Gremja vegna golfbíla á meistaramóti Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2024 11:04 Oddur Steinarsson læknir furðar sig á því sem honum sýnist óbilgirni af hálfu GKG, sem krefst vottorðs vegna golfbíla en Úlfar Jónsson segir að svona sé golfið og það verði að gæta jafnræði með kylfingum. vísir/anton/læknablaðið Oddur Steinarsson læknir er sérdeilis hlessa á mótstjórn GKG sem vill skriflegt vottorð frá manni sem telur sig þurfa að vera á golfbíl í komandi meistaramóti. Úlfar Jónsson segir að svona sé íþróttin – gæta verði jafnræðis með kylfingum. Þá eru læknar hugsi yfir sífelldri vottorðaskriffinsku. Oddur, sem er yfir heilsugæslunni á Kirkjusandi og varaformaður Læknafélagsins, vekur athygli á því á Facebook-síðu sinni að góður vinur hans, sem er með slæma slitgigt í hnjám, fái ekki að taka þátt í meistaramóti GKG nema skila inn læknisvottorði! Úlfar Jónsson, sem er yfir golfmálum hjá GKG segir golfbíla veita forskot og þeir verði að fá þetta skriflegt. Á að senda fólk á Læknavaktina vegna golfbíls? „Hann hringdi í mig áðan þar sem hann nær hvorki í sinn bæklunarlækni né heimilislækni! Oddur Steinarsson læknir furðar sig á þessari kröfu GKG, að heimta skriflegt vottorð af mönnum sem telja sig þurfa að nota golfbíl í meistaramóti.læknablaðið Mér fannst þetta nú fáránlegt, á að fara að senda fólk til dæmis á Læknavaktina vegna þessa?“ segir Oddur og helst á honum að skilja að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur, þessi krafa sem mótstjórn setur fram. Oddur hringdi því í mótsstjórann og taldi eftir það samtal væri málinu lokið. En miðað við svör sem maðurinn fékk frá Úlfari Jónssyni, sem er yfir golfmálum hjá GKG, er svo hreint ekki. „Sæll,“ segir Úlfar í stuttri orðsendingu til mannsins með slitgigtina. „Oddur hafði samband. Ef hann sendir okkur tölvupóst (eða þér og þú framsendir), þar sem hann sem læknir mælir með því að þú fáir golfbíl þá munum við taka það gott og gilt. Formsins vegna viljum við fá þetta skriflegt,“ segir í bréfi Úlfars. Sem sagt, Úlfar fellst með semingi á að leyfa manninum að vera á golfbíl en þá aðeins að hann geti lagt inn skriflega vottun frá lækni að hann þurfi á því að halda. Verður að vera standard í meistaramóti klúbbsins Meistaramót GKG hefst nú á sunnudaginn og Úlfar segir, í samtali við Vísi, að þeir geri ekki þessa kröfu í flokki öldunga, 50 ára og eldri. Þá getur þú keypt þér golfbíl. „Þetta hefur verið í skilyrðum klúbbsins, eina sem við viljum er að fá þetta skriflegt,“ segir Úlfar. Hann bendir á að þetta eigi ekki að þurfa að vera mikið mál, Oddur eða einhver læknismenntaður þurfi bara að senda þeim línu. Þessir herramenn létu sig ekki muna um að fara um Korpuna á golfbíl, en það var reyndar ekki í meistaramóti og svo má búast við því að þeir hefðu keppt í flokki öldunga, og þá hefði þetta ekki verið neitt mál.vísir/vilhelm „Ég held að allir þekki nú þessar reglur, þeir sem þurfa hugsanlega að vera á golfbíl. Við setjum þennan standard í meistaramóti klúbbsins, við setjum það skör hærra. Þetta er ekki regla í almennum mótum. En það getur verið gott forskot að vera á golfbíl, til að mynda við erfiðar aðstæður í vondum veðrum, að vera í lokuðum bíl.“ Úlfar segir að þau í mótstjórninni, sem eru fjögur, verði að gæta að jafnræði. Og því sé farið fram á vottorð eða í það minnsta meðmælabréf frá lækni. Það þurfi ekki að vera ítarlegt og þá sé þetta afgreitt í mótsstjórninni. Ekki mörg dæmi um að menn vilji fá að vera á bíl Þetta minnir að einhverju leyti á mál Björgvins heitins Þorsteinssonar en honum var meinað að vera á bíl í Íslandsmóti. Björgvin var margfaldur Íslandsmeistari – sá eini auk Birgis Leifs Hafþórssonar og Úlfars Jónssonar – sem hefur unnið það mót oftar en sex sinnum. „Já, þá varð allt brjálað,“ segir Úlfar. „Þetta verður svo mikið tilfinningamál. En þetta er hluti íþróttarinnar.“ Úlfar minnir á að John Daily, þeim skrautlega golfsnillingi, hafi verið meinað að vera á bíl. En það er önnur saga. „Við þurfum bara að fá eitthvað skriflegt.“ Úlfar segir ekki algengt að menn fari fram á að fá að vera á golfbíl í mótinu. Hann hafi engar tölur yfir það en þau dæmi megi telja á fingrum annarrar handar. Læknar hrista hausinn yfir vottorðaflóði Oddur er sem fyrr segir læknir og hann er ekki sá eini í þeirri stétt sem hristir hausinn yfir vottorðakröfunni. „Tíma lækna er vel varið,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson lyf- og gigtarlæknir sem hefur verið hávær í umræðunni um tilvísana- og vottorðaskrif. Ekki síst í þeim tilfellum sem heimilislæknir hafi enga beina aðkomu að málinu nema til að kvitta á pappír. Garðabær Kópavogur Golf Golfvellir Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Fleiri fréttir Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Sjá meira
Oddur, sem er yfir heilsugæslunni á Kirkjusandi og varaformaður Læknafélagsins, vekur athygli á því á Facebook-síðu sinni að góður vinur hans, sem er með slæma slitgigt í hnjám, fái ekki að taka þátt í meistaramóti GKG nema skila inn læknisvottorði! Úlfar Jónsson, sem er yfir golfmálum hjá GKG segir golfbíla veita forskot og þeir verði að fá þetta skriflegt. Á að senda fólk á Læknavaktina vegna golfbíls? „Hann hringdi í mig áðan þar sem hann nær hvorki í sinn bæklunarlækni né heimilislækni! Oddur Steinarsson læknir furðar sig á þessari kröfu GKG, að heimta skriflegt vottorð af mönnum sem telja sig þurfa að nota golfbíl í meistaramóti.læknablaðið Mér fannst þetta nú fáránlegt, á að fara að senda fólk til dæmis á Læknavaktina vegna þessa?“ segir Oddur og helst á honum að skilja að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur, þessi krafa sem mótstjórn setur fram. Oddur hringdi því í mótsstjórann og taldi eftir það samtal væri málinu lokið. En miðað við svör sem maðurinn fékk frá Úlfari Jónssyni, sem er yfir golfmálum hjá GKG, er svo hreint ekki. „Sæll,“ segir Úlfar í stuttri orðsendingu til mannsins með slitgigtina. „Oddur hafði samband. Ef hann sendir okkur tölvupóst (eða þér og þú framsendir), þar sem hann sem læknir mælir með því að þú fáir golfbíl þá munum við taka það gott og gilt. Formsins vegna viljum við fá þetta skriflegt,“ segir í bréfi Úlfars. Sem sagt, Úlfar fellst með semingi á að leyfa manninum að vera á golfbíl en þá aðeins að hann geti lagt inn skriflega vottun frá lækni að hann þurfi á því að halda. Verður að vera standard í meistaramóti klúbbsins Meistaramót GKG hefst nú á sunnudaginn og Úlfar segir, í samtali við Vísi, að þeir geri ekki þessa kröfu í flokki öldunga, 50 ára og eldri. Þá getur þú keypt þér golfbíl. „Þetta hefur verið í skilyrðum klúbbsins, eina sem við viljum er að fá þetta skriflegt,“ segir Úlfar. Hann bendir á að þetta eigi ekki að þurfa að vera mikið mál, Oddur eða einhver læknismenntaður þurfi bara að senda þeim línu. Þessir herramenn létu sig ekki muna um að fara um Korpuna á golfbíl, en það var reyndar ekki í meistaramóti og svo má búast við því að þeir hefðu keppt í flokki öldunga, og þá hefði þetta ekki verið neitt mál.vísir/vilhelm „Ég held að allir þekki nú þessar reglur, þeir sem þurfa hugsanlega að vera á golfbíl. Við setjum þennan standard í meistaramóti klúbbsins, við setjum það skör hærra. Þetta er ekki regla í almennum mótum. En það getur verið gott forskot að vera á golfbíl, til að mynda við erfiðar aðstæður í vondum veðrum, að vera í lokuðum bíl.“ Úlfar segir að þau í mótstjórninni, sem eru fjögur, verði að gæta að jafnræði. Og því sé farið fram á vottorð eða í það minnsta meðmælabréf frá lækni. Það þurfi ekki að vera ítarlegt og þá sé þetta afgreitt í mótsstjórninni. Ekki mörg dæmi um að menn vilji fá að vera á bíl Þetta minnir að einhverju leyti á mál Björgvins heitins Þorsteinssonar en honum var meinað að vera á bíl í Íslandsmóti. Björgvin var margfaldur Íslandsmeistari – sá eini auk Birgis Leifs Hafþórssonar og Úlfars Jónssonar – sem hefur unnið það mót oftar en sex sinnum. „Já, þá varð allt brjálað,“ segir Úlfar. „Þetta verður svo mikið tilfinningamál. En þetta er hluti íþróttarinnar.“ Úlfar minnir á að John Daily, þeim skrautlega golfsnillingi, hafi verið meinað að vera á bíl. En það er önnur saga. „Við þurfum bara að fá eitthvað skriflegt.“ Úlfar segir ekki algengt að menn fari fram á að fá að vera á golfbíl í mótinu. Hann hafi engar tölur yfir það en þau dæmi megi telja á fingrum annarrar handar. Læknar hrista hausinn yfir vottorðaflóði Oddur er sem fyrr segir læknir og hann er ekki sá eini í þeirri stétt sem hristir hausinn yfir vottorðakröfunni. „Tíma lækna er vel varið,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson lyf- og gigtarlæknir sem hefur verið hávær í umræðunni um tilvísana- og vottorðaskrif. Ekki síst í þeim tilfellum sem heimilislæknir hafi enga beina aðkomu að málinu nema til að kvitta á pappír.
Garðabær Kópavogur Golf Golfvellir Mest lesið Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Fleiri fréttir Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Sjá meira