Segja að Southgate gæti skipt um leikkerfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 10:31 Gareth Southgate ræðir hér við leikmenn sína fyrir framlenginguna á móti Slóvakíu. Getty/Eddie Keogh Ekki hefur vantað gagnrýnina á leik enska landsliðsins á EM þótt að liðið hafi unnið sinn riðil og sé komið alla leið í átta liða úrslitin. Nú er von á breytingum hjá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate. Enskir miðlar eins og The Independent og The Telegraph segja að enska landsliðið hafi verið að prófa nýtt leikkerfi á æfingum liðsins fyrir leik á móti Sviss í átta liða úrslitunum en leikurinn fer fram á laugardaginn. Hér má sjá greinina í The Independent og hér má sjá greinina í The Telegraph. Það er gríðarleg pressa á Southgate enda mikil óánægja með frammistöðu enska liðsins. Gareth Southgate considers shock switch to back three for England's QF game against Switzerland. Story with @SamWallaceTel https://t.co/uVOrv6AqvR— Matt Law (@Matt_Law_DT) July 3, 2024 Enskir fjölmiðlamenn búast við því að Southgate stilli upp þriggja manna vörn í næsta leik. Hann er tilneyddur til að breytta vörninni þar sem að miðvörðurinn Marc Guehi tekur út leikbann á móti Svisslendingum. Það lítur einnig út fyrir það að Luke Shaw sé enn ekki leikfær en Southgate ákvað að fara með meiddan leikmann á Evrópumótið. Búist er við því að Aston Villa maðurinn Ezri Konsa komi inn fyrir Guehi. Konsa gæti spilað í þriggja manna vörn við hlið þeirra John Stones og Kyle Walker. Southgate notaði 3-5-2 leikkerfið á HM 2018 þegar enska landsliðið komst alla leið í undanúrslitin. Hann skipti líka í þetta kerfi undir lokin á leiknum við Slóvakíu í sextán liða úrslitunum þegar enska liðið var undir og þurfti mark. Það gekk upp sem þykir auka líkur á því að liðið verði með þriggja manna vörn á móti Sviss. Bukayo Saka verður þá væntanlega vinstri vængbakvörður eins hann var og í lokin á móti Slóvökum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Enskir miðlar eins og The Independent og The Telegraph segja að enska landsliðið hafi verið að prófa nýtt leikkerfi á æfingum liðsins fyrir leik á móti Sviss í átta liða úrslitunum en leikurinn fer fram á laugardaginn. Hér má sjá greinina í The Independent og hér má sjá greinina í The Telegraph. Það er gríðarleg pressa á Southgate enda mikil óánægja með frammistöðu enska liðsins. Gareth Southgate considers shock switch to back three for England's QF game against Switzerland. Story with @SamWallaceTel https://t.co/uVOrv6AqvR— Matt Law (@Matt_Law_DT) July 3, 2024 Enskir fjölmiðlamenn búast við því að Southgate stilli upp þriggja manna vörn í næsta leik. Hann er tilneyddur til að breytta vörninni þar sem að miðvörðurinn Marc Guehi tekur út leikbann á móti Svisslendingum. Það lítur einnig út fyrir það að Luke Shaw sé enn ekki leikfær en Southgate ákvað að fara með meiddan leikmann á Evrópumótið. Búist er við því að Aston Villa maðurinn Ezri Konsa komi inn fyrir Guehi. Konsa gæti spilað í þriggja manna vörn við hlið þeirra John Stones og Kyle Walker. Southgate notaði 3-5-2 leikkerfið á HM 2018 þegar enska landsliðið komst alla leið í undanúrslitin. Hann skipti líka í þetta kerfi undir lokin á leiknum við Slóvakíu í sextán liða úrslitunum þegar enska liðið var undir og þurfti mark. Það gekk upp sem þykir auka líkur á því að liðið verði með þriggja manna vörn á móti Sviss. Bukayo Saka verður þá væntanlega vinstri vængbakvörður eins hann var og í lokin á móti Slóvökum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira