Fjöldi erlendra meintra gerenda nær tvöfaldaðist á tveimur árum Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2024 14:01 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Árið 2020 voru 52 karlmenn með erlent ríkisfang grunaðir um kynferðisbrot hér á landi. Tveimur árum síðar voru þeir eitt hundrað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um meðferð ákæruvalds í kynferðisbrotamálum. Fyrsti liður fyrirspurnarinnar hljóðaði svo: Hversu mörg mál sem vörðuðu ætluð kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu á árunum 2020, 2021 og 2022? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda. Brotum fjölgaði um 102 Í svarinu segir að í töflu eitt, sem sjá má hér að neðan, megi sjá fjölda skráðra kynferðisbrota og fjölda mála á árunum 2020 til 2022. Miðað sé við dagsetningu tilkynningar en athuga beri að brot kann að hafa átt sér stað á öðrum tíma en tilkynnt er. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum um 102 og tilkynntum málum um 109. Erlendum körlum fjölgaði mikið en konum fækkaði Í töflu 2 komi fram fjöldi einstaklinga með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði karlmönnum með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot um 48 milli ára. Það gerir um 92 prósent fjölgun á tveimur árum. Erlendum konum sem grunaðar eru um það sama fækkaði hins vegar úr sex í tvær. Íslenskir karlmenn miklu fleiri en fjölgaði minna Í töflu þrjú megi sjá fjölda einstaklinga með íslenskt ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Hafa beri í huga að í töflu eitt kemur fram heildarfjöldi brota en í töflum tvö og þrjú fjöldi grunaðra einstaklinga. Það sé ekki vitað í öllum málum hver hinn grunaði er og því sé heildarfjöldi í töflu eitt hærri en samtala fjölda grunaðra í töflum tvö og þrjú. Í töflunni má sjá að íslenskum karlmönnum sem grunaðir voru um kynferðisbrot fjölgaði um 36 milli 2020 og 2022. Það gerir fjölgun upp á þrettán prósent. Fjöldi kvenna sem grunaður er um kynferðisbrot helst nokkuð stöðugur milli áranna þriggja. Konur afgerandi meirihluti brotaþola Í töflu fjögur megi sjá fjöldi brotaþola fyrir árin 2020 til 2022 eftir kyni og hvort ríkisfang var erlent. Það athugist að ekki séu aðgengilegar umbeðnar upplýsingar varðandi brotaþola í öllum málum á árunum 2020 til 2022 vegna þess með hvaða hætti skráning í kerfi lögreglu var framkvæmd. Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um meðferð ákæruvalds í kynferðisbrotamálum. Fyrsti liður fyrirspurnarinnar hljóðaði svo: Hversu mörg mál sem vörðuðu ætluð kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu á árunum 2020, 2021 og 2022? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda. Brotum fjölgaði um 102 Í svarinu segir að í töflu eitt, sem sjá má hér að neðan, megi sjá fjölda skráðra kynferðisbrota og fjölda mála á árunum 2020 til 2022. Miðað sé við dagsetningu tilkynningar en athuga beri að brot kann að hafa átt sér stað á öðrum tíma en tilkynnt er. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum um 102 og tilkynntum málum um 109. Erlendum körlum fjölgaði mikið en konum fækkaði Í töflu 2 komi fram fjöldi einstaklinga með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði karlmönnum með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot um 48 milli ára. Það gerir um 92 prósent fjölgun á tveimur árum. Erlendum konum sem grunaðar eru um það sama fækkaði hins vegar úr sex í tvær. Íslenskir karlmenn miklu fleiri en fjölgaði minna Í töflu þrjú megi sjá fjölda einstaklinga með íslenskt ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Hafa beri í huga að í töflu eitt kemur fram heildarfjöldi brota en í töflum tvö og þrjú fjöldi grunaðra einstaklinga. Það sé ekki vitað í öllum málum hver hinn grunaði er og því sé heildarfjöldi í töflu eitt hærri en samtala fjölda grunaðra í töflum tvö og þrjú. Í töflunni má sjá að íslenskum karlmönnum sem grunaðir voru um kynferðisbrot fjölgaði um 36 milli 2020 og 2022. Það gerir fjölgun upp á þrettán prósent. Fjöldi kvenna sem grunaður er um kynferðisbrot helst nokkuð stöðugur milli áranna þriggja. Konur afgerandi meirihluti brotaþola Í töflu fjögur megi sjá fjöldi brotaþola fyrir árin 2020 til 2022 eftir kyni og hvort ríkisfang var erlent. Það athugist að ekki séu aðgengilegar umbeðnar upplýsingar varðandi brotaþola í öllum málum á árunum 2020 til 2022 vegna þess með hvaða hætti skráning í kerfi lögreglu var framkvæmd.
Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira