heilbrigðisþjónustu nær nú til fjögurra ferða á ári. stjórnarráðið Réttur fólks til að fá greiddan ferðakostnað þurfi það að sækja sér heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar miðast nú við fjórar ferðir á hverju almanaksári. Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis tók gildi 1. júlí. Á síðasta ári náði rétturinn aðeins til tveggja ferða en í byrjun árs var hann aukinn í þrjár ferðir og nú hefur fjórða ferðin bæst við. Þarf ekki að skila læknisvottorði Hingað til hefur þurft að skila inn læknisvottorði vegna endurgreiðslu ferðakostnaðar frá Sjúkratryggingum Íslands en með reglugerð Willums er sú skylda felld niður. Sjúkratryggðir einstaklingar þurfa nú eingöngu að leggja fram kvittanir fyrir ferðakostnaði til Sjúkratrygginga og staðfestingu á komu ef um komu á sjúkrahús eða heilbrigðisstofnun er um að ræða. Þó þarf að skila inn læknisvottorði ef um er að ræða ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma. Mikilvægt byggðamál „Þetta er mikilvægt byggðamál sem styður jafnframt það grundvallarmarkmið heilbrigðisstefnu að bæta og jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu, óháð búsetu og efnahag,“ er haft eftir Willum í tilkynningunni. Réttur til endurgreiðslu ferðakostnaðar nær til sjúkratryggðra einstaklinga vegna nauðsynlegra ferða eftir þjónustu sem ekki er fyrir hendi í heimabyggð og vegalengd milli staða er 20 km. eða lengri. Sjúkraflutningar Sjúkratryggingar Byggðamál Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis tók gildi 1. júlí. Á síðasta ári náði rétturinn aðeins til tveggja ferða en í byrjun árs var hann aukinn í þrjár ferðir og nú hefur fjórða ferðin bæst við. Þarf ekki að skila læknisvottorði Hingað til hefur þurft að skila inn læknisvottorði vegna endurgreiðslu ferðakostnaðar frá Sjúkratryggingum Íslands en með reglugerð Willums er sú skylda felld niður. Sjúkratryggðir einstaklingar þurfa nú eingöngu að leggja fram kvittanir fyrir ferðakostnaði til Sjúkratrygginga og staðfestingu á komu ef um komu á sjúkrahús eða heilbrigðisstofnun er um að ræða. Þó þarf að skila inn læknisvottorði ef um er að ræða ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma. Mikilvægt byggðamál „Þetta er mikilvægt byggðamál sem styður jafnframt það grundvallarmarkmið heilbrigðisstefnu að bæta og jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu, óháð búsetu og efnahag,“ er haft eftir Willum í tilkynningunni. Réttur til endurgreiðslu ferðakostnaðar nær til sjúkratryggðra einstaklinga vegna nauðsynlegra ferða eftir þjónustu sem ekki er fyrir hendi í heimabyggð og vegalengd milli staða er 20 km. eða lengri.
Sjúkraflutningar Sjúkratryggingar Byggðamál Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira