Fjöldi erlendra meintra gerenda nær tvöfaldaðist á tveimur árum Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2024 14:01 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Árið 2020 voru 52 karlmenn með erlent ríkisfang grunaðir um kynferðisbrot hér á landi. Tveimur árum síðar voru þeir eitt hundrað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um meðferð ákæruvalds í kynferðisbrotamálum. Fyrsti liður fyrirspurnarinnar hljóðaði svo: Hversu mörg mál sem vörðuðu ætluð kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu á árunum 2020, 2021 og 2022? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda. Brotum fjölgaði um 102 Í svarinu segir að í töflu eitt, sem sjá má hér að neðan, megi sjá fjölda skráðra kynferðisbrota og fjölda mála á árunum 2020 til 2022. Miðað sé við dagsetningu tilkynningar en athuga beri að brot kann að hafa átt sér stað á öðrum tíma en tilkynnt er. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum um 102 og tilkynntum málum um 109. Erlendum körlum fjölgaði mikið en konum fækkaði Í töflu 2 komi fram fjöldi einstaklinga með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði karlmönnum með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot um 48 milli ára. Það gerir um 92 prósent fjölgun á tveimur árum. Erlendum konum sem grunaðar eru um það sama fækkaði hins vegar úr sex í tvær. Íslenskir karlmenn miklu fleiri en fjölgaði minna Í töflu þrjú megi sjá fjölda einstaklinga með íslenskt ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Hafa beri í huga að í töflu eitt kemur fram heildarfjöldi brota en í töflum tvö og þrjú fjöldi grunaðra einstaklinga. Það sé ekki vitað í öllum málum hver hinn grunaði er og því sé heildarfjöldi í töflu eitt hærri en samtala fjölda grunaðra í töflum tvö og þrjú. Í töflunni má sjá að íslenskum karlmönnum sem grunaðir voru um kynferðisbrot fjölgaði um 36 milli 2020 og 2022. Það gerir fjölgun upp á þrettán prósent. Fjöldi kvenna sem grunaður er um kynferðisbrot helst nokkuð stöðugur milli áranna þriggja. Konur afgerandi meirihluti brotaþola Í töflu fjögur megi sjá fjöldi brotaþola fyrir árin 2020 til 2022 eftir kyni og hvort ríkisfang var erlent. Það athugist að ekki séu aðgengilegar umbeðnar upplýsingar varðandi brotaþola í öllum málum á árunum 2020 til 2022 vegna þess með hvaða hætti skráning í kerfi lögreglu var framkvæmd. Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um meðferð ákæruvalds í kynferðisbrotamálum. Fyrsti liður fyrirspurnarinnar hljóðaði svo: Hversu mörg mál sem vörðuðu ætluð kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu á árunum 2020, 2021 og 2022? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda. Brotum fjölgaði um 102 Í svarinu segir að í töflu eitt, sem sjá má hér að neðan, megi sjá fjölda skráðra kynferðisbrota og fjölda mála á árunum 2020 til 2022. Miðað sé við dagsetningu tilkynningar en athuga beri að brot kann að hafa átt sér stað á öðrum tíma en tilkynnt er. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum um 102 og tilkynntum málum um 109. Erlendum körlum fjölgaði mikið en konum fækkaði Í töflu 2 komi fram fjöldi einstaklinga með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði karlmönnum með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot um 48 milli ára. Það gerir um 92 prósent fjölgun á tveimur árum. Erlendum konum sem grunaðar eru um það sama fækkaði hins vegar úr sex í tvær. Íslenskir karlmenn miklu fleiri en fjölgaði minna Í töflu þrjú megi sjá fjölda einstaklinga með íslenskt ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Hafa beri í huga að í töflu eitt kemur fram heildarfjöldi brota en í töflum tvö og þrjú fjöldi grunaðra einstaklinga. Það sé ekki vitað í öllum málum hver hinn grunaði er og því sé heildarfjöldi í töflu eitt hærri en samtala fjölda grunaðra í töflum tvö og þrjú. Í töflunni má sjá að íslenskum karlmönnum sem grunaðir voru um kynferðisbrot fjölgaði um 36 milli 2020 og 2022. Það gerir fjölgun upp á þrettán prósent. Fjöldi kvenna sem grunaður er um kynferðisbrot helst nokkuð stöðugur milli áranna þriggja. Konur afgerandi meirihluti brotaþola Í töflu fjögur megi sjá fjöldi brotaþola fyrir árin 2020 til 2022 eftir kyni og hvort ríkisfang var erlent. Það athugist að ekki séu aðgengilegar umbeðnar upplýsingar varðandi brotaþola í öllum málum á árunum 2020 til 2022 vegna þess með hvaða hætti skráning í kerfi lögreglu var framkvæmd.
Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira