Engin gúrka hjá Blaðamannafélaginu Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Freyja Steingrímsdóttir skrifa 5. júlí 2024 07:00 Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum. Engin lognmolla hefur verið hjá Blaðamannafélagi Íslands sem stendur á miklum tímamótum. Umbreytingum geta fylgt vaxtaverkir en fyrst og fremst er það gjöfult og spennandi verkefni fyrir stjórn og starfsfólk að byggja upp og efla félag blaðamanna sem faglegan vettvang, bæta kjör félagsfólks og stuðla að vitundarvakningu meðal almennings og hagaðila um mikilvægi blaðamennsku á Íslandi. Blaðamennska og frjálsir, öflugir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis og félagi blaðamanna ber að minna á mikilvægi þeirra við að halda almenningi upplýstum og stuðla að opinni, fjölradda umræðu um samfélagsmál þar sem ólík sjónarmið fá að njóta sín. Eftirfarandi voru örfá af stærstu verkefnum frá áramótum: Kjarasamningar BÍ við Samtök atvinnulífsins og ýmis fjölmiðlafyrirtæki voru undirritaður, kynntir félagsmönnum og þeir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Þá hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til félagsfólks um kjarasamningsbundin réttindi þess og sett í gang frumkvæðisathugun á því hvort atvinnurekendur fari í einu og öllu eftir kjarasamningum. Vitundarherferð var hleypt af stað í fyrsta skipti undir yfirskriftinni Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Eitt af markmiðum herferðarinnar var að veita almenningi innsýn í störf blaðamanna og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðissamfélags. Félagið stefndi ríkinu vegna takmarkana á aðgengi blaðamanna að hamfarasvæðum og náði í kjölfarið samkomulagi um sérstaka hamfarapassa sem tryggja blaðamönnum sambærilegt aðgengi og viðbragðsaðilar. Samkomulagið markar þáttaskil í samskiptum við stjórnvöld og er mikilvæg viðurkenning á hlutverki blaðamanna á hættutímum. Gagnger endurskoðun fór fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins með það að markmiði að færa rekstur félagsins í nútímalegra horf, tryggja að vel sé hugsað um eignir félagsmanna og að sjóðir þeirra séu sjálfbærir og reglur um úthlutanir styrkja gagnsæjar og skýrar. Þar má nefna úttekt og breytingu á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs, nýjar starfsreglur og gerð fjárhagsáætlunar í fyrsta skipti. Ráðist var í stefnumótun félagsins með þátttöku félagsfólks og unnin samskiptastefna til að móta lykilskilaboð og áherslur til næstu missera eftir að könnun var gerð á viðhorfi almennings til blaðamennsku og fjölmiðla. Hafist var handa við gerð fræðsluáætlunar fyrir félagsfólk og haldið nýliðanámskeið auk þess sem samningur var gerður við Félagsmálaskóla Alþýðunnar um fræðslu trúnaðarmanna sem hefst með skipulögðum hætti í haust. Öll þessi verkefni eru hluti af stefnubreytingu undir forystu síðustu tveggja stjórna BÍ sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir. Enn frekari stefnumótunar er þörf og það krefst þátttöku félagsfólks að efla hagsmunagæslu frekar gagnvart stjórnvöldum og hlutverk félagsins sem faglegan vettvang og sameiginlega rödd blaðamanna ef takast á að styrkja stöðu blaðamanna á Íslandi. Það eru ekki síður stór verkefni framundan; stofna þarf samráðsvettvang fjölmiðla því stéttin verður að snúa bökum saman. Skipuleggja þarf samtal við helstu hagaðila, jafnt á sviði stjórnmálanna og stjórnsýslunnar sem og í einkageiranum og víðar í samfélaginu með það að markmiði að auka skilning á mikilvægi blaðamennsku og efla hana um allt land. Liður í þessu er að auka fræðslu til félagsfólks, halda reglulega viðburði og málþing um málefni sem skipta stéttina máli og koma Glætunni á legg, sjálfstæðum styrktarsjóði blaðamanna, svo unnt verði að byrja að greiða út styrki sem fyrst til eflingar sjálfstæðrar blaðamennsku. Upplýst samfélag þarf faglega blaðamennsku sem setur hlutina í samhengi og skýrir þá með hag almennings að leiðarljósi. Áframhaldandi úrbótavinna og uppbygging Blaðamannafélags Íslands er nauðsynleg til að auka veg faglegrar blaðamennsku til framtíðar, félagsmönnum og samfélagi til heilla. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Sigríður Dögg Auðunsdóttir Freyja Steingrímsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum. Engin lognmolla hefur verið hjá Blaðamannafélagi Íslands sem stendur á miklum tímamótum. Umbreytingum geta fylgt vaxtaverkir en fyrst og fremst er það gjöfult og spennandi verkefni fyrir stjórn og starfsfólk að byggja upp og efla félag blaðamanna sem faglegan vettvang, bæta kjör félagsfólks og stuðla að vitundarvakningu meðal almennings og hagaðila um mikilvægi blaðamennsku á Íslandi. Blaðamennska og frjálsir, öflugir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis og félagi blaðamanna ber að minna á mikilvægi þeirra við að halda almenningi upplýstum og stuðla að opinni, fjölradda umræðu um samfélagsmál þar sem ólík sjónarmið fá að njóta sín. Eftirfarandi voru örfá af stærstu verkefnum frá áramótum: Kjarasamningar BÍ við Samtök atvinnulífsins og ýmis fjölmiðlafyrirtæki voru undirritaður, kynntir félagsmönnum og þeir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Þá hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til félagsfólks um kjarasamningsbundin réttindi þess og sett í gang frumkvæðisathugun á því hvort atvinnurekendur fari í einu og öllu eftir kjarasamningum. Vitundarherferð var hleypt af stað í fyrsta skipti undir yfirskriftinni Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Eitt af markmiðum herferðarinnar var að veita almenningi innsýn í störf blaðamanna og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðissamfélags. Félagið stefndi ríkinu vegna takmarkana á aðgengi blaðamanna að hamfarasvæðum og náði í kjölfarið samkomulagi um sérstaka hamfarapassa sem tryggja blaðamönnum sambærilegt aðgengi og viðbragðsaðilar. Samkomulagið markar þáttaskil í samskiptum við stjórnvöld og er mikilvæg viðurkenning á hlutverki blaðamanna á hættutímum. Gagnger endurskoðun fór fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins með það að markmiði að færa rekstur félagsins í nútímalegra horf, tryggja að vel sé hugsað um eignir félagsmanna og að sjóðir þeirra séu sjálfbærir og reglur um úthlutanir styrkja gagnsæjar og skýrar. Þar má nefna úttekt og breytingu á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs, nýjar starfsreglur og gerð fjárhagsáætlunar í fyrsta skipti. Ráðist var í stefnumótun félagsins með þátttöku félagsfólks og unnin samskiptastefna til að móta lykilskilaboð og áherslur til næstu missera eftir að könnun var gerð á viðhorfi almennings til blaðamennsku og fjölmiðla. Hafist var handa við gerð fræðsluáætlunar fyrir félagsfólk og haldið nýliðanámskeið auk þess sem samningur var gerður við Félagsmálaskóla Alþýðunnar um fræðslu trúnaðarmanna sem hefst með skipulögðum hætti í haust. Öll þessi verkefni eru hluti af stefnubreytingu undir forystu síðustu tveggja stjórna BÍ sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir. Enn frekari stefnumótunar er þörf og það krefst þátttöku félagsfólks að efla hagsmunagæslu frekar gagnvart stjórnvöldum og hlutverk félagsins sem faglegan vettvang og sameiginlega rödd blaðamanna ef takast á að styrkja stöðu blaðamanna á Íslandi. Það eru ekki síður stór verkefni framundan; stofna þarf samráðsvettvang fjölmiðla því stéttin verður að snúa bökum saman. Skipuleggja þarf samtal við helstu hagaðila, jafnt á sviði stjórnmálanna og stjórnsýslunnar sem og í einkageiranum og víðar í samfélaginu með það að markmiði að auka skilning á mikilvægi blaðamennsku og efla hana um allt land. Liður í þessu er að auka fræðslu til félagsfólks, halda reglulega viðburði og málþing um málefni sem skipta stéttina máli og koma Glætunni á legg, sjálfstæðum styrktarsjóði blaðamanna, svo unnt verði að byrja að greiða út styrki sem fyrst til eflingar sjálfstæðrar blaðamennsku. Upplýst samfélag þarf faglega blaðamennsku sem setur hlutina í samhengi og skýrir þá með hag almennings að leiðarljósi. Áframhaldandi úrbótavinna og uppbygging Blaðamannafélags Íslands er nauðsynleg til að auka veg faglegrar blaðamennsku til framtíðar, félagsmönnum og samfélagi til heilla. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Sigríður Dögg Auðunsdóttir Freyja Steingrímsdóttir
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun