Enski boltinn

Ratclif­fe lætur 250 starfs­menn Man United fara

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hinn 71 árs gamli Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í Man United fyrir ekki svo löngu síðan.
Hinn 71 árs gamli Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í Man United fyrir ekki svo löngu síðan. Martin Rickett/Getty Images

Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er lítið fyrir að spígspora í kringum heitan graut. Það tók hann ekki langan tíma til að láta hinn og þennan fara og nú hefur hann gert gott betur en 250 starfsmenn félagsins hafa fengið uppsagnarbréf.

The Athletic greinir frá því að af um það bil þúsund starfsmönnum félagsins þá hafi 250 þeirra verið sagt upp fyrr í dag, miðvikudag. Jean-Claude Blanc, tímabundinn framkvæmdastjóri félagsins, tilkynnti starfsfólkinu þetta um hádegisbilið.

Eftir kaup Sir Jim og félags hans INEOS á hlut í Man United þá réðst auðjöfurinn í mikla rannsóknarvinnu þar sem hver krókur og kimi var skoðaður. Ljóst er að margt má betur fara þegar kemur að leikmannakaupum, hvernig að þeim er staðið og frammistöðu inn á vellinum.

Auðjöfurinn er þó ekki eingöngu mættur til Manchester til að brenna auðæfi sín og því var einnig ráðist í aðgerðir til að spara. Eftir að í ljós kom að fjöldi starfsmanna hafði farið úr 983 árið 2021 upp í 1112 á síðasta ári þá var ákveðið að skera verulega niður. Niðurstaðan var sú að 250 manns var sagt upp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×