Körfubolti

Lakers ræður reynslu­bolta með Reddick

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nate McMillan er mættur í starfslið Lakers.
Nate McMillan er mættur í starfslið Lakers. Alex Slitz/Getty Images

Los Angeles Lakers hefur ráðið tvo fyrrverandi aðalþjálfara úr NBA-deildinni til að aðstoða nýráðinn þjálfara liðsins, J.J. Reddick, í því sem er hans fyrsta þjálfarastarf.

Það vakti mikla athygli þegar Lakers samdi við Reddick nýverið. Síðan þá hefur liðið ekki riðið feitum hesti á leikmannamarkaðinum ef frá er talið nýliðaval deildarinnar þar sem samið var við Bronny James, son LeBron James, og Dalton Knecht. Þá ákvað Lebron sjálfur að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Nú hefur verið greint frá því að reynsluboltarnir Scott Brooks og Nate McMillan muni aðstoða Reddick á komandi tímabili.

Brooks var aðalþjálfari Oklahoma City Thunder frá 2008 til 2015 og Washington Wizards frá 2016 til 2021. Þá var hann aðstoðarþjálfari Chauncey Billups hjá Portland Trail Blazers árið 2021.

McMillan var síðast aðalþjálfari Atlanta Hawks frá 2020 til 2023. Þar áður var hann aðalþjálfari Indiana Pacers frá 2016 til 2020, Portland frá 2005 til 2012 og Seattle SuperSonics frá 2000 til 2005.

Fyrir utan í Portland var McMillan upprunalega ráðinn sem aðstoðarþjálfari en endaði í starfi aðalþjálfara á einhverjum tímapunkti. Ef til vill hugsar hann sér gott til glóðarinnar með óreyndan aðalþjálfara í Lakers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×