Sport

Góð fyrir­heit fyrir ÓL í París: Fékk út­hlutað lukkunúmerinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaug Edda Hannesdóttir með bláa hjólið sem hún keppir á í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í lok mánaðarins.
Guðlaug Edda Hannesdóttir með bláa hjólið sem hún keppir á í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í lok mánaðarins. @eddahannesd

Guðlaug Edda Hannesdóttir verður fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum og nú þegar styttist í leikana þá fékk hún góðar fréttir.

Eftir að keppendahópurinn í þríþraut kvenna var staðfestur þá var öllum þátttakendum úthlutað keppendanúmeri.

Guðlaug Edda segist hafa haft heppnina með sér þar.

„Fékk úthlutað keppnisnúmeri á Ólympíuleikunum í París og ég verð númer 22 sem er lukkunúmerið mitt,“ skrifaði Guðlaug Edda á Instagram síðu sína.

Hún komst líka að öðru en þríþrautarkeppnin á að fara fram 31. júlí næstkomandi.

„Hversu klikkað er að hugsa út í það að ég mun keppa á Ólympíuleikunum á sama degi og ég gekkst undir skurðaðgerð á síðasta ári. Talandi um örlög,“ skrifaði Guðlaug Edda.

Guðlaug Edda þakkar bæði þeim sem trúðu á hana og trúðu ekki á hana í sögulegu ferðalagi hennar inn á Ólympíuleikana.

„Þegar ég horfi til baka þessa 365 daga þá er ég mjög þakklát því fólki í mínu lífi sem hefur stutt mig í gegnum verstu dagana. Ég er spennt að fá að deila þeim bestu með ykkur í París,“ skrifaði Guðlaug Edda.

„Ég er líka þakklát þeim sem trúðu ekki á mig því það voru þau sem ýttu mér áfram á þann hátt sem þau munu aldrei komast að,“ skrifaði Guðlaug Edda.

„Þið hin sömu þekkið mig greinilega ekki vel og hafið aldrei spilað við mig í Monopoly. Ég er svo þrjósk að það ekki möguleiki á því að ég gefist upp,“ skrifaði Guðlaug Edda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×