Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 20:01 Luke Shaw hefur getað æft af fullum krafti í vikunni og virðist njóta þess í botn. Getty/Eddie Keogh Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Southgate tók Shaw með á mótið þrátt fyrir að hann hefði glímt við meiðsli, sem eina hreinræktaða vinstri bakvörð enska hópsins, en hann hefur ekkert spilað til þessa á EM. Shaw spilaði síðast leik 18. febrúar en hann hefur æft af fullum krafti með enska landsliðinu í þessari viku. Ljóst er að England þarf að gera breytingu á sinni vörn því Marc Guehi tekur út leikbann. Mögulegt er að Southgate breyti leikskipulagi liðsins á morgun og notist við þriggja manna vörn í stað fjögurra manna, en ljóst er að Shaw gæti nýst í báðum tilvikum. Hrósaði Trippier fyrir tal innan vallar „Luke er tilbúinn. Hann getur byrjað leikinn,“ sagði Southgate á blaðamannafundi en var fljótur að taka fram að hann hefði ekkert út á Kieran Trippier, sem spilað hefur sem réttfættur vinstri bakvörður, að setja. „Kieran hefur staðið sig algjörlega frábærlega fyrir okkur. Hann gefur auðvitað ekki sama jafnvægi og örvfættur leikmaður myndi gera en leiðtogahæfileikarnir og samskipti hans innan vallar… þið getið spurt hvaða kantmann sem hann spilar með eða aðra leikmenn sem spila með honum, hann er óviðjafnanlegur í að tala. Þetta hjálpar mönnum að spila leikinn. Þessi hæfileiki er mjög vanmetinn. Þetta er líka svolítið deyjandi list, leikmenn sem eru góðir í að tala á vellinum. Maður er aldrei með of marga slíka. Hann er einstakur á þessu sviði, til viðbótar við hæfileikana með boltann. Hann hefur aðlagast og staðið sig stórkostlega fyrir okkur,“ sagði Southgate. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Southgate tók Shaw með á mótið þrátt fyrir að hann hefði glímt við meiðsli, sem eina hreinræktaða vinstri bakvörð enska hópsins, en hann hefur ekkert spilað til þessa á EM. Shaw spilaði síðast leik 18. febrúar en hann hefur æft af fullum krafti með enska landsliðinu í þessari viku. Ljóst er að England þarf að gera breytingu á sinni vörn því Marc Guehi tekur út leikbann. Mögulegt er að Southgate breyti leikskipulagi liðsins á morgun og notist við þriggja manna vörn í stað fjögurra manna, en ljóst er að Shaw gæti nýst í báðum tilvikum. Hrósaði Trippier fyrir tal innan vallar „Luke er tilbúinn. Hann getur byrjað leikinn,“ sagði Southgate á blaðamannafundi en var fljótur að taka fram að hann hefði ekkert út á Kieran Trippier, sem spilað hefur sem réttfættur vinstri bakvörður, að setja. „Kieran hefur staðið sig algjörlega frábærlega fyrir okkur. Hann gefur auðvitað ekki sama jafnvægi og örvfættur leikmaður myndi gera en leiðtogahæfileikarnir og samskipti hans innan vallar… þið getið spurt hvaða kantmann sem hann spilar með eða aðra leikmenn sem spila með honum, hann er óviðjafnanlegur í að tala. Þetta hjálpar mönnum að spila leikinn. Þessi hæfileiki er mjög vanmetinn. Þetta er líka svolítið deyjandi list, leikmenn sem eru góðir í að tala á vellinum. Maður er aldrei með of marga slíka. Hann er einstakur á þessu sviði, til viðbótar við hæfileikana með boltann. Hann hefur aðlagast og staðið sig stórkostlega fyrir okkur,“ sagði Southgate.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira